Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Rólegheit á Alþingi

Þingfundur var felldur niður í gær vegna þess að Viðskiptanefnd þingsins ákvað að skoða fleiri gögn sem tengjast málefninu.  Þar með voru engin mál til þess að ræða á löggjafarþingi Íslendinga, þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu og allir bíði spenntir eftir "björgunarpakkanum".

Í dag er þingfundur og seðlabankafrumvarpið tekið af dagskrá aftur og svo einkennilega vill til að ekki eitt einasta mál nýju ríkisstjórnarinnar er á dagskrá.  Eina stjórnarfrumvarpið sem er til umræðu í dag er frumvarp um  "Uppbyggingu og rekstur fráveitna" og var það frumvarp lagt fram fyrir áramót af umhverfisráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar.  Önnur mál sem eru á dagskrá eru frumvörp og þingsályktunartillögur þingmanna og eru fæst alveg ný af nálinni.

Frá því að "aðgerðaríkisstjórnin" komst til valda hefur ekki ein einustu lög tekið gildi og engar hugmyndir hennar fyrir hendi fyrir þingið að ræða um.  Ef einhver þingmaður dirfist að hafa sjálfstæða skoðun á verkum "aðgerðarstjórnarinnar" er hann úthrópaður sem svikari og handbendi Sjálfstæðisflokksins eða sem ennþá hryllilegra er:  Vinur Davíðs Oddssonar.

Svo er talað um að efla þingræðið á kostnað ráðherraræðisins. 


mbl.is Seðlabankafrumvarp tekið af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkefnalaust þing

Alveg er óskiljanlegt að þingfundur í dag skuli vera boðaður með nánast sömu dagskrá og í gær, en þá var ekkert mál tekið fyrir vegna tafa á seðlabankafrumvarpsbastarðinum.  Ef ekki tekst að snúa upp á hendina á Höskuldi framsóknarmanni, þannig að hann snúist heilhring í afstöðu sinni, verður eitthvað lítið til að ræða um á þinginu í dag.  Getur það verið að ríkisstjórnin eða þingið hafi engin mál til að fjalla um á þessum síðustu og verstu tímum?  Hvar eru öll bjargráðafrumvörpin?  Þetta er til háborinnar skammar fyrir þing og ríkisstjórn.

Þetta kallar maður að taka málin "almennilegum vettlingatökum".


mbl.is Seðlabankalög á dagskrá þingsins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkstjóraraunir

Nú þykir mér týra tíkarskarið.  Hafa stjórnmálaflokkarnir og hver álitsgjafinn af öðrum hamrað á því undanfarið að efla þyrfti Alþingi og minnka ráðherraræðið í stjórnskipuninni?  Nú þegar undirnefnd Alþingis óskar eftir meiri tíma og upplýsingum til skoðunar á seðlabankafrumvarpsbastarðinum, þá tryllist ríkisverkstjórinn og heimtar skýringar á því sem henni fynnst vera óforsvaranleg framkoma þingsins.

Hitt er einnig óskiljanlegt hvernig þetta seðlabankamál getur tafið ríkisstjórnina í öllum öðrum málum sem hún segist vilja koma í gegnum þingið.  Er ekki hægt að hugsa um nema eitt mál í einu?  Telur ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar kannski að lýðræðisleg vinnubrögð á Alþingi flækist fyrir?

Það er ekki nóg að tala fagurlega um lýðræðið, það þarf að virða það líka.


mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir eða skattar

Nú styttist óðum í kosningar og gylliboð stjórnmálaflokkanna koma fram eitt af öðru.  Hér hefur því verið spáð áður að vinstriflokkarnir muni lofa að gera "allt fyrir alla" í aðdraganda kosninga.  Nú kemur Framsóknarflokkurinn fram með tillögur um að fella niður 20% af íbúðalánum heimilanna og 20% skulda fyrirtækjnna.  Skyldu þeir hafa reiknað út hvað þetta kostar og hvaðan peningarnir eigi að koma?  Varla halda þeir að skuldirnar gufi bara upp, rétt si svona.  Auðvitað myndi ríkissjóður þurfa að taka þetta á sig og eins og hans staða er núna, er sá möguleiki ekki einu sinni fræðilegur.

Þó ríkissjóður gæti tekið á sig þennan fimmtung skuldanna yrði hann ekki greiddur af neinum nema skattgreiðendum framtíðarinnar.  Vinstri menn myndu náttúrlega búa til fallegt slagorð um að þeir myndu láta "breiðu bökin" bera byrðarnar og það hljómar alltaf vel í eyrum almennings, þangað til hann áttar sig á því að það er einmitt almenningur sem er þessu "breiðu bök".

Það er lágmarkskrafa að það sé að minnsta kosti einhver vitglóra í kosningaloforðunum.  Það er ekki hægt að bera hvað sem er á borð fyrir kjósendur.


mbl.is Leggja til 20% niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskynsamleg Álfheiður

Ótrúlegt er að Álfheiði Ingadóttur skuli detta í hug að hún gæti boðað til annars fundar í Viðskiptanefnd Alþingis seinna í dag til þess að fá aðra niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um frumvarpsósómann um seðlabankann.  Dettur henni í hug að Höskuldur Þórhallsson skipti um skoðun á nokkrum klukkutímum?  Þetta er bæði hallærisleg og niðulægjandi afstaða gagnvart þingmanninum.

Þar að auki er það hrein vanvirða við Alþingi að vilja ekki bíða fram eftir vikunni eftir skýrslunni sem unnin er fyrir framkvæmdastjórn ESB um regluverk fjármálamarkaða.  Hvers vegna í ósköpunum vill Smáflokkafylkingin ekki bíða eftir áliti frá átrúnaðargoðum sínum í ESB?

Gæti það verið að eitthvað annað en skynsemi ræki ríkisstjórnarflokkana áfram í þessu seðlabankamáli?


mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og kreppan

Nú þegar efnahagskreppan dýfkar í ESB löndunum kemur æ betur í ljós að evran er alls ekki neinn bjargvættur, eins og heittrúaðir ESB sinnar í Smáfokkafylkingunni reyna að koma inn hjá íslendingum.  Eistrasaltslöndin eiga í miklum erfiðleikum með gjaldmiðla sína bundna við Evruna og landsframleiðsla dregst hratt saman um alla Evrópu.  Lönd, sem eru með Evru sem gjaldmiðil, s.s. Írland, Spánn, Ítalía o.fl. eru að kikna undan fastgenginu og ekki ótrúlegt að þau taki aftur upp sinn gamla gjaldmiðil. 

Fljótandi gengi krónunnar mun hjálpa íslendingum að komast hraðar upp úr öldudalnum en flestum þeim löndum sem hafa tengst Evrunni og hafa ekki þann sveigjanleika sem krónan gefur okkur.

Þegar ESB sinnum gekk ekkert með áróður sinn fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, var baráttuaðferðinni breytt og áróðrinum breytt á þann veg að krónan væri ónýtur gjaldmiðill og öll landsins vandamál myndu leysast við upptöku Evru.  Þessi áróður virkaði um tíma, en nú fer að koma í ljós að þessi áróður stenst ekki nánari skoðun.

Það er ekki krónan og ekki verðtryggingin, sem er vandamálið, heldur verðbólgan og hún hverfur ekki sjálfkrafa þótt tekin verði upp Evra. 


mbl.is Gjá á milli stærstu ESB-ríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnir á Landspítala

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra vildi fara þá leið að sameina sjúkrastofnanir og skera þar með niður í yfirstjórnum, þ.e. fækka forstjórum og öðrum stjórum, en vernda almenn störf á spítulunum.  Þá fann Ögmundur Jónasson því allt til foráttu og taldi þær aðgerðir árás á heilbrigðiskerfið.

Fyrsta verk Ögmundar í ráðuneytinu var að afturkalla þessar aðgerðir og í staðinn þarf nú að grípa til uppsagna almennra heilbrigðisstarfsmanna.  Það hljóta að hafa verið betri "fyrstu aðgerðir" að fækka í hópi smákónga í kerfinu, því það hefði gefið mun betri tón fyrir framhald þess niðurskurðar sem óhjákvæmilegur er á næstu árum í heilbrigðiskerfinu.

Smáskammtalækningar duga skammt, það verður að fara fram heildaruppstokkun á öllu skipulagi innan heilbrigðisgeirans og uppræta í eitt skipti fyrir öll það sjálftökukerfi smákónga, sem þar hefur byggst upp.

Það kemur vel á vondan að Ögmundur skuli þurfa að standa frammi fyrir þessu.  Hann hefur aldrei mátt heyra minnst á nokkrar breytingar á þessu sviði.


mbl.is Uppsagnir fyrirhugaðar á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskur(apa)byltingin

Það er aumkunarvert að sjá myndirnar af Öskurbyltingarsinnunum veifandi bjórdósum við varðeldinn á Lækjartorgi á Laugardagskvöldi.  Nafnið á byltingarsamtökum stúdenta "Öskra" er afar lýsandi fyrir málstaðinn.

Sorglegt, hvernig komið er fyrir háskólasamfélaginu þegar svona skríll er farinn að skreyta fíflalætin með tilvísun til "menntunar" sinnar.


mbl.is Friðsælt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úttekt séreignarlífeyris

Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar er ekki annað að sjá en jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé brotin gróflega, því í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að rétturinn til að nýta sér heimildina til úttektar á allt að einni milljón króna á tímbilinu 01/03 - 31/10 2009, skuli ekki skerða réttindi til barna- og vaxtabóta og ekki skerða heldur atvinnuleysisbætur, sjá frumvarpiðFólk þarf ekki að vera í sérstökum fjárhagsvanda til þess að fá þessa heimild til úttektar á sparnaðinum, heldur eiga þetta að vera almenn réttindi.

Ekki verður þetta skilið á annan hátt en þann, að þeir sem nú þegar hafa byrjað mánaðarlega úttekt á séreignarsparnaði sínum njóti ekki þeirra fríðinda að fá a.m.k. óskertar vaxtabætur, en fæstir þeirra eru líklega með ung börn á framfæri, en gætu skuldað umtalsverðar upphæðir í húsnæði.  Ekki hafa þeir heldur rétt til atvinnuleysisbóta vegna lífeyristeknanna. 

Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að ekki sé reiknað með því að þeir sem ekki eigi í fjárhagsvanda muni notfæra sér þessa heimild.  Það er líklega mikill misskilningur, vegna þess að allir sem eiga séreignarsparnað hljóta að sjá sér hag í því að taka út milljón á þessu tímabili, vegna þeirra réttinda til óskertra bóta sem þetta veitir þeim.

Þetta er enn eitt dæmið um hroðvirknisleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og ber vott um að mál séu ekki hugsuð til enda, áður en þau eru lögð fram.

Nær hefði verið að láta þessi fyrirhuguðu lög ná eingöngu til þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðislána, og láta þá séreignarlífeyrissparnað þeirra ganga til lækkunar á skuldahöfuðstól og þá sérstaklega þeirra einstaklinga sem ekki eru í verulegri hættu á að verða gjaldþrota hvort sem er.


Seðlabankafrumvarpið

Meirihluti viðskiptanefndar hefur nú afgreitt seðlabankafrumvarpið með svo miklum breytingum frá upphaflegu frumvarpi, að í raun er nánast um nýtt frumvarp að ræða.

Þetta sýnir hversu hroðvirknislega Jóhanna "verkstjóri" vann að málinu, enda lá henni svo mikið á að ná sér niðri á Davíð Oddssyni, að enginn tími eða vinna var lögð í málið.  Ekki fékkst heldur uppgefið á sínum tíma hverjir hefðu sett frumvarpið á blað, eða hvort nokkur sérfræðingur hefði verið spurður álits.

Ekki er þetta eina dæmið um vanhugsaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, heldur er hroðvirknin einkennandi um öll hennar verk.  Næsta frumvarp sem þarf að endurskoða frá grunni er fyrirhuguð lagasetning um úttektir úr séreignalífeyrissjóðum, en þar er ekki gætt jafnræðis með lífeyrisþegum og það stenst væntanlega ekki stjórnarskrá.

"Aðgerðastjórnin" fer ekki gæfulega af stað og svo er hætta á að líf hennar verði framlengt í aprílkosningunum.


mbl.is Hafi próf í hagfræði eða tengdum greinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband