Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Kjósa aftur eða hætta alveg við annars

Gunnar Helgi Kristinsson, álitsgjafi Samfylkingarinnar, lét hafa það eftir sér í kvöldfréttur RÚV að réttast væri að skipa þá 25 sem efstir urðu í hinum ólöglegu Stjórnlagaþingskosningum, í stjórnarskrárnefnd sem falið yrði að leggja tillögur að nýrri stjórnarskrá fyrir Alþingi.

Þetta er sama tillaga og Jóhanna Sigurðardóttir var búin að nefna sem eina af þeim leiðum sem til greina kæmu í stöðunni og því þarf engan að undra að Gunnar Helgi stingi upp á þessu líka, því hann myndi aðspurður um pólitísk málefni aldrei nokkurn tíma láta neitt frá sér, nema vera viss um að Jóhönnu líkaði við það.

Þar sem kosningarnar hafa verið dæmdar ólöglegar var enginn frambjóðendanna kosinn löglega til að fjalla um stjórnarskrána og því væri alger fjarstæða að tilnefna þá af Alþingi með lögum, eins og ekkert hefði í skorist og fara þannig í kringum Hæstaréttardóminn.

Það væri lítilsvirðin við þjóðina að fara slíkar bakdyraleiðir til að komast út úr klúðrinu sem ríkisstjórnin kom sér í með ótækum og óvönduðum vinnubrögðum við lagasetninguna um Stjórnlagaþingið og ekki síður framkvæmdina við kosningarnar.

Eigi að reyna aftur að koma á Stjórnlagaþingi, verður það ekki gert nema með nýjum og löglegum kosningum. Allt annað er lítilsvirðing við lýðræðið.


mbl.is Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna biðjist afsökunar og lausnar

Þjóðin á inni afsökunarbeiðni frá Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir sína hönd, ríkisstjórnarinnar og þeirra embættismanna sem önnuðust framkvæmd Stjórnalagaþingskosninganna, en á allri framkvæmdinni ber Jóhanna höfuðábyrgð, sem forsætisráðherra, þó öll stjórnin sé þar samsek og fleiri ráðherrar hafi sýnt þjóðinni frámuna dónaskap eftir uppkvaðningu dómsins, t.d. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra.

Bæði hafa þau sýnt fádæma hroka eftir að Hæstiréttur dæmdi kosninguna ógilda og sá fáheyrði atburður var orðinn staðreynd, að í fyrsta skipti í mannkynssögunni hefðu almennar kosningar á vesturlöndum verið með þeim eindæmum, að ágallar þeirra væru ekki einn og ekki tveir, heldur sjö og það svo alvarlegir að kosningin stæðist engar vestrænar kröfur um slíka framkvæmd.

Strax eftir að Jóhanna verður búin að biðjast afsökunar á þessu dýra og skammarlega kosningaklúðri á hún að fara til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sína hönd og ríkisstjórnarinnar og boða síðan til kosninga umsvifalaust og láta sjá svo til, að þær standist lög.

Geri hún hvorugt, kemur hún Íslandi og Íslendingum í flokk með þriðja heims ríkjum í huga þróaðra þjóða.  Þá verður farið að kalla Ísland "bananalýðveldi" með réttu.


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna án stjórnar á sjálfri sér

Jóhanna Sigurðardóttir, sem á að stjórna ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum, missti gjörsamlega stjórn á sjálfri sér og hugsunum sínum við dóm Hæstaréttar um að lög og framkvæmd gæluverkefnis hennar stæðust ekki skoðun og því dæmdist kosningin til Stjórnlagaþings löglaus og ómarktæk.

Í stað þess að viðurkenna klúðrið, reyndi Jóhanna í mikilli geðshræringu að kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig fór, enda flokkurinn "skíthræddur" við einhverjar breytingar á stjórnarskránni, sem Jóhanna lét sig dreyma um að Stjórnlagaþingið myndi leggja fyrir Alþingi og mun þá hafa átt við "þjóðareign" á auðlindunum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar alltaf stutt, en Jóhanna var alls ekki með sjálfri sér og gerði því engan mun á réttu og röngu í seinni ræðu sinni á Alþingi í dag.

Sú ræða var Jóhönnu til enn meiri minnkunnar en hún hefur orðið sér áður og ef til vill stjórnast það af því, að hún gerir sér fulla grein fyrir því að nú sé í raun ekkert annað fyrir hana að gera en að segja af sér og boða til kosninga.

Forsætisráðherra, sem ekki hefur stjórn á sjálfum sér, verður að víkja og það strax.


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna vill stýra bananalýðveldi

Víða í þróunarríkjum fara kosningar þannig fram að engum dettur í hug að taka þær alvarlega, enda eru lög um framkvæmd þeirra iðulega stórgölluð og ríkjandi stjórnendur láta starfsmenn sína svindla með kosninganiðurstöðurnar þannig að niðurstaða kosninga verði alltaf í samræmi við vilja valdhafanna.  

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir skipað sjálfri sér í hóp slíkra ráðamanna, sem hagræða kosningum eins og þeim sýnist og Íslandi þar með í hóp bananalýðvelda, sem enginn mun taka mark á framar, taki Alþingi ekki fram fyrir hendur Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar varðandi niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti kosninganna til stjórnlagaþings.

Jóhanna lýsir því blákalt yfir að með einhverjum ráðum verði að komast fram hjá niðurstöðu Hæstaréttar og koma niðurstöðu kosninganna í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum og væntanlega mun hún ekki láta lög og reglur standa í vegi fyrir því, frekar en fyrri daginn.

Viðhangandi frétt endar svo: "Sagði Jóhanna að forsætisnefnd Alþingis verði að fjalla um málið og leita yrði allra leiða til að tryggja að stjórnlagaþingið verði haldið.. Ýmislegt kæmi til greina, svo sem hvort setja ætti lög sem heimiluðu að Alþingi kysi 25 fulltrúa á stjórnlagaþing, hugsanlega þá sömu sem kosnir voru í nóvember."

Það næsta sem hlýtur að gerast í þessu máli er að Jóhanna fari strax í fyrramálið á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og í framhaldi af því verði boðað til kosninga til Alþingis.

Ríkisstjórn, sem við tekur eftir þær kosningar, tekur síðan væntanlega ákvörðun um það, hvort kjósa skuli nýtt stjórnlanaþing.  Verði það niðurstaðan verður að ætlast til þess að lögin þar um standist. 

 


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt klúður - ríkisstjórnin ábyrg

Mesta klúður í samanlagðri stjórnmálasögunni er orðin staðreynd með þeim dómi Hæastaréttar að kosningin sem fram fór til Stjórnlagaþings sé ógild vegna annmarka á framkvæmdinni.

Stjórnlagaþingið var eitt af gæluverkefnum ríkisstjórnarinnar og hún var búin að hafa tæp tvö ár til undirbúningsins og kosnaðurinn við undirbúninginn, framkvæmd kosninganna og þinghaldið sjálft, sem átti að hefjast eftir þrjár vikur, hefur hlaupið á hundruðum milljónum króna.

Annað eins kjaftshögg hefur stjórnsýslu landsins aldrei verið gefið og ábyrgðina ber Jóhanna Sigurðardóttir, sem hlýtur að verða búin að panta viðtal við forsetann fyrir kvöldið, til þess að segja af sér forsætisráðherraembættinu og óska eftir nýjum kosningum.

Flótlega eftir þær kosningar þarf síðan að stefna ýmsum ráðherrum stjórnarinnar fyrir Landsdóm vegna allra þeirra afglapa, sem einkennt hafa störf þeirra.


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikann í dagsljósið strax

Upp er komin ákaflega undarleg staða vegna símtals sem þeir áttu sín á milli seðlabankastjórar Íslands og Englands í októberbyrjun árið 2008 og segir Davíð Oddson, þáverandi seðlabankastjóri Íslands, að Mervyns Kings, bankastjóri Englandsbanka, hafi sagt að Icesaveskuld Landsbankans yrði látin niður falla, færi Landsbankinn á hausinn.

Nú harðneitar Kings að hafa látið þau orð falla, en virðist ekki hafa vitað að til væri upptaka af samtalinu og þegar það kom í ljós hafnar hann með öllu að útskrift af samtalinu verði birt opinberlega og ber við að rædd hafi verið ýmis viðkvæm málefni hinna og þessara bankastofnana.

Að sjálfsögðu þyrfti ekki að birta eitt eða neitt um annað en það sem sagt var um Icesave og hlýtur það að veikja málstað Kings verulega að þora ekki að gefa heimild til að sá hluti samtalsins verði birtur. Fjárlaganefnd Alþingis fékk að lesa úrdrátt úr símtalinu á fundi í kvöld og segja fulltrúar nefndarinnar að innihaldið hafi verið "áhugavert", en því miður séu þeir bundnir trúnaði um það.

Þetta er algerlega óviðunandi fyrir almenning í landinu og það allra minnsta sem fulltrúar hans á Alþingi geta gert, er að upplýsa hvor fer með rétt mál, Davíð eða Kings, því annaðhvor hlýtur að segja ósatt og þjóin á fullan rétt á að vita hvor þeirra það er.

Það er alger lágmarkskrafa að þeir þingmenn sem lásu úrdráttinn í kvöld, hunskist til þess strax í fyrramálið að varpa endanlegu og réttu ljósi á málið og kveða niður allar sögusagnir í eitt skipti fyrir öll.


mbl.is Fengu að sjá samtal Davíð og Kings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ hörfar af hólmi kjaraviðræðna

ASÍ sýndi þann fádæma ræfildóm í dag að hlaupast frá samræmdum kjarasamningum og láta samningana í hendurnar á einstökum sérsamböndum og félaga, sem að sjálfsögðu mum tefja alla samningagerð og gera hana miklu flóknari en ella.

Þetta gerir ASÍ vegna þess að sambandið treystir sér ekki til að styðja þá sjálfsögðu kröfu SA að grundvöllur atvinnuveganna verði tryggður, ekki síst sjárvarútvegsins sem haldið er í spennitreyju ríkisstjórnarinnar vegna venjulegs ósamkomulags þar á bæ um öll mál, sem varða heill lands og þjóðar.

Ekki er hægt að gera þá kröfu til fyrirtækja í sjárvarútvegi að þau geri samninga til langs tíma án þess að hafa hugmynd um hvaða framtíðargrundvöll til starfsemi sinnar stjórnvöld ætla að búa þeim í framtíðinni varðandi kvótamálin.

Ríkisstjórnin á leik og ætti auðvitað að standa við gerða samninga í þessu efni, en að ætlast til slíks er líklega of mikil tilætlunarsemi, miðað við fyrri gerðir þeirrar ólánsríkisstjórnar sem landsmenn þurfa að búa við um þessar mundir.

Því fyrr sem hún hrökklast frá, því betra.


mbl.is Viðræðum um samræmda launastefnu hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að setja stefnuna á 7. sætið

Miðað við gengi landsliðsins á móti Spánverjum þarf að setja liðinu ný markmið á Heimsmeistaramótinu.

Óraunhæft er að setja markið hærra en á sjöunda sætið og þar með möguleika á að spila um sæti á næstu Ólimpíuleikum.

Ef það takmark næst, verður liðið að hafa meira úthald en núna til þess að ná viðunandi árangri þar.

En: ÁFRAM ÍSLAND.


mbl.is Hræðilegur fyrri hálfleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildar- og aðlögunarviðræður eru ekki það sama

Með falskri spurningu um hvort fólk sé sátt við aðildarviðræður við ESB fæst falskt svar, því þá reikna aðspurðir með að um sé að ræða skuldbindingalausar viðræður, svona til að "sjá í pakkann" og svo verði hægt að ákveða síðar hvort fólk vilji þiggja innihaldið eða ekki.

Ef hins vegar væri spurt um stuðning við það sem er í gangi af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar, þ.e. aðlögunarferli Íslands að regluverki væntanlegs stórríkis ESB er nánast víst að stuðningur svarenda í þannig könnun yrði þveröfugur við það sem falsspurningin gaf.

Á meðan ríkisstjórnin, með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar, heldur áfram að blekkja þjóðina með hreinum lygum um það sem fram fer í slíku aðlögunarferli, er ekki nema von að svona niðurstöður sjáist í skoðanakönnunum.

Hins vegar er athyglisvert að þjóðin skuli ekki vera farin að sjá í gegn um blekkingarnar því meira að segja forkólfar ESB viðurkenna að um aðlögun sé að ræða, en ekki sakleysislegar athugunarviðræður.


mbl.is Meirihluti vill halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave í skiptum fyrir ráðuneyti?

Ögmundur Jónasson var harður andstæðingur þess að gengið yrði að fjárkúgunarkröfum Breta, Hollendinga og ESB vegna Icesave og hætti meira að segja sem ráðherra frekar en að samþykkja afarkostina eins og Jóhanna og Steingrím J.

Á ýmsu hefur gengið síða það var og m.a. hefur þjóðin algerlega hafnað því að gerast skattaþrælar þessara erlendu kúgara, en skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur J. vinna ennþá í þágu kúgaranna og gegn þjóð sinni og vilja með öllum ráðum koma fjárkúgunarkröfunni á þjóðina og réttlæta það með því, að tekist hafi að kría út afstlátt og þar með sé þetta hálfpartinn bara fjárkúgun á útsöluverði.

Nú segist Ögmundur ætla "að óbreyttu" að samþykkja þessa fjárkúgun, en muni þó skoða málið fram á síðustu stundu, eða allt fram að atkvæðagreiðslu í þinginu. Um leið lætur hann það koma fram, að hann sé nú ekki sammála því að leggja niður Sjávarútvegsráðuneytið og fella það undir Atvinnuvegaráðuneyti, sem aftur myndi kosta Jón Bjarnason ráðherrasæti.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort niðurstaða ríkisstjórnarinnar og villikattanna í VG að "best fyrir þjóðina" verði að samþykkja fjárkúgunina og ekki síðra verði að halda sjálfstæðu Sjávarútvegsráðuneyti með Jón Bjarnason í þeim ráðherrastóli áfram.

Önnur eins hrossakaup hafa nú farið fram áður milli ríkisstjórnarflokkanna.


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband