Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Króna, Drakma, Evra

Allir helstu efnahagssérfræðingar og Árni Páll, viðskiptaráðherra, að auki, viðurkenna að sjálfstæður gjaldmiðill hafi bjargað því sem bjargað varð við bankahrunið í október 2008 og hafi í raun bjargað því að ekki varð algert efnahagslegt hrun hér á landi í framhaldinu, en nægir eru þó erfiðleikarnir samt.

Einstaka Samfylkingarmaður hefur þó reynt að halda því fram, að afleiðingar hrunsins hefðu orðið minni hefðu Íslendingar haft evruna sem gjaldmiðil, en sú röksemd varð þó að engu þegar fjárhagserfiðleikar hvers evruríkisins á fætur öðru urðu óyfirstíganlegir og ESB, Seðlabanki Evrópu og AGS þurftu að ausa stjarnfræðilegum upphæðum til björgunarstarfa í þessum ríkjum.  Nægir að nefna Grikkland, Írland, Spán og Portúgal í þessu sambandi, en fleiri evruríki eiga eftir að bætast í þennan hóp innan tíðar.

Fram að þessu hafa forystumenn ESB algerlega hafnað því, að björgunaraðgerðir einstakra ríkja gætu falist í því að ríkin segðu sig frá evrunni og tækju upp sinn eigin gjaldmiðil til þess að eiga möguleika á að bjarga efnahag sínum frá endanlegu hruni.

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, hefur séð sig knúna til að tjá sig opinberlega um gjaldmiðil Grikklands vegna fjárhagserfiðleika landsins og sagði m.a:  "Sá möguleiki að Grikkland yfirgefi evruna er núna á borðinu sem og leiðir til þess að framkvæma það. Annað hvort náum við samkomulagi við skuldunauta okkar um áætlun sem fela mun í sér erfiðar fórnir eða við tökum aftur um drökmuna."

Að sjálfögðu þýðir þetta á mannamáli, að annaðhvort afskrifi lánadrottnar skuldir gríska ríkisins svo um muni, að öðrum kosti neyðist Grikkir til að taka upp sinn gamla gjaldmiðil, sem þeir geti sjálfir gengisfellt að þörfum eigin hagsmuna, en ekki eftir hagsmunum Þýskalands og Frakklands.

Hvenær ætli íslenskir ESB og evrusinnar sjái ljósið? 


mbl.is Grikkir gætu þurft að hætta með evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn um einkavæðingu bankanna

Hér með tek ég mér Bessaleyfi til að "stela" eftirfarandi tveim svörum sem sett voru inn á bloggsíðu Páls Vilhjálmssonar, blaðamanns, þar sem hann er að fjalla um áhrif og samstarf Baugs við Samfylkinguna.

Þessum athugasemdum er "stolið" og þær settar hér inn fyrst og fremst fyrir sjálfan mig til þess að hafa þær aðgengilegar, enda stórfróðleg samantekt í svari Guðmundar 2 Guðmundssonar við ruglinu í Jónasi, einhverjum.

Hér koma þessar athugasemdir:

"Engin þjóð getur búið við það að einkafyrirtæki vaði uppi einns og Björn lýsir, því hefðu Björn og Davíð á að beita sér fyrir lagasetningu til að taka á samkepni og eignarhaldi á bönkum, En þeir gerðu það ekki, sennilega vegna þess að þá hefðu þeir skaðað vini sína í Sjálfstæðisflokknum. Ef þessar samsæriskenningar standast, þá er Björn að lýsa eigin vanhæfni.
Jonas kr (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:18"

"Jónas, þekkir væntalega ekki söguna eins og hún er rétt hvers vegna hugmyndir Davíðs um max 3 - 8% eignarhlut eins eða tengdra aðila í einkavæðinu bankanna á sínum tíma náði ekki fram að ganga, og snýr því að sið Baugsfylkingarmanna uppá einkavinavæðingu sjalla, án þess að hafa hugmynd um hvern flokk hann aðhyllist. Sannleikurinn er allt annar, þar að segja ef hann má skemma fyrirtaks samsæris og lygatilbúnað hatursmanna Davíðs og Sjálfstæðisflokksins.

En lítum á hvernig Baugsfylkingarframmámenn þess tíma tóku á þessum málum, varðandi hugmyndir ljóta kallsins á að dreifð eignaraðild upp á mest 3 - 8% yrði skilyrt. Hvernig þeir báru fyrir sig og hygluðu einkavinum sínum og báru meðal annars við að EES/ESB heimilaði ekki slík inngrip og skilyrði.:

1. Telur að lög stæðust ekki ákvæði EES-samningsins. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra telur enga þörf á að sett verði lög sem tryggi dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum.:

"Ég tel að þetta sé umræða sem við erum búin að taka. Við leystum það mál með annars konar löggjöf sem varðar eftirlit með virkri eignaraðild og ég tel það vera þá aðferð sem rétt sé að beita í þessum efnum. Þar að auki er ég þeirrar skoðunar að dreifð eignaraðild með einhverjum ströngum takmörkunum standist ekki ákvæði Evrópska efnahagssvæðisins. Það er þess vegna tómt mál að tala um það, segir Valgerður."

2. Föstudagurinn 13. ágúst, 1999 – Ritstjórnargrein Morgunblaðið.:

"Nú bregður hins vegar svo við, að Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins og fyrrverandi bankamálaráðherra, kveður upp úr með það í samtali við Dag í gær, að þetta sé ekki hægt. Í viðtalinu segir formaður Alþýðuflokksins m.a.: "Ég hef ekki trú á því, að gerlegt sé að setja lög til að tryggja dreifða eignaraðild, sem halda þegar fram í sækir. Ég er alveg viss um, að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefði aldrei orðað þessa lagasetningu ef þeir sem eru að kaupa fjórðung í FBA væru honum þóknanlegir. Ég tel, að þetta tal forsætisráðherra um lagasetningu sé sprottið af því að hann vilji setja lög sem banni Jóni Ólafssyni í Skífunni að kaupa hlutabréf.

"Málflutningur sem þessi er formanni Alþýðuflokksins og öðrum helzta forystumanni Samfylkingarinnar ekki sæmandi. Í samtali við Morgunblaðið 8. ágúst árið 1998 eða fyrir u.þ.b. tólf mánuðum sagði Davíð Oddsson m.a.: „Sumar þjóðir hafa það reyndar svo, að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild einstakra aðila má vera í bönkunum. Ég hygg að það sé til að mynda þannig í Noregi. Það má vel vera að slíkt gæti verið skynsamlegt að gera einnig hér á landi. A.m.k. er ekki æskilegt að menn hafi á tilfinningunni, að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði stefnu banka, en almenn arðsemissjónarmið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps."

Og í sama viðtali segir.: „Davíð sagði, að þó nú sé tízka að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilar, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis."

"Á að skilja vanhugsaðar yfirlýsingar formanns Alþýðuflokksins svo, að honum sé meira í mun að reyna að koma höggi á Davíð Oddsson en að taka þátt í því að tryggja að bankakerfi landsmanna lendi ekki í höndum örfárra manna? Er það að verða ein helzta hugsjón Alþýðuflokksins?"

3. „Í sama tölublaði Dags segir einn af þingmönnum Samfylkingarinnar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, aðspurð um dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum.: „Það held ég að verði mjög erfitt og nánast ekki hægt. Verðbréfamarkaðurinn á Íslandi er frjáls og tilraunir til að tryggja dreifða eignaraðild eða aðrar hömlur í þá veru myndu leiða til þess, að hlutur ríkisins, það er almennings í fjármálafyrirtækjum eins og til dæmis Fjárfestingarbanka atvinnulífsins myndi lækka stórlega í verði. Greinilegt er þó, að Kolkrabbinn er uggandi yfir stöðu þessa máls.“ Er svo komið fyrir Samfylkingunni, að hún kætist svo mjög ef hún telur að „Kolkrabbinn“ sé uggandi, að hún missi sjónar á því, sem skiptir máli í þessu þjóðfélagi? Eru jafnaðarmenn hættir að hugsa um að skapa jöfnuð meðal þjóðfélagsþegna?

Er það slíkt þjóðfélag, sem Alþýðuflokkurinn og Samfylkingin vilja byggja upp? Er það sá boðskapur, sem þessi stjórnmálahreyfing, sem kennir sig við jafnaðarmennsku, ætlar að halda að þjóðinni á næstu árum? Þau þjóðfélagsátök, sem staðið hafa og standa um kvótakerfið eru hörð en átökin í þjóðfélaginu eiga eftir að harðna mjög, ef einkavæðing ríkisbankanna á að beinast í þann farveg, að menn yppti öxlum og haldi fram þeirri hugsunarlausu klisju, að það sé ekki hægt að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum. Ætlar Samfylkingin að heyja stjórnmálabaráttu sína á næstu árum með það í fyrirrúmi að það sé sjálfsagt og ekkert við því að gera að bankarnir færist á fárra manna hendur? Telur Samfylkingin að sú vígstaða sé vænleg í baráttu við Sjálfstæðisflokk undir forystu Davíðs Oddssonar, sem fylgir fram kröfu fólksins í landinu um dreifða eignaraðild?

Stjórnmálamenn í öllum flokkum eiga nú að taka höndum saman um málefnalegan undirbúning að löggjöf, sem tryggir þau markmið að eignaraðild að bönkunum verði dreifð. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr og ótvíræð og sú afstaða er sérstakt fagnaðarefni fyrir alla þá, sem vilja byggja upp á Íslandi réttlátt og sanngjarnt þjóðfélag."

4. Sunnudaginn 29. ágúst, 1999 – Kaflar úr grein Ellerts B. Schram fyrrum Baugsfylkingarþingamanns í Mbl.:

"Ég verð að játa að ég hef ruglast í hinu pólitíska rími að undanförnu. Það sem snýr upp snýr niður. Og öfugt. Í allri umræðunni um hið dreifða eignarhald á hlutabréfunum í bönkunum hafa jafnaðarmenn fundið það út að jöfnuðurinn sé óframkvæmanlegur. Á sama tíma kemst foringi frjálshyggjuflokksins að þeirri niðurstöðu að þjóðin hafi ekki efni á óheftum markaðslögmálum í hlutabréfaviðskiptum og boðar lög til að takmarka eignarhald. Nú er ég nota bene sammála bæði Davíð og Morgunblaðinu um hættuna sem stafar af sölu ríkisins á sameign þjóðarinnar í stórbönkum og stórfyrirtækjum, ef sú sala leiðir til þess að þessi verðmæti safnist á fárra manna hendur."

5. Pistill eftir Styrmi Gunnarsson.:

"Ekki má gleyma að varðveita á slíkri netsíðu greinar nokkurra helztu andans manna þjóðarinnar, sumra rithöfunda og svonefndra álitsgjafa, sem með einum eða öðrum hætti hafa rekið erindi Samfylkingarinnar og birtzt hafa bæði í Morgunblaðinu og öðrum blöðum á undanförnum árum og eru lærdómsrík áminning um dómgreindarbrest hinna beztu manna.

Og halda ber til haga pólitískri herferð talsmanna Samfylkingar gegn hugmyndum um dreifða eignaraðild að bönkum, sem hófst með sérkennilegum hætti síðla sumars 1999. Af hverju var talsmönnum jafnaðarmanna svo mjög í nöp við þá hugmyndafræði?"

6. Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar).:

"Hæstv. forseti. Í sjálfu sér get ég tekið undir ýmislegt sem fram kom í ræðu hv. þm. En ég held að við setjum ekki í lög ákvæði sem koma í veg fyrir að tekist sé á um völd. Ég get í raun tekið undir það með honum að eitt af því sem hér hefur verið um að ræða eru átök um völd.

Þegar hann talar um dreifða eignaraðild og að ræðurnar hafi snúist um það í tengslum við sölu bankanna þá kannast ég ekki við að svo hafi verið, a.m.k. ekki með þá sem hér stendur. Samkvæmt EES-samningnum gátum við ekki sett í lög að einum aðila væri ekki heimilt að eiga nema eitthvað ákveðið, 10% eða hvað það átti að vera. Það var einfaldlega þannig. Við fórum í mjög mikla vinnu í viðskrn. til að átta okkur á hver væri besta aðferðin við að selja banka. Niðurstaða okkar leiddi til þess að sett voru lög um eftirlit með virkum eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. Það er fyrirkomulag sem við búum við í dag."

7. Mbl. Föstudaginn 22. desember, 2000 – Viðskiptafréttir.:

"EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hefur sent norskum stjórnvöldum formlega tilkynningu varðandi hömlur í norskum lögum um eignarhald í fjármálastofnunum, samkvæmt fréttatilkynningu frá ESA í fyrradag. ESA segir að misbrestur sé á því í Noregi að framfylgt sé ákvæðum 11. greinar tilskipunar EES-samningsins um bankastarfsemi og að lög í Noregi stangist á við ákvæði EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði, þ.e. 40. grein samningsins og tilskipun um fjármagnsflæði.

"ESA telur að ákvæðið um bann við meira en 10% eignarhaldi í fjármálastofnun sé andstætt frjálsu flæði fjármagns og að norsk stjórnvöld geti ekki réttlætt að ekki sé þörf á afdráttarlausri innleiðingu 11. greinar tilskipunarinnar um bankastarfsemi með því að vísa til slíkrar reglu. Þess vegna telur Eftirlitsstofnunin að þessar norsku reglur um frjálst flæði fjármagns séu ósamræmanlegar við reglur EES og að Noregur hafi því ekki tekið upp 11. grein tilskipunar um bankastarfsemi."

8. Sama dag og Ingimundur Friðriksson fyrrum Seðlabankastjóri sendi Jóhönnu afsagnarbréfið birtist á vefsíðu seðlabankans íslensk þýðing á erindi, sem hann ætlaði að flytja þennan sama dag fyrir málstofu, sem ráðgerð var í seðlabanka Finnlands. Erindið ber fyrirsögnina: Aðdragandi bankahrunsins í október 2008. Þar segir meðal annars.:

„Eftir á að hyggja hefði öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir hrun bankanna e.t.v. verið sú að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. þeir fengju ekki að njóta þeirra réttinda sem EES-samningurinn fól m.a. í sér fyrir fjármálafyrirtæki. Þar með hefði Ísland ekki orðið fullgildur þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins. Ég læt öðrum eftir að svara hvort stjórnmálalegur stuðningur hefði verið við hamlandi reglur á bankana á sínum tíma. Hins vegar blasir við að bankarnir nýttu kjöraðstæður til þess að vaxa hraða en langtímaforsendur reyndust til eins og mál skipuðust.“

Hafa skal það sem sannara reynist...!!!

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 21:12"

Skammtímaminni manna og áróður Baugs- og Samfylkingarfólks hefur nánast tekist að festa lygar og rangtúlkanir í huga þjóðarinnar, þannig að nú orðið eru flestir farnir að halda að ósannindin séu staðreyndir varðandi aðdraganda einkavæðingar bankanna.

Taka ber undir með Guðmundi, að rétt sé að hafa það sem sannara reynist.

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1169400/


Aftur til fortíðar með fiskvinnsluna?

Ríkisstjórnin hefur eftir langa yfirlegu, mikið innbyrðis rifrildi jafnt innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra, lagt fram frumvarpsbastarð um stjórnun fiskveiða, sem ekki mun einungis skapa mikinn ófrið um málið til framtíðar, heldur stórskaða atvinnugreinina og afkomu fyrirtækja og starfsmanna innan greinarinnar.

Svokallaðir "pottar" sem sjávarútvegsráðherra ætlar að úthluta og segir að verði notaðir í "félagslegum tilgangi" til að styrkja sjávarplássin, er algert afturhvarf til fortíðar, þegar allar helstu útgerðir landsins voru reknar af sveitarfélögum og ríkissjóði sjálfum.

Allir, sem eitthvað þekkja til þeirrar fortíðar, vita hvernig bæjar- og ríkisútgerðir voru reknar og hvernig afkoma sjávarútvegsins á hverjum tíma réð skráningu gengis krónunnar og á stundum voru fleiri en eitt gegni krónunnar í gangi í einu, eftir því til hvers nota átti þann gjaldeyri sem fyrir krónurnar var keyptur.

Á meðan hefta þarf aðganginn að auðlindinni og skammta aflaheimildirnar getur það aldrei orðið til annars en óhagræðis að fjölga vinnslustöðvum, skipum, verkafólki og sjómönnum sem veiða og vinna þann takmarkaða afla, sem heimilt verður að veiða hverju sinni.

Bæjar- og ríkisútgerðir voru algerlega misheppnað rekstrarform og ekki lofar góðu að nú sé hótað að stór hluti aflaheimildanna eigi að notast í "félagslegum tilgangi".

Atvinnureksturinn í kommúnistaríkjunum var og er rekinn í "félagslegum tilgangi".

Það er varla fyrirmynd fyrir atvinnulífið á Íslandi á 21. öldinni.


mbl.is Stærri en norðlenskar útgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar ráðleggja björgunarsveitunum

Til allrar hamingju fyrir íbúa hamfarasvæðanna vegna eldgossins eru ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson komnir austur til að ráðleggja björgunarsveitum og öðrum skipuleggjendum og starfsfólki hjálparstarfs um hvernig að haga beri aðgerðum á svæðunum.

Í fréttinni kemur fram m.a: "Ráðherrarnir munu í dag kynna sér aðstæður á hamfarasvæðinu og m.a. funda með vettvangsstjórn aðgerða á Kirkjubæjarklaustri."  Vonandi verður þessi fundur með ráðherrunum gagnlegur fyrir vettvangsstjórnina og hún læri eitthvað um hvernig aðstoðar- og björgunarstörfum skuli hagað við þær erfiðu aðstæður sem við er að glíma á hamfarasvæðinu.

Þó ljótt sé að hafa svona mál í flimtingum verður þó að meta ráðherrunum það til tekna, að strax fór að draga úr gosinu eftir að þeir mættu á svæðið.

Vonandi lofa þeir þó ekki íbúunum að ríkisstjórnin muni "slá skjaldborg" um heimili þeirra og bújarðir, því reynsla landans af slíkum loforðum er vægast sagt hræðileg.

Hugur landsmanna allra er hjá fórnarlömbum hamfaranna og vonir um að þessum hörmungum fari senn að linna.  

Er þar að sjálfsögðu átt við eldgosið en ekki ráðherraheimsóknina. 


mbl.is Ráðherrar kynna sér aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að endalokum VG

Flokksráðsfundur VG um helgina virðist ætla að sýna sig að vera upphafið að endalokum VG sem stjórnmálaflokks. Allt púður var úr formanni flokksins og óánægja og samstöðuleysi áberandi meðal fundarfulltrúanna.

Annað sem styður þá kenningu að endalokin séu skammt undan kristallast í þessari setningu í fréttinni af fundinum: "Þá telja VG-félagar sem rætt var við í gær að valdabarátta sé í uppsiglingu innan VG um það hver eigi að taka við af Steingrími J. Sigfússyni, þegar hann hættir sem formaður flokksins. Eru þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir taldar vera þeir tveir kandídatar sem helst muni berjast um tignina."

Helsti stuðnings- og baráttumaður fyrir því að Svandís verði næsti formaður er faðir hennar Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir Icesave I og þeirra hörmunga sem leiða átti yfir þjóðina með því að keyra þann samning í gegnum þingið, án þess að þingmenn fengju svo mikið sem að fá að sjá hann eða lesa.

Verði Svavari að þeirri ósk sinni að troða dótturinni í formannsstólinn í VG, þegar að því kjöri kemur, mun flokkurinn springa í loft upp með miklu brauki og bramli og syrgjendur verða fáir við útförina.

Með kosningu Katrínar yrðu lífdagarnir eitthvað talsvert fleiri og andlátið miklu hægara og friðsælla, en eftir sem áður er flokkurinn kominn að fótum fram og ólíklegt að hægt verði að bjarga lífi hans úr þessu.

 


mbl.is Talið er að formannsslagur í VG sé hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20% lífvera þekkt á jörðinni - hvað um alheiminn?

Árlega uppgötvast fjöldi áður óþekktra lífvera á jörðinni, svo sem bakteríur, plöntur, skordýr og jafnvel ný tegundarafbrigði spendýra. Meðal tíu merkustu uppgötvana síðasta árs á þessu sviði eru ný tegund kakkalakka, sjálflýsandi sveppur, ryðétandi baktería, risablóðsuga og antilópa.

Í viðhangandi frétt um málið segir m.a: "Vísindamenn telja að allar þær tegundir sem hafa uppgötvast og verið skráðar frá árinu 1758 séu aðeins um 20% þeirra plantna og dýra sem eru til á jörðu. „Það er raunhæft að áætla að enn eigi eftir að skrá, nefna og flokka um 10 milljón tegundir. Fyrr getum við ekki öðlast til fullnustu skilning á margbreytileika lífríkisins.""

Samkvæmt þessu er óralangt þangað til vísindindamönnum tekst að skilja lífið og tilveruna á jörðinni fullkomlega og því verður að telja, að í raun og veru sé ennþá til þess að gera lítil þekking á því sem lifir og hrærist á þessari agnarsmáu plánetu, sem er ekkert nema rykkorn í alheiminum.

Þrátt fyrir þessa takmörkuðu vitneskju um það sem hrærist í eigin ranni, telja ýmsir sig þess umkomna að halda því fram að hvergi í hinum víða alheimi hrærist nokkurt lífsmark af nokkru tagi og að mannskepnan sé fullkomnasta fyrirbæri sem fyrirfinnist, þó þegar þekkt sólkerfi skipti tugum- eða hundruðum þúsunda og þá eingöngu þau talin sem hægt er að greina með fullkomnustu sjónaukum sem hægt hefur verið að smíða og koma á braut um jarðkúluna og hennar allra næsta nágrenni.

Það skyldi þó aldrei vera, að jörðin og það líf sem þar þrífst, þ.m.t. mannskepnan, sé hreint ekki það merkilegasta sem fyrirfinnst í óravíddum geimsins.


mbl.is 80% tegunda heims enn óþekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fangelsi strax og mál upplýsast

Harkan í fíkniefnaheiminum virðist fara sívaxandi hér á landi og fantaskapurinn við innheimtumál í þeirri veröld slíkur, að með sama áframhaldi getur hann varla endað nema á einn veg, þ.e. með dauða skuldarans.

Glæpaklíkur sýnast einnig vera að hreiðra um sig í landinu í æ meiri mæli og hrottaskapur innan þeirra og ekki síður á milli slíkra hópa eykst með ári hverju og er það þróun sem lögreglan óttast einna mest um þessar mundir, enda klíkufélagar farnir að gagna um vopnaðir og beita þeim hver á annan og ekki síður við innheimtur fíkniefnaskulda.

Við handrukkun er oft beitt mikilli hörku og virðast glæpamennirnir lítið óttast að verða gripnir fyrir slíkt athæfi, enda er þeim alltaf sleppt að yfirheyrslum loknum, enda játa þeir oftast glæpi sína því þá "telst málið vera upplýst". Síðan líða mánuðir og ár þar til dæmt er í slíkum málum og þar á eftir hefst bið eftir afplánun, sem dregist getur mánuðum saman til viðbótar og jafnvel fallið algerlega niður vegna fyrningar.

Brýnt er að koma upp stóru fangelsi, þannig að svona glæpalýð þurfi ekki að sleppa lausum að yfirheyrslum og játningum loknum, heldur verði hægt að færa hann beint fyrir dómara og þaðan í umsvifalausa afplánun fangelsinsdóma.

Svona hrottalegum glæpum fækkar ekki nema úrræði séu fyrir hendi til að taka hrottana umsvifalaust úr umferð.


mbl.is Börðu mann með járnstöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesaveniðurstaðan veitir fordæmi

Spánverjar hópast þessa dagana á torgum ýmissa borga landsins og mótmæla því hvernig óráðssía banka- og fjármálamógúla er látin bitna á skattgreiðendum og benda á Ísland sem fyrirmynd vegna afstöðu almennings og yfirvalda varðandi bankahrunið, sem íslensk útrásar- og bankagengi ollu.

Í viðhangandi frétt vekur eftirfarandi sérstaka athygli í ummælum Elenu Guijarra Garcia, sem bjó á Íslandi um þrettán ára skeið: "Greinilegt sé samt að Ísland sé fyrirmynd, þó hún sé einfölduð, enda sé ímynd landsins mjög jákvæð, ekki síst eftir að Icesave lögunum var hafnað. Elena segir Spánverja almennt líta svo á að Íslendingar séu eina þjóðin sem hafi spyrnt við fæti og neitað að láta allt yfir sig ganga."

Af þessum orðum sést, að spádómar um að neitun íslenskra skattgreiðenda á því að taka á sínar herðar ábyrgð og kostnað vegna ævintrýramennsku Landsbankamafíunnar við öflun rekstrarfjár fyrir bankann og þá auðróna sem honum tengdust, en almenningur tengist ekki neitt eða bar ábyrgð á.

Víðar en á Spáni hafa skattgreiðendur tekið afstöðu Íslendinga sér til fyrirmyndar og gera nú sömu kröfur um að þeim sem bankakerppunni í þeirra heimalöndum ollu, verði sjálfir dregnir til ábyrgðar á gerðum sínum og látnir svara til saka fyrir þær.

Þrátt fyrir þann misskilning Spánverja að íslenskir bankamenn sitji flestir í tugthúsi nú þegar, eru miklar líkur á að svo verði áður en yfir lýkur og þegar sér fyrir endann á erfiðum og tímafrekum rannsóknum á misgjörðum þeirra.


mbl.is Spánverjar „eru Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gáfuleg tekjuskipting

Eftir áralanga smíd frumvarpa um nýtingu sjávaraudlindarinnar, hefdi verid haegt ad aetlast til ad ríkisstjórninnni hefdi átt ad takast ad koma fram med frumvarp sem vit vaeri í, en thvi midur virdist thad hafa verid algerlega óraunhaefar vonir, eins og raunin hefur verid med adrar framkvaemdir og tillogur thessarar stjórnar.

Ad láta sér detta í hug ad skattleggja sjávarútveginn um tugi milljarda og láta svo tekjurnar eingongu renna til theirra sveitarfélaga sem liggja ad sjó og ekki einu sinni skipta theim jafnt nidur thar, er algerlega út í hott og fáránleiki hugmyndarinnar kristallast í eftirfarandi athugasemd Fjármálaráduneytisins um thessar tillogur:

"Á sama hátt kynnu að vakna spurningar um hvort t.d. auðlindagjöld, sem lögð væru á vatnsafls- eða jarðhitavirkjanir, ættu fremur að renna til sveitarfélaga þar sem svo vill til að orkuvinnslan er staðsett, eða hvort skattar af veltu af verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu ættu að renna til þeirra sveitarfélaga en ekki annarra, eða að eldsneytisgjöld af umferð á höfuðborgarsvæðinu ætti ekki að renna til að fjármagna samgöngumannvirki sem staðsett væru í öðrum landshlutum."

Segir thetta ekki allt sem segja tharf um thessar ótrúlega vanhugsudu tillogur?


mbl.is Í bága við stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóri vitkast

Taka ber undir fognud Honnu Birnu vegna ummaela borgarstjóra um ad hinn nýji meirihluti hafi tekid vid svo gódu búi og ad stada borgarinnar sé svo sterk ad haegt sé ad laekka útsvarid, eda a.m.k. draga til baka thaer haekkanir sem Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa dembt á borgarbúa.

Thetta er líklega thad allra fyrsta af viti, sem frá borgarstjóranum hefur komid á thví ári sem lidid er frá kosningu hans og mikid fagnadarefni ad slíkum áfanga skuli nú vera nád.

Batnandi manni er best ad lifa og vonandi mun eitthvad fleira skynsamlegt hrjóta af vorum borgarstjórans ádur en kjortímabilinu líkur.


mbl.is Fagnar ummælum borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband