AGS segir eitt í dag, annað á morgun

Eftir bankahrunið síðast liðið haust sagði Mark Flanagan, Íslandsstjóri AGS, að ef skuldir íslenska þjóðarbúsins færu yfir 240% af landsframleiðslu, þá kæmist landið í greiðsluþrot.

Nú er komið annað hljóð í strokkinn, en nú eru 240% af landsframleiðslu bara smáskuldir, eða eins og eftir honum er haft:  "Engu að síður telur Mark Flanagan, yfirmaður Íslandsmála hjá sjóðnum, að þær séu vel viðráðanlegar. Þær eru nú 310% af landsframleiðslu, en áður hafði hann sagt að 240% af landsframleiðslu væru óviðráðanlegar erlendar skuldir."

Hverjar skyldu skýringarnar á þessum viðsnúningi í afstöðu AGS vera?  Svarið er reyndar illskiljanlegt, en er svona:  "Því til viðbótar sagði hann að fyrri yfirlýsingar hafi byggst á umhverfi og stefnu þess tíma í ríkisfjármálum.  Skuldirnar hafi því verið óviðráðanlegar að óbreyttu á sínum tíma, en nú horfi öðruvísi við."

Einnig bætir hann við, að mörg lönd séu með skuldastöðu yfir 200% af landsframleiðslu.  Það er að vísu langur vegur frá 240 upp í 310, sérstaklega þegar um skuldir þjóðarbúa er að ræða.

AGS hefur ekki sýnt sig vera verður mikils trausts hérlendis.

Svona hringl með alvarleg mál, eykur ekki álit á sjóðnum og starfsmönnum hans.

 


mbl.is Skuldirnar ekki óviðráðanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnir þetta ekki bara hversu lítið AGS veit um alþjóðafjármál? 70 prósentustiga hækkun á hæstu æskilegum erlendum skuldum á bara einu ári. Eða breytist þessi tala bara eftir þörfum?

Gulli (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 14:25

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

100% til eða frá - hvað er það í augum handrukkara?

Birgir Viðar Halldórsson, 29.10.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband