Skelfileg tilhugsun

Búast má við því, að á næstunni selli á holskefla málsókna á hendur íslenska ríkinu, vegna neyðarlaganna og mun þýski bankinn DekaBank væntanlega verða fyrsti jakinn í því jökulflóði.

Í frétt mbl.is kemur m.a. þetta fram:  "Lögfræðingur, sem er að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans, sagði í samtali við Reuters að það væri „skelfileg tilhugsun“ að fara í mál við ríki þar sem það gæti opnað flóð nýrra krafna á Ísland sem væru miklu hærri en þeir 5 milljarðar punda sem landið skuldaði Bretum og Hollendingum."

Það er skelfileg tilhugsun að íslenska ríkisstjórnarnefnan skuli ætla að veita ríkisábyrgð á skuldum einkabanka og velta þeim yfir á íslenska skattgreiðendur framtíðarinnar.

Jafn skelfileg tilhugsun er, að ríkisstjórnarnefnan skuli ekki a.m.k. fresta afgreiðslu málsins, þar til dómstólar hafa komist að niðurstöðu um, hvort ríkisábyrgðin standist stjórnarskrána.

Þó ólíklegt sé, að íslenskir dómstólar felli neyðarlögin úr gildi, er það skelfileg tilhugsun að íslenska ríkisstjórnin skuli ganga erinda Breta og Hollendina í Icesavemálinu, en ekki sinnar eigin þjóðar.

Íslenska ríkisstjórnarnefnan er "skelfileg tilhugsun".


mbl.is Undirbýr mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þau stóðu sig snilldarlega Geir, Ingibjörg og svo Davíð í Seðlabankanum! Og svo auðvitað hún Þorgerður sem sagði að hagfræðingurinn sem spáði fyrir um hrun bankanna ætti bara að reyna að læra fræðin sín betur!

Mundu að "markaðurinn leiðréttir sig sjálfur!"

Árni Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, ekki er augljós tilgangur þinn með því að reyna að leiða athyglinga frá kjarna málsins, með þessu ótrúlega þreytta gaspri um fólk, sem hafði ekkert með rekstur banka og útrásarfyrirtækja að gera.  Sem betur fer var sósíalisminn ekki á því stigi, þó þróunin til Sovét Íslands sé nú komin á góðan rekspöl.

Það verður væntanlega draumaríki, eða hvað?

Axel Jóhann Axelsson, 29.11.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Elle_

Já, íslenska ríkisstjórnin sjálf er skelfileg, Axel, og nánast allt sem þeir takast á hendur og stjórnarflokkarnir vinna örugglega ekki fyrir okkur.  Og ég man enn eftir þessum orðum Þorgerðar sem Árni lýsir.  Það var minnir mig tengt hagfræðiprófessornum Robert Wade.  

Elle_, 29.11.2009 kl. 19:07

4 identicon

Ekki finnst mér þetta þreytt gaspur hjá Árna. Við megum til með að minna okkur á þetta öðru hverju.

Líkast til verða neyðarlögin samþykkt fyrir rest. Klárleg mismunun á milli þegna landa. Hvernig er það ef að íslenskir dómstólar felli lögin ekki úr gildi, getur þá bankinn áfrýjað til erlendra dómstóla?

bestu kveðjur

einar

Einar T (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband