Ótrúlega lélegir málafylgjumenn

Samkvæmt svörum við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi um framgöngu ráðherranefnanna í sambandi við öflun stuðnings við málstað Íslands vegna þrælakúgunar Breta og Hollendinga á íslenskum skattgreiðendum, þá hefur ekki tekist að afla Íslandi stuðnings frá einu einasta ríki í veröldinni.  Að vísu sýndu Færeyingar velvild sína í garð þjóðarinnar, en það var án þess að Össur eða Jóhanna töluðu nokkuð við þá, líklega sem betur fer.

Fram kemur að Jóhanna, forsætisráðherralíki, hafi talað við tvo til þrjá aðila, en það var löngu eftir hún og félagar höfðu selt þjóðina í ánauð til bretanna og hollendinganna, svo þá var líklega ekki aftur snúið, hvort eð var.

Össur, utanríkisgrínari, segist hings vegar hafa farið víða og blaðrað mikið, eða eins og segir í fréttinni:  "Utanríkisráðherra greinir frá því að hann hafi fundað um Icesave með 21 evrópskum utanríkisráðherra, þremur þjóðhöfðingjum og þrettán sendiherrum."  Þetta eru samtals 37 fulltrúar erlendra þjóða, sem grínistinn hefur spjallað við, án nokkurs einasta árangurs.

Líklegast er, að erlendir aðilar taki ekki nokkurt einasta mark á þessu fólki, frekar en fólk gerir hérlendis.

Þar fyrir utan hafa þeir ekki heldur skilið húmor utanríkisgrínarans, enda er um slíkan einkahúmor að ræða, að maðurinn ætti ekki möguleika á að vinna fyrir sér, sem uppistandari.


mbl.is Undarlega lítill kraftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú sennilegast að Össur hafi verið að sækja um jobb fyrir sjálfan sig !

Hann verður atvinnulaus í næstu kosningum, og verður í hópi þess liðs sem verður ekki vært að búa á landinu í þó nokkur ár !

Kannski vinur hans JÁJ reddi honum, svona til að endurgreiða greiðana !

afb (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 12:45

2 identicon

Alltaf er Moggabloggið að verða ómerkilegra, eftir þvi sem fleiri flýja það.

Gjörspillt helmingaskiptaregla íhalds og framsóknar keyrði  þjóðfélag okkar í þrot.

Halda íhaldsmenn á blogginu virkilega að þeir sem nú stjórna og eru að reyna að moka flórinn, séu óþjóðhollir landráðmenn? Halda þeir að íhaldsmenn hefðu náð betri samningum um ICESAVE? Halda þeir að með því að hamra nógu oft á einhverju bulli, að þarmeð verði það að sannleika? Íhaldsmenn reyna að tengja Bónus við Samfylkinguna og þegar þeir eru spurðir hver þau tengsl séu, segja þeir alltaf að Baugur hafi styrkt Samfylkingina. Það er rétt ,en Baugur styrkti alla stjórnmálaflokka, en íhaldið mest. Einn nafnleysinginn hérna segir að Jón Ásgeir eigi inni greiða hjá Össuri.

Gaman væri að fá smá skýringu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 23:38

3 identicon

Mér skjöplaðst aðeins.

Auðvitað var ég að spyrja hvaða greiða Össur eigi inni hjá Jóni Ásgeiri!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú ert með einhverjar óþarfa áhyggjur af blogginu, því það lifir góðu lífi og hefur sjaldan verið blómlegra, en einmitt núna í seinni tíð.

Íhaldsmenn hefðu alls ekki getað gert lélegri samning um skuldir Landsbankans, en þessi volaða ríkisstjórn gerði, Alþingi reyndi að bæta, en volaða ríkisstjórnin er nú að falla frá þeim fyrirvörum, sem eitthvert hald hefði getað verið í.  Samningurinn er svo ótrúlega lélegur og alls ekki byggður á tilskipunum ESB og ekkert tillit tekið til Brusselviðmiðanna, sem Ingibjörg Sólrún samdi um.  Það þarf ekki Íhaldsmenn til að halda því fram, því Ingibjörg Sólrún segir þetta sjálf.

Hvað varðar fullyrðingar einhverra nafnleysingja á blogginu um Bónus og Samfylkinguna, þá verður ekki svarað fyrir þá hér.  Hérna er bloggað undir fullu nafni, en oft koma inn huglausir nafnleysingjar með athugasemdir hingað inn og er þeim svarað, svo lengi sem þeir eru málefnalegir.  Það verður hins vegar ekki sagt um þetta innlegg þitt.

Axel Jóhann Axelsson, 23.12.2009 kl. 23:55

5 identicon

Þú segir að mitt innlegg sé ómálefnalegt.

Vinsamlegast útskýrðu það.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 00:17

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú ásakar Íhaldsmenn um að hamra á einhverju bulli um þrælasamninginn, án þess að útskýra í hverju bullið er fólgið.

Ekki komst þú heldur með eina einustu röksemd fyrir þeirri skoðun þinni, að það ætti að samþykkja þessa ánauð.

Það getur varla talist málefnalegt.

Axel Jóhann Axelsson, 24.12.2009 kl. 00:42

7 identicon

Röksemdafærsla er ekki þín sterka hlið Axel.

Ég spurðim hvort íhaldsmenn mundu hafa ná betri samningi um ICESAVE.

Þú virðist ekki hafa hugmynd um hvað bæði Davíð og Geir voru búnir að segja í því sambandi

Endurtekna bullið sem ég var að tala um, var samband Baugs og Samfylkingar.

Það er greinilegt að álit mitt á mogga blogginu er rétt. Á hverjum einasta degi flýja menn þaðan.

Enda er þetta Moggablogg að verða  aðalathvarf ofstækisfullra íhaldsmanna, sem neita að horfast í augu við hverjir settu þjóðfélag okkar í rúst.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 01:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svavar, taktu bjálkann úr auganu og lestu aftur svarið í athugasemd númer sex.

Þú svarar engu um rök þín fyrir samþykkt ánauðarsamningsins.

Segðu okkur svo, hvort lokasetningin þín í athugasemd nr. 7, lýsi ekki þínum eigin fordómum, hatri og ofstæki út í náungann.

Axel Jóhann Axelsson, 24.12.2009 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband