Þrælapískurinn á lofti

Talsmaður hollensku þrælapískaranna segir að hann viti til þess að fjölmiðlar hafi talað um að ríkisábyrgðin vegna Icesave skulda Landsbankans, eigi að vara til 2024, en þrælahöfðingjarnir ætli ekki taka neitt mark á því.  Þetta hefur ekki bara komið fram í fjölmiðlum, þetta eru lög frá Alþingi og þau lög taka ekki gildi fyrr en Bretar og Hollendingar hafa samþykkt fyrirvarana sem Alþingi setti við þrælasamninginn.

Talsmaður þrælapískaranna er svo forstokkaður, að hann segir:  "Hollensk stjórnvöld hafa ekki sett tímamörk fyrir svör íslenskra stjórnvalda en vænta þess að fá svör eins fljótt og auðið er."

Íslensk stjórnvöld skulda þessum þrælahöldurum engin svör.  Alþingi er búið að senda þeim lokasvar í þessu máli.  Sætti þeir sig ekki við þau svör, eiga þeir að segja það hreinskilningslega og þá fer málið sína leið og endar væntanlega fyrir íslenskum dómstólum.

Ríkisstjórn Íslands er orðin svo blóðrisa á bakinu, eftir þessa pískara, að ætli hún að láta þá berja sig með svipunum áfram, verður hún að girða niður um sig og bjóða einu húðina, sem ekki er ennþá flögnuð af henni.

Það verður hápunktur niðurlægingar hennar og ætti að senda Svavar Gestsson með beran bossann til húsbænda sinna til flengingar, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

 

 

 


mbl.is Hollendingar bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Mikið er ég sammála þessu

Friðrik Friðriksson, 21.9.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband