Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Afturgöngupólitík

Píratar mælast stærsti stjórnmálaflokkur landsins fjórða mánuðinn í röð samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.  Skoðanakannanir annarra aðila hafa sýnt svipaðar niðurstöður, þannig að óhætt er að taka það trúanlegt að þriðjungur þjóðarinnar telji að þarna sé um alvörustjórnmálaflokk að ræða.

Ennþá eru tæp tvö ár til Alþingiskosninga og margir halda að þegar á hólminn verði komið muni Pírarar ekki uppskera neitt í líkingu við það sem kannanir núna sýni, enda hafa fæstir tekið þennan stjórnmálaflokk alvarlega hingað til.  

Þegar framboð "Besta flokksins" undir forystu Jóns Gnarrs byrjaði sína herferð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og fékk svipaðar undirtektir í skoðanakönnunum og Pírararnir eru að fá núna, datt engum alvarlega hugsandi manni í hug að slíkt grín gæti haldist fram að kosningum og hvað þá fram yfir þær.

Svo fór þó að Gnarristarnir fengu mest fylgi í borgarstjórnarkosningunum og foringinn var gerður að borgarstjóra í skjóli Samfylkingarinnar.  Strax kom í ljós að hann réð alls ekki við starfið, enda var flestum skyldum embættisins komið yfir á aðra og þá ekki síst embættismenn borgarinnar og svo ótrúlega sem það hljómar datt engum í hug að efna til mótmæla vegna þessara stjórnarhátta.

Með hliðsjón af reynslunni frá borgarstjórnarkosningunum og kosningasigri Gnarrista skulu menn búa sig undir stórkostlegarn kosningasigur Pírata í næstu Alþingiskosningum, þannig að næsta ríkisstjórn verði leidd af Birgittu Jónsdóttur.  Þó engum detti í hug að hún muni ráða við það starf mun það væntanlega ekki slá á fylgi flokks hennar, frekar en að vanhæfni Jóns Gnarr til stjórnunar yrði því framboði til trafala.

Dellustjórnmál eru gengin aftur meðal þjóðarinnar.  Sennilega dóu þau þó aldrei, þó þetta virki sannarlega eins skelfilega og svæsnasti draugagangur.


mbl.is Píratar enn stærstir í könnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband