Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Kvennaþing í tvö ár og karlaþing í önnur tvö

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varpaði fram þeirri hugmynd á Alþingi, að því er virðist í fullri alvöru, að í næstu kosningum yrði einungis kosnar konur til þingsetu og ættu þær að sitja í tvö ár, þ.e. frá 2017 - 2019.

Með þessari tilraun vill hún komast að því hvort það sé satt að konur stjórni öðruvísi en karlar.  Til þess að fá endanlega úr því skorið hlýtur hún að vilja taka skrefið til fulls og láta einungis kjósa karla til að sitja á Alþingi næstu tvö ár eftir kvennaþingið. Öðruvísi yrði aldrei hægt að fullyrða neitt um hvort stjórnarhættirnir væru mismunandi, því í tillögunni hlýtur að felast að það sé blöndun kynjanna á Alþingi sem skapi eintóma upplausn og óstjórn bæði á þinginu og í landinu í heild.

Án þess að nenna að fletta því upp gerir stjórnarskráin líklega ráð fyrir að kosið sé til fjögurra ára í senn til Alþingis, þannig að Ragnheiður verður að byrja á að berjast fyrir stjórnarskrárbreytingu til að koma þessari stórkostlega skemmtilegu hugmynd sinni í verk.

Annars er miklu líklegra að Ragnheiður sé einfaldlega húmoristi, þó svona húmor gæti misskilist af mörgum, enda hefur baráttan undanfarin ár snúist um jafnrétti kynjanna og samvinnu þeirra á öllum hugsanlegum sviðum mannlífsins.

Óneitanlega er alltaf gaman að góðu gríni, ekki síst frá þingmönnum sem yfirleitt eru þekktir fyrir flest annað en að skemmta þjóðinni.


mbl.is Sérstakt kvennaþing árið 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband