Er hægt að treysta Ólafi Ragnari?

Á þessu bloggi hefur því verið haldið fram, að þrátt fyrir þessa einstöku áskorun, muni forsetinn staðfesta lögin um niðurfellingu allra helstu fyrirvarana við þrælasamninginn um skuldir Landsbankans.

Nú hefur Ólafur Ragnar síðasta tækifærið á sínum ferli, til þess að standa með þjóðinni gegn undirlægjuhætti ríkisstjórnarnefnunnar, því ef hann staðfestir lögin, þvert gegn vilja 70% þjóðarinar, mun hann ekki eiga sér viðreisnar von í embætti og gæti eins sagt af sér strax.

Ólafur Ragnar á afar auðvelt með að segja lítið, með miklu orðskrúði og verður fróðlegt að heyra ræðuna, sem mun fylgja ákvörðun hans um staðfestinguna, því afar ólíklegt er að hann gangi gegn fyrstu hreinu vinstri stjórn landsins, sem hann er guðfaðir að, vegna baktjaldamakks síns við stofnun hennar.

Nú er spurt:  Er hægt að treysta Ólafi Ragnari Grímssyni.

Það hefur yfirleitt ekki verið hægt hingað til.


mbl.is Afhenda forseta undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvernig færðu það út að 50 000 séu 70 prósent af þjóðinni ??????????

Sigurður Helgason, 2.1.2010 kl. 11:46

2 identicon

Ég hef þá trú að Ólafur, lurkur lýðræðisins, muni ekki samþykkja lögin. Eftir að hafa hlýtt á ræðu hans í gær þá er þetta mín staðföst trú. 

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:57

3 identicon

Það var niðurstaða úr skoðanakönnun að 70% þátttakanda séu á móti Iceslave. Ég skil hreinlega ekki hvaða hálfvitar kjósa með þessu ofbeldi. Við eigum aldrei að sætta okkur við að borga fyrir þessa björgólfsfeðga sem eru án nokkurs vafa mestu glæpahundar í Íslandssögunni.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:57

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þú getur treyst honum 100%, hann verður ekki búinn að klára þetta þegar hann fer til Indlands, eða var það ekki Indland og handhafarnir klára málið á meðan.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2010 kl. 12:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, það hefur komið fram í fleiri en einni skoðanakönnun, að 70% þjóðarinnar er andvíg þrælasamningnum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2010 kl. 12:00

6 Smámynd: Sigurður Helgason

já rétt hjá þér Svafar, það var í þeirri skoðanakönnun, var úrtakið ekki 1000 mans tekið af félagaskrá sjálfstæðisflogsins

Sigurður Helgason, 2.1.2010 kl. 12:04

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, þessi seinni athugasemd þín er vægast sagt ómerkileg.  Hingað til hefur niðurstöðum Gallup verið treystandi og úrtakið tekið úr þjóðskrá. 

Það er að vísu rétt, að æ stærri hluti þjóðarinnar er að snúast á sveif með Sjálfstæðisflokknum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2010 kl. 12:09

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Og getur Samfylkingin og Vinstri grænir spurt sig, afhverju eykst fylgi sjálfstæðisflokksins?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2010 kl. 12:27

9 Smámynd: Sigurður Helgason

Axel það held ég að sé ekki rétt hjá þér, hef kosið hann Davíð alla tíð og er skráður í flokkinn var orðin efins með norðmanninn, værukær og sofandi við stjórn, en Bjarni,

þar fórum við sjálfstæðismenn alveg með það,

Nafnið mitt er líka á þessum lista sem er á BESSASTÖÐUM og hef ég aldrei skrifað undir hann, verið trúverðugir svo hægt sé að taka mark á ykkur, 

Sigurður Helgason, 2.1.2010 kl. 12:29

10 Smámynd: Sigurður Helgason

já Högni og vinsælasti maður þjóðarinnar er hver, samkvæmt nýrri könnun,

er nokkuð að marka þá könnun frekar en hinar eða hvað????????????????????

Sigurður Helgason, 2.1.2010 kl. 12:33

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er hissa á að það mælist ekki 100% andstaða við að borga Icesave skuldbingar. Gamalt orðatiltæki segir að það þurfi oft að gera fleira en gott þykir. Ekki fáum við þjóðaratkvæði um hvort að gjaldþroti seðlabankans verði velt yfir á fólkið í landinu að borga.

Finnst einhverjum það sanngjarnt að almenningur í Hollandi og Bretlandi borgi lágmarkstryggingu innistæðueigenda vegna falls íslensks banka? Við höfðum fyrir um áratug tekið upp tilskipun EES um ábyrgð heimalands á lámarkstryggingum vegna bankastarfsemi í öðrum löndum.

Þar að auki höfðu fjármálaeftirlit í löndunum tveimur boðið íslenskum stjórnvöldum að breyta Icesave í dótturfélög sem þá hefði leitt til þess að fallið með sínum afleiðingum hefði ekki lent á íslenska ríkinu. En hrokinn og græðgin blindaði mönnum sýn. Fyrir það þurfum við að borga.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2010 kl. 12:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, samkvæmt þrælalögunum er ætlast til að Íslendingar borgi meira en lágmarkstrygginuna, en hún er 20.807 Evrur, en Bretar og Hollendingar greiddu út miklu hærri upphæð en það.

U.m.b. 45% af því, sem innheimtist af eignum Landsbankans mun ganga til Breta og Hollendinga og um 55% til Íslendinga.  Ef aðeins væri greidd lágmarkstryggingin og allar innheimtanlegar eignir bankans gengju til greiðslu hennar, væri ekki um neitt vandamál að ræða.

Það, sem ekki innheimtist upp í kröfur Breta og Hollendinga, mun því lenda á íslenskum skattgreiðendum og í því er óréttlaætið fólgið.

Auðvitað á að borga það, sem borga ber, en Bretar og Hollendinga ættu sjálfir að bera það, sem þeir greiddu umfram það.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2010 kl. 13:41

13 Smámynd: Sigurður Helgason

Get verið sammála þér um það Axel,

En er það hækt,,,,,,,

Sigurður Helgason, 2.1.2010 kl. 14:03

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Margir virðast halda að þetta snúist allt um lágmarkstrygginguna, en svo er nefninlega alls ekki.

Að skella þeirri upphæð, sem Bretum og Hollendingum þóknaðist að greiða sínu fólki, umfram lágmarkstrygginguna, er kúgun af hálfu þessara þjóða og því hefur viljandi verið leynt fyrir íslenskum skattgreiðendum af hálfu stjórnvalda.  Þau tala alltaf um að standa við skuldbindingar þjóðarinnar, en með Svavarssamningnum var samið um miklu meira en það.

Ef það hefði ekki verið gert, væri málið miklu auðveldara viðfangs.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2010 kl. 14:12

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hef hvergi séð að við eigum að borga eftir dutlungum breta og hollendinga. Hef hvergi séð annað en að þetta snúist um lágmarkstryggingu sparífjáreigeigenda. Geturðu bent á einhverja heimild til að rökstyðja þessa staðhæfingu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2010 kl. 19:14

16 Smámynd: Sigurður Helgason

þarna sjáið þið, hvernig á svona meðal háiviti eins og ég að skilja þetta,hver hefur nú rétt fyrir sér, eða níst þetta bara um völd eins og alltaf

Fjórar útgáfur frá fjórum flokkum ,hvað hefur breyst kannski ekkert, eru Íslendingar þrátt fyrir allt ,,,,,,,,,,

BARA HEIMSK ÞJÓÐ????????????????  

Sigurður Helgason, 2.1.2010 kl. 19:42

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hún á allavega ekki að hafa kosningarétt, Sigurður.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2010 kl. 20:41

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt þeim spám að 95% innheimtist af útistandandi kröfum Landsbankans, sem áætlaðar eru tæpir 1.300 milljarðar króna, þá er sagt að "einungis" 75 milljarðar lendi á ríkissjóði, að viðbættum c.a. 300 milljarða króna vaxtagreiðslum.

Heildarupphæðin sem Íslendingar eiga að greiða, er um 692 milljarðar króna, þannig að mismunatalan, um 500 milljarðar hljóta þá að ganga til Breta og Hollendinga, umfram þær 20.808 Evrur sem lágmarkstryggingin er.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2010 kl. 23:54

19 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sér ekki ríkissjóður eða skilanefnd ekki um að gera upp og selja eignir Landsbankans óháð Icesave?

Er lánið sem við tökum og ríkisábyrgðina þarf fyrir ekki til að endurgreiða þau útgjöld Breta og Hollendinga sem þeir hafa lagt út (20.808 Evrur á reikning) vegna tryggingasjóðs sparífjáreigenda?

Hef hvergi séð þetta sett upp með þeim hætti sem að þú gerir. Það er óþarfi að gera "samsærið" stærra og verra en það er í raun. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.1.2010 kl. 02:07

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta kemur skýrt fram á island.is, t.d undir liðnum tölur, sjá hérna

Þar segir m.a:  "Innistæðueigendur eða þeir sem hafa borgað út innistæður eru forgangskröfuhafar og munu fyrirsjáanlega fá drjúgan hluta af sínum kröfum endurgreiddar úr búinu. Ef eitthvað verður eftir af eignum í búi Landsbankans þegar innistæðueigendur  og aðrir forgangskröfuhafar hafa fengið sitt rennur það til almennra kröfuhafa."

Áður hafði komið fram að:  "Við uppgjör þrotabús Landsbankans mun koma í ljós hversu hátt hlutfall fæst upp í forgangskröfur, þ.e. kröfur vegna innstæðna."

Þetta verður ekki misskilið.  Það sem innheimtist umfram lágmarkstrygginguna, rennur óskipt til Breta og Hollendinga, enda hafa ekki aðrir greitt út ínnistæður.

Axel Jóhann Axelsson, 3.1.2010 kl. 07:07

21 Smámynd: Jón Óskarsson

Sigurður ef þú ert á listanum gegn þínum vilja þá er minnsta málið fyrir þig að láta strika þig þar út.  Auk þess er listinn ekki bara 50.000 manns heldur afhentur með yfir 56þúsund gildum nöfnum og á aðeins 2 sólarhringum skrifuðu yfir 20þúsund manns sig á listann.  Ég held að enginn hafi nennt að eyða áramótunum í að falsa slíka lista, heldur skrifuðu margir sig á þennan lista eftir að Alþingi Íslendinga brást þeim. 

Hvernig Gallup velur á lista til að hringja út þekki ég ekki en ég hef aldrei talið ástæðu til að vantreysta þeim þó svo mér finnist almennt að það mætti að skaðlausu hafa samband við ívið stærri hóp þegar skoðanakannanir eru framkvæmdar yfirleitt.

En gagnrýnin sem hefur verið á lista sem tugir þúsunda manna hafa sett nafn sitt á er með ólíkindum og hreinlega óskiljanleg.

Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband