RÚV í bullandi vandræðum vegna óheiðarleika í fréttaflutningi

Taka verður undir með Sigmundi Davíð að ýmsir hafi farið hamförum í útúrsnúningum vegna skattamála þeirra hjónanna og umfjöllunar vegna úrskurðar ríkisskattstjóra og Yfirskattanefndar vegna þeirra mála.

Við lestur á úrskurði Yfirskattanefndar sést glögglega að allar eignir eiginkonu Sigmundar Davíðs hafa samviskusamlega verið taldar fram á skattframtölum þeirra hér á landi, en hins vegar voru þær allar færðar sem eign á persónulegu framtali þeirra í stað þess sem réttara hefði verið að tilgreina þær á sérstöku eyðublaði samkvæmt svokölluðum CFC reglum.

Það að ekki hafi verið farið eftir CFC reglum breytir það ekki þeirri staðreynd að engar tilraunir voru gerðar til að stinga eignum undan skatti, eða reynt að blekkja skattyfirvöld á nokkurn hátt.  Úrskurður ríkisskattstjóra staðfestir að ekkert tilefni væri til að beita viðurlögum, kærum eða sektum vegna skattskilanna enda ekkert verið undan dregið þó ekki hefðu verið notuð rétt eyðublöð við skattuppgjörin.

Allir sem eitthvað hafa komið nálægt skattskilum fyrirtækja vita að þau geta verið mikill frumskógur og oft koma upp álitamál um hvernig skal fara með hin og þessi atriði og hvernig álagningu skatta skat hagað.  Skattstjórar og ríkisskattstjóri hafa alls ekki alltaf rétt fyrir sér um túlkun skattalaga og því kemur oft og iðulega til kasta Yfirskattanefndar til að skera úr um álitamálin.  Ef allt væri slétt, fellt og auðskilið í skattalögum þyrfti hvorki löggilta endurskoðendur til að vinna að flóknustu framtölunum né Yfirskattanefnd til að dæma í ágreinisngsmálum.

Fréttastofu RÚV tókst ekki einu sinni að fá Indriða G. Þorláksson til að segja í viðtali að um eitthvað misjafnt hefði verið að ræða í skattskilum Sigmundar Davíðs og Önnu, eiginkonu hans, og hvað þá að um lögbrot hefði verið að ræða.  Þar með hlýtur að teljast að fokið sé í flest eða öll skjól fyrir fréttastofuna.

Rétt er að taka fram að skrifari þessara orða hefur aldrei kosið Framsóknarflokkinn eða Sigmund Davíð og mun ekki kjósa Miðflokkinn í komandi kosningum.


mbl.is „Fara hamförum í útúrsnúningum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband