Ótrúleg staða Ölgerðarinnar

Ölgerðin hefur starfað í tæplega hundrað ár og margar framleiðsluvörur hennar orðnar samgrónar þjóðarsálinni og nægir það að nefna hinn ómissandi jóladrykk, Malt og Appelsín.

Að svo gamalgróið fyrirtæki skuli skulda 15,3 milljarða, er nánast ótrúlegt, eftir svo langan rekstur, en virðist skýrast að stórum hluta af "skuldsettum yfirtökum" og nýlegum byggingaframkvæmdum.

Þegar fyrirtæki er keypt með "skuldsettri yfirtöku" hækka ávallt skuldir fyrirtækisins sjálfs, vegna þess að "kaupendurnir" leggja nánast ekkert eigið fé í "kaupin", heldur er fyrirtækið sjálft látið taka lán og í raun fjármagna "kaupin" á sjálfu sér.

Þetta er aðferðin, sem útrársrgarkar og aðrir fjármálamógúlar hafa notað á undanförngum árum, ásamt því, að berstrípa fjárhag hins "keypta" fyrirtækis með ótrúlegum arðgreiðslum til sjálfra sín.

Af þessum sökum eru öll helstu fyrirtæki landsins "tæknilega gjaldþrota" og sum reyndar meira en tæknilega gjaldþrota, því mörg hver hafa, eða eru við það að leggja upp laupana.

Eftir tæplega hundrað ára starfsemi er eigið fé Ölgerðarinnar aðeins 135 milljónir, en viðskiptavild færð til eignar upp á sjö milljarða.  Í raun má því segja, að eigið fé fyrirtækisins sé neikvætt um tæpa sjö milljarða.

Þetta er ömurleg meðferð á gömlu og grónu fyrirtæki.  Sömu meðferð hafa flest gömul og fyrrum vel rekin fyrirtæki fengið og nægir þar að nefna Icelandair, Eimskip og Sjóvá.

Það hefur sannast rækilega, að þessir fjármálamógúlar hafa haft lítinn tilgang með brambolti sínu, annan en arðinum, sem þeir gátu sogað út úr fyrirtækjunum.


mbl.is Ölgerðin skuldar 15,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Að skulda þessa upphæð er auðvitað stórkostlegt, en það gleymist alveg að tala um hvort reksturinn (EBITDA) sé góður? Mörg íslensk fyrirtæki eru að fara á höfuðið vegna skuldsetningar í erlendri mynt ekki vegna þess að reksturinn sé slæmur.

Að segja upp 40 manns er leið til að auka lausafé fyrirtækisins og því þá væntanlega varið til niðurgreiðslu skulda sem eru í skilum, ef marka má orð forstjórans.  

Guðmundur Björn, 4.12.2009 kl. 08:23

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Axel.Ég tek undir skrif þín,þau segja söguna,eins og hún er.Það má telja fleiri stöndug og rótgróin fyrirtæki,sem hafa lent í höndum þessara manna,og eru að lenda í rúst.Fleiri eiga eftir,að koma í ljós.

Þau hafa verið keypt fyrir fé,sem hafa fengist að láni,með veði í fyrirtækjunum sjálfum.Arður tekinn út áður en blekið hefur þornað á kaupsamningum.

Mér hugsað til þeirra,sem seldu þessum siðlausu mönnum fyrirtæki sín,sem þeir hafa byggt upp,með þrautseigu og dugnaði á langri ævi.Auðvitað fengu þeir feiknalegar fjárhæðir fyrir,en skyldu þeir ekki hafa einhver samviskubit yfir því,er þeir sjá hvað kaupendur hafa getað rústað fyrirtækinu,á stuttum tíma og sjá starfsmenn,sem hafa þjónað þeim til margra ára,verða sagt upp störfum.Menn sem eru komnir á seinni hluta starfsævi,og eiga því engan kost að fá aðra vinnu.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.12.2009 kl. 12:00

3 identicon

Skv. fréttinni var eigið fé fyrirtækisins 135 milljónir (sem er nánast ekki neitt miðað við aðra þætti). Í færslunni þinni stendur "135 milljarðar", það þyrfti að leiðrétta þetta.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Anderson

Einmitt, ég hjó eftir þessu í færslunni þinni.

Ef eigið fé er 135ma.kr þá er 15,3ma.kr skuldir bara hnetur, jafnvel þótt þar af séu 7ma.kr goodwill. En ef félagið skuldar 15,3 og eigið fé er 135m.kr þar sem goodwill er 7m.kr þá er ölgerðin í miklu basli.

Anderson, 4.12.2009 kl. 12:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þakka ábendinguna um að hafa skrifað 135 milljarðar í stað 135 milljóna.  Það munar auðvitað öllu í þessu samhengi, þar sem skuldirnar eru 15,3 milljarðar og "viðskiptavild" 7 milljarðar.  Eins og sagt var áður, er þetta ótrúleg staða á tæplega hundrað ára fyrirtæki.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2009 kl. 13:12

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Í núverandi skattalagabreytingatillögum ríkisstjórnarinnar er ákvæði um takmörkun á frádráttarmöguleika vegna skuldsettrar yfirtöku á félagi.  Skerða á frádráttarmöguleika hjá félaginu sem tekur á sig skuldirnar.   Nýja ákvæðið hljómar svona:

"Vaxtagjöld af skuldum sem færast yfir við samruna þegar um er að ræða vexti af lánum í kjölfar þess að eignarhalds- eða fjárfestingarfélag kaupir meiri hluta
hlutafjár í öðru félagi. Sama á við um vaxtagjöld af lánum sem tekin eru vegna arðgreiðslna. Ákvæði 2. og 3. málsliðar. eiga jafnframt við þegar um endurfjármögnun er að ræða.”

Þetta veldur því að félög sem keypt hafa verið af öðru félagi og félagið sem keypti sameinaðist keypta félaginu og færði skuldir yfir, geta nú ekki lengur fært í bókhaldi sínu fjármagnskostnaðinn sem frádráttarbærann kostnað.   Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hyggjast skattayfirvöld nýta tækifærið strax og endurupptaka skattframtöl allt að 6 ár aftur í tímann og fella niður þessa frádrætti.   Ekki vantar skattagleðina þar á bæ.

Það sem gerist í framhaldinu er að menn hætta að sameina félög og halda fjárfestingarfélaginu sér og róta ekki í efnahag hins keypta félags.  Þannig komast menn hjá skattlagningu og e.t.v. er það líka sanngjarnara eins og sést vel á dæmi Ölgerðarinnar.

Vandamálið er hins vegar að það er  fjöldi fyrirtækja í þessum sporum og ef skattstjóri lætur verða af hótuninni þá munu fjölmörg fyrirtæki verða gjaldþrota sökum þess að þau hafa ekki ráð á að borga þessa skatta aftur í tímann.  Fjármálamógúlarnir sem búnir eru að þurrmjólka fyrirtækin með arðgreiðslum og fleiru sleppa.

Ég hef áhyggjur af síðustu setningu í þessum tillögum þar sem svipta á félög möguleika á að færa sem frádráttarbærann kostnað fjármagnskostnað við endurfjármögnun, en það er það sem félög þurfa á að halda í dag, að endurfjármagna sig.

Hjá fjölmörgum fyrirtækum er fjármagnskostnaður verulega hár hluti heildarrekstrargjalda og því er þarna um mjög alvarlega breytingu að ræða.

Jón Óskarsson, 4.12.2009 kl. 14:30

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, þetta er náttúrlega gjörsamlega glórulaus tillaga og ef þetta nær fram að ganga, þá mun það setja fjöldamörg fyrirtæki á hliðina, ekki síst liðurinn um endurfjármögnunina.

Eins er arfavitlaust, að banna frádrátt vegna skulda félags, sem er sameinað öðru, því oftast kaupa menn fyrirtæki, yfirtaka áhvílandi skuldir og greiða mismuninn á söluverðinu með peningum.  Hin sameinuðu eru þá orðin að einu fyrirtæki, með skuldir beggja félaga til að greiða af og ekkert athugavert við það.

Skuldsetta yfirtakan er kannski annað mál, en þar eru menn í raun að láta fyrirtækið "kaupa" sjálft sig með því að það tekur lán og síðan strippa "kaupendurnir" fyrirtækið af nánast öllu eigin fé í gegnum arðgreiðslu, sem þeir svo koma undan til aflandseyja, með kaupum á hlutafé í gerfifyrirtækjum.

Á svoleiðis hlutum má taka, en ekki er nú víst, að það standist stjórnarskrá, að setja á afturvirk lög, til þess að geta elt menn sex ár aftur í tímann.

Það gengur aldrei, því miður í þessu tilfelli með skuldsettu yfirtökurnar.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2009 kl. 14:48

8 Smámynd: Jón Óskarsson

Já það er eins og með annað í skattatillögunum að þær stjórnast ekki af mikilli skynsemi, frekar eins og um sé að ræða að hefna sín á öllum lögum fyrri ríkisstjórna.

Það á skv. þessu ekki að fella niður allan fjármagnskostnað sem kostnað, heldur annars vegar það sem kemur yfir við skuldsetta yfirtöku og lántökur sem beinlínis hafa verið framkvæmdar til að geta greitt eigendum út arð, þó svo að það hljóti að vera erfitt að sanna það sérstaklega.  En svo er verið að lauma þessu inn með endurfjármögnun og það get ég engan veginn sætt mig við.

Eins vakti það furðu mína þegar Aðalsteinn Hákonarson sem ég hef alltaf haft mikla trú á sem endurskoðanda og ekki þekkt af öðru en góðum verkum, lét hafa eftir sér í vikunni að skattyfirvöld hygðust fara í endurupptöku framtala fyrirtækja vegna þessa ákvæðis.

Það stenst ekki stjórnarskrá og stjórnsýslulög að setja á íþyngjandi skatta aftur í tímann.  Breytingar eru einungis heimilar ef þær eru skattaðila í hag.

Það er líka mjög slæm stjórnsýsla að vera að standa í jafn miklum skattalagabreytingum eins og nú á að gera "korteri" áður en þær eiga að taka gildi.

Eðlileg væri í siðuðu þjóðfélagi að nú væri verið að fjalla um skattalagabreytingar og breytingar á almannatryggingarkerfinu sem taka ættu gildi árið 2011, þannig að fólk og fyrirtæki gætu undirbúið sig undir komandi breytingar.

Jón Óskarsson, 4.12.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband