Batnandi kjör eru eitur í beinum VG

Hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti, bensín- áfengis- og tóbaksgjaldi, virðisaukaskatti, sykurskatti, nýr eignarskattur, stóriðjuskattur, kolefnisskattur, rafmagnsskattur, heitavatnsskattur, hækkun þjónustugjalda hjá því opinbera og allir aðrir skattar og gjöld, sem vinstri menn geta látið sér detta í hug að hækka, eða finna upp, er allt sagt vera gert í nafni jöfnuðar og réttlætis. 

Með því að tönglast á jöfnuði og réttlæti, er reynt að afla fylgis við skattabrjálæðið, því auðvelt er að fá fólk til að samþykkja að láta "breiðu bökin" borga meiri skatta, svo framarlega sem menn halda að þeir sleppi sjálfir.

Nánast allir þeir skattar og gjöld, sem skattabrjálæðisstjórnin fyrirhugar að hækka, lenda alls ekki á "breiðu bökunum" heldur öllum almenningi, sem alls ekki er í stakk búinn til þess að taka þessar hækkanir á sig, eins og ástandið er í þjóðfélaginu.

Nú réttlætir fjármálajarðfræðingurinn niðurfellingu sjómannaafstáttarins með því að kjör sjómanna hafi batnað og því sé nú lag til að afnema þessa 55 ára viðurkenningu á því, að fjarvistir frá heimilum og takmörkuð afnot af þeim gæðum, sem landkrabbar njóta, ásamt framlagi sjómanna til þjóðarbúsins, sé einhvers metin.

Batnandi kjör eru eitur í beinum vinstri manna og allur bati skal hátt skattlagður í anda jafnréttis og jöfnuðar. 


mbl.is Sjómenn búa við betri kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn.  Góður pistill. Þakka þér fyrir.


 Ég var sjómaður í 35 ár. Aldrei hef ég upplifað það að sett væri upp dæmi sem réttlætir það að afnema þennan skattaafslátt, sem hið opinbera hefur í gegnum tíðina seilst í með einum eða öðrum hætti. Það er eitt sem fólk gleymir í þessari jöfnu og það er að sjómenn missa af öllu sem heitir barnabætur og vaxtabætur, vegna tekna sinna, svo fyrir utan þann félagslega þátt sem þeir missa af. Fyrir utan svo ótalmargt sem hægt væri að tíunda.

Ég hefði viljað sjá hróflað við bílastyrk þess opinbera og ferða kostnaði, og þar mætti týna til alskonar bitlinga sem eru að gefa fólki margfalt meira í aðra hönd en sem nemur sjómannaafslættinum.

Nei ég held að sjómenn séu ekkert of sælir af þessum veiklulega aflsætti sem fólk sér ofsjónum yfir.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 18:23

2 identicon

Manni langar að gráta, það er bara eitt orð yfir það....

Aldrei heyrðist neitt þegar laun sjómanna stóðu í stað, ár eftir ár, það mesta sem heyrðist var að einhver fussaði að menn hefði alveg val og gætu þá bara hætt til sjós....

Annars....Þetta var mjög góður pistill hjá þér og núna er mál til komið að sjómenn segi HINGAÐ OG EKKI LENGRA !!!!!!!!!

sjómannskona (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 18:36

3 identicon

Þessi Vinstristjórn er samansafn af stórklikkuðu liði sem ætti að skammast sín fyrir þessa aðför að sjómönnum.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:48

4 identicon

Þessi ríkisstjórn er farin að sýna miðju puttann full mikið.  Hrokinn í þessum fyrirætlunum er ótrúlegur.  Meðan þetta embættis lið eyðir milljörðum í ganni umsókn að ESB, geðþóttabruðli með opinbert fé í eigið kjördæmi, dagpeningum, þingfararkaupi, bílastyrkjum og ég veit ekki hvað blóðsýgur það peninga af fjölskyldum og fyrirtækjum með brjálæðislegum skattahækkunum, niðurfellingu á réttindum og beinni aðför að öryggi og afkomu fólks.  Reynir svo að þvinga í gegn ósanngjarnar skuldbindingar Icesave upp á okkur um ófyrirséða framtíð með það eitt að markmiði að svala eigin valdaþorsta og sleikja rassgatið á ESB kúgurunum til að fá að afhenda þeim landið.   ....maður á ekki til orð yfir þessu liði.

Jóhann (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 03:03

5 identicon

Ég skil nú ekki af hverju það er ekki löngu búið að afnema þetta. Útgerðirnar eru í einkaeigu og það er rétt að þau borgi þeim bara hærri laun í stað þess að fá einhvern aflátt frá ríkinu.

Óli (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband