Mergurinn málsins

Eins og venjulega, þegar VG er á móti einhverju máli, þá er auðvelt að smala nokkrum gjömmurum á áheyrendapalla borgarstjórnar og fá þá til að gera hróp að andstæðingum VG, þegar þeir flytja mál sitt úr ræðustóli.

Samkvæmt fréttinni benti Hanna Birna, borgarstjóri, á þessa augljósu staðreynd:  "Samningurinn við Magma Energy snerist einfaldlega um sölu á hlut OR í HS Orku, annað ekki."  Þessi einföldu sannindi er verið að reyna að hártoga á allan hátt og gera eins tortryggilegt og mögulegt er.

HS orka á ekki auðlindinar sem hún ætlar að virkja, heldur gerir vinnslusamning um þær og greiðir auðlindagjald til Reykjanesbæjar, sem er eigandi auðlindarinnar.  HS orka hefur í huga að fara út í framkvæmdir, fyrir a.m.k. fimmtíumilljarða króna, sem Magma Energy mun geta útvegað, en slíkar upphæðir ligggja ekki á lausu fyrir Íslendinga nú um stundir, jafnvel þó meirihluti HS orku verði í meirihlutaeign Íslendinga, eftir þessa hlutabréfasölu, sem áður.

Skilningur þyrfti að vakna á því, að í landinu er kreppa og allt erlent fjármagn ætti að vera velkomið.


mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má heldur ekki gleyma því að Samkeppnisstofnun leyfir ekki OR að eiga þennan hlut í HS

Það má búast við himinháum sektum ef hluturinn verður ekki seldur

Grímur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

það eru lög í landinu sem banna kanadamönnum, ásamt öðrum að eiga í fyrirtækjum á íslandi sem sýsla með orku, jafvel þó farið sé opumberlega og digurbarklega á bak við lögin með því að stofna fyrirtæki í svíþjóð þá fer þetta greinilega á skön við lögin.  Ef magna hefði stofnað fyrirtækið á íslandi þá hefði það ekki staðist gagnvart lögunum,hugsið aðeins um það, skuffufyrirtækið má vera í svíþjóð en ekki íslandi.

Þessi lög eru til þess að verja öðlindir og jafvel þó talað se um að þetta sé ekki sala á auðlindum þá er þetta sala á nytingarrétti sem getur leitt til þess að þeir nota auðlindirnar að fullu í 65 ár og skila ónýtanlegum orkulausum holum, þetta gera stórfyrirtæki, hámarka gróðan,  og tala aldrei um það opumberlega.  Ég veit að íslendinar geta líka farið illa með þetta en hverjum eigum við að treysta fyrir auðlindunum ef ekki  okkur sjálfum.

Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2009 kl. 15:27

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jónas, varla hefur Magma Energy, eða hver annar sem á HS orku hag af því að virkja á Reykjanesi og tæma allar auðlindir, ef þeir hafa engan markað fyrir orkuna.  Væntanlega munu hvorki þeir, né aðrir, virkja meiri orku en þeir geta selt.

Hugsanlegir kaupendur að orkunni munu líka vilja vera öruggir um orkuafhendingu til langs tíma, þannig að sáralítil hætta er á að þeir hlaupi frá orkulausum holum eftir 65 ár, nema svæðið sé svo orkulítið að varla taki því að halda því gangandi, hvorki núna, né í framtíðinni.

Og ef svo er, þá er svæðið gjörsamlega verðlaust og þá græðir enginn á því hvort sem er og allra síst eigandi og leigjandi auðlindarinnar, sem er Reykjanesbær.

Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband