Endalaust hugmyndaflug í skattamálum

Á þessu bloggi var því spáð fyrir kosningar, að ef vinstri stjórnin héldi völdum, myndu allir skattar, sem nöfnum tjáir að nefna verða hækkaðir upp úr öllu valdi og nýjir skattar af ýmsu tagi fundnir upp.

Ríkisstjórnarnefnan hefur algerlega staðið undir þessum væntingum og miklu meira en það, því fundvísi hennar á alla mögulega hluti, sem hægt er að skattleggja, eða hækka skatta á, er með þvílíkum ólíkindum, að allt venjulegt fólk verður gjörsamlega agndofa.

Hækkanirnar eru svo miklar á öllum sviðum skattheimtunnar, að það mun ýta undir hvers kyns ólöglega starfsemi, svo sem svarta vinnu, undanskot frá sköttum og smygl.

Þessi ótrúlega brjálæðislega skattheimta mun ekki skila ríkissjóði nema hluta af því, sem vinstri stjórnin vonast eftir, því til viðbótar við undanskotin, mun landflótti aukast og skattgreiðendum fækka.

Ef til vill er landauðn lokatakmark Jóhönnu og Steingríms J.


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var sama sinnis varðandi þessar hrakspár þínar fyrir kosningar. Mig óraði þó ekki fyrir að firringin yrði slík sem raun ber vitni. Þetta fólk sér ekki að það mun allt drepa með sínum hugmyndum í skattamálum í ofanálag við allt annað sem á fólk er lagt.

Hér verður enginn eftir til að borga þessu fólki laun með sama áframhaldi.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 08:44

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Þetta er alveg ótrúlegt.

Mér datt nú í hug að skattar myndu eitthvað hækka....en svona gríðarlega óraði mér ekki fyrir.

það er þá alveg greinilegt að Vinstri stjórnir hækka alla skatta og búa til nýja og knésetja fólk.

en ég held að íhaldið hefði ekkert verið betra.

Þessi aumingjar og drullusokkar sem sitja á alþingi þurfa ekki að hafa áhyggjur af launum sínum, með sín 6-700 þús á mánuði, en ég sem fæ 118 þá vegna atvinnuleysis má lepja dauðan úr skel.

manni verður bara óglatt við þessa tilhugsun og maður fyllist bara reiði en maður er bara of reiður til að gera nokkuð í málunum því myndi ég fara og gera eitthvað í minni reiði, þá væri það ólöglegt.

Arnar Bergur Guðjónsson, 25.11.2009 kl. 08:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Agnar, óbeinu skattarnir koma einmitt allra verst við þá tekjulágu, því þeir þurfa að eyða öllum sínum ráðstöfunartekjum til kaupa á brýnustu nauðsynjum, sem nú eru að hækka mikið vegna nýrra skatta og hækkunar virðisaukaskatts.

Það er engu líkara, en að markmiðið sé að leggja fjárhag lág- og millitekjuhópanna gjörsamlega í rúst.

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

með ólikindum - bitnar á öllum en verst á þeim sem minnst hafa

þið sem kusuð þetta - áttuð þið von á þessu ?

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2009 kl. 10:08

5 identicon

Þetta er sú alvesta ríkisstjórn sem verið hefur lengi en við skulum ekki gleyma því að íslendingar kusu þetta yfir sig. Það þurfti engan sérfræðing til þess að sjá að ef vinstri stjórn kæmist til valda þá myndi þetta gerast, fólk kaus hana samtog enn eykst fylgið við VG.

Jón (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 10:20

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka til í sínum "ranni" og það STRAX - þangað til nær hann ekki tilætluðum árangri þe hjá þjóðinni

skil ekki afhverju td ÞKG ofl fari ekki frá - fyrir fjöldann

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband