Olíumálaráðherrann verkefnalaus

Össur Skarphéðinsson, grínisti, lét í fyrravetur eins og olía af Drekasvæðinu myndi koma Íslandi út úr kreppunni á undraskömmum tíma, enda var hann farinn að skreyta sig með titlinum "olíumálaráðherra" á sinn venjulega digurbarkalega hátt. 

Eingöngu þjónusta við leitarfyrirtækin átti að skapa gífurlega vinnu á norðausturhorni landsins, en þar hefur atvinnulífið verið að drabbast niður á undanförnum árum og því var yfirlýsingum Össurar fagnað á þeim slóðum, a.m.k. hjá þeim sem trúðu grínistanum, eða vildu trúa honum.

Nú kemur í ljós, að eini aðilinn sem sótti um rannsóknarleyfi á Drekasvæinu hefur hætt við og engum leyfum verður því úthlutað á næstunni.

Strauss-Khan, æðstiprestur AGS, hefur áreiðanlega haft gaman að bröndurum Össurar, en þeir munu hafa skipst á gamansögum í New York á dögunum, en víst er að austfirðingum er ekki skemmt núna, þegar þeir sjá efndir á atvinnuloforðum olíumálaráðherrans.

Ríkisstjórnin talar sífellt um að finna eitthvað "annað" en álver og aðra stóriðju.  Nú hlýtur olíumálaráðherrann að benda á "annað" til uppbyggingar á norð-austurhorni landsins.


mbl.is Engin sérleyfi á Drekasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fyrirtæki ættla að fá drekasvæðið ókeypis þegar við getum ekki borgað IMF

HA (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:05

2 identicon

Ha: Hefur þú kynnt þér skilmála þess að fá rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu? Skatta og annað? Finnst ykkur ekki merkilegt að þrátt fyrir að menn telji það öruggt að um mikla olíu sé að ræða á Drekasvæðinu, þá hafi bara tvö fyrirtæki sótt um?

Dettur ykkur í hug að allstaðar annars staðar í heiminum, sé þetta ókeypis?!

Ríkisstjórnin klúðraði málunum með græðgi.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Júlía, auðvitað er þetta dýrt allsstaðar í heiminum og ekki nokkur ástæða til að gefa afslátt af sköttum og gjöldum, sem tilheyra þessari starfsemi.

Einnig er vitað, að það verður mjög kostnaðarsamt að rannsaka svæðið, að ekki sé talað um að hefja olíuvinnslu þar og einhvern tíma kemur að því, að þarna hefjist olíuvinnsla.  Þó það geti verið óhagkvæmt núna, verður það hagkvæmt, a.m.k. þegar olía fer að ganga til þurrðar á öðrum ódýrari vinnslusvæðum.

Það sem var verið að gagnrýna, var gorgeirinn í Össuri og sú kjánalega yfirlýsing hans, að rannsóknirnar einar myndu skila svo miklum tekjum og skapa svo mikla atvinnu, að það myndi nánast koma þjóðinni út úr kreppunni.

Auðvitað var ekkert að marka það, frekar en annað sem frá þessum grínista kemur.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband