Átakanleg saga af kerfi Dags og félaga í Reykjavík.

Félagslega kerfið í Reykjvíkurborg er í molum, eins og allir vita sem vita vilja, en átakanlegri lýsingu á samskiptum við fulltrúa kerfisins en fram kemur í viðtalinu við Aldísi Steindórsdóttur er varla hægt að ímynda sér.

Lýsing hennar á baráttunni við embættismenn Reykjavíkurborgar er svohljóðandi í Mogga dagsins:

„Ég hef ekki tölu á þeim fundum og viðtölum sem ég hef farið í út af húsnæðismálum pabba á þessum tveimur árum,“ segir Aldís. „Ég heyri yfirleitt sömu setningarnar, sömu stöðluðu svörin, en enginn býður upp á neinar lausnir.“

Hún segist hafa þurft að bíða lengi eftir að fá viðtal við umboðsmann borgarbúa, hún hafði samband í janúar og fékk boð um viðtal í byrjun apríl. Þar bað hún hann að hafa milligöngu um að hún fengi að ræða við yfirmenn á velferðarsviði borgarinnar. Því var hafnað, þar sem umboðsmaðurinn átti að vera milliliður á milli hennar og sviðsins. „Ég er semsagt að tala við einn embættismann sem síðan segir öðrum embættismanni allt það sem ég segi. Eru þetta góð vinnubrögð?“ spyr Aldís.

Um miðjan febrúar síðastliðinn óskaði hún eftir að fá að hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að ræða málefni föður síns, ekki var orðið við þeirri beiðni en henni boðið í staðinn að ræða við framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem fer með málefni Steindórs. Við tók nokkurra vikna bið eftir því samtali. „Því miður var ekki mikið annað rætt þar en að svona væri staðan bara, því miður.“

Ýmsir aðrir hafa kvartað yfir samskiptum sínum við embættismannakerfi Dags B. Eggertssonar og nægir að benda á að verktakar eru nánast búnir að gefast upp á að reyna að hafa samskipti við kerfið, sem þeir lýsa svo seinvirku og flóknu að jafnvel taki allt upp í þrjú ár að koma byggingaframkvæmdum af stað í borginni.

Lýsingin á þrautagöngunni um félagslega kerfið er hins vegar átakanlegt og svo lygilegt að erfitt er að ímynda sér hvernig í ósköpunum hægt er að koma svona fram við fólk í neyð.


mbl.is Geðfatlaður og býr í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband