Afnám verđbólgunnar fyrst

Flokksráđsfundur VG samţykkti um síđustu helgi ályktun um ađ verđtrygging lána verđi afnumin hiđ fyrsta.  Lilja Mósesdóttir, ţingmađur VG og hagfrćđingur segir ađ ekki sé hćgt ađ afnema gjaldeyrishöftin, nema verđtrygging innlendra lána verđi afnumin fyrst.  Ţetta segir hún auđvitađ vegna ţess ađ hún reiknar međ ađ krónan falli ennţá meira, a.m.k. tímabundiđ, verđi gjaldeyrishöftin afnumin.

Viđ slíkar ađstćđur myndi verđbólga stíga talsvert og ţar međ myndu verđtryggđ lán hćkka samsvarandi.  Lilja veit sem er, ađ ţađ eina sem kyndir undir verđbólgu nú, eru skattahćkkanir ríkisstjórnarinnar, bćđi ţćr sem komnar eru til framkvćmda og ekki síđur ţćr sem fyrirhugađar eru á nćstu vikum og mánuđum.

Lilja segir ađ festa verđi vexti í fimm ár á húsnćđislánum á međan ţessi breyting gengur yfir og segir:  "Ég tók húsnćđislán í Svíţjóđ upp úr 2000. Ţar voru vextir fastir í fimm ár. Gert var ráđ fyrir verđbólgu á tímabilinu og samkomulag var gert um hvađa nafnvextir vćru ásćttanlegir. Ţá er áhćttunni deilt meira milli lánveitanda og lántakanda."

Ţetta er hćgt ađ gera ef efnahagshorfur gera ráđ fyrir lítilli verđbólgu til langs tíma.  Hvađ heldur Lilja ađ vextir yrđu á óverđtryggđum lánum í núverandi efnahagsástandi, međ ţá verđbólgu sem útlit er fyrir ađ hér verđi á nćstu mánuđum og árum?  Skyldu ţeir verđa 15%, 20% eđa 25%?

Vinstri grćnum vćri nćr ađ ráđast ađ rótum vandans, sem er verđbólgan, en ekki verđtryggingin.


mbl.is Flokksráđ VG vill afnám verđtryggingar sem fyrst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verđtryggingin er verbólguhvetjandi međ ţví ađ firra lánveitandann áhćttu - hann getur alltaf lánađ og veit ađ sama hvernig verđbólgan ţá fćr hann sitt til baka. Ţess vegna heldur lánveitandinn áfram ađ lána út í hiđ óendanlega og skapar offlćđi á fjármagni sem er bein ávísun á verđbólgu.

Gulli (IP-tala skráđ) 4.9.2009 kl. 13:30

2 identicon

Ég er hrćddur um ađ verđtrygginginn eigi sinn ţátt í verđbólgunni, vegna verđtryggingar ţá er enginn sérstakur hagur fyri bankakerfiđ ađ halda nyđri verđbólgu.

ingi (IP-tala skráđ) 4.9.2009 kl. 13:35

3 identicon

Góđ umrćđa! (Nafn)vextirnir sem ég greiđi núna af verđtryggđa fasteignaláninu mínu eru 15.5% (11% verđbólga + 4,5% raunvextir). Viđ afnám verđtryggingar ćttu nafnvextirnir ađ lćkka, ţar sem gera má ráđ fyrir ađ verđbólgan hjađni verulega nćstu 5 árin. 

Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráđ) 4.9.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ţađ sem Lilja er ađ leggja til er ađ vextir verđi lágir til fimm ára svo verđbólgan geti étiđ upp höfuđstólinn.  Viđ vorum međ svipađ kerfi um 1970 ţegar margir af eldri kynslóđinni náđu ađ byggja hús međ lánum sem brunnu upp.  Ţađ sem Lilja segir ekki, er hvađ verđur um sparifjáreigendur.  Ţeirra sparnađur mun brenna upp enn hrađar nema ţeir komi sínu fé í skjól erlendis ţegar höftunum verđur aflétt sem auđvita gerist ekki fyrr en viđ fáum evru.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.9.2009 kl. 13:53

5 identicon

Sparifjáreigendur munu njóta sömu kjara og lántakendur. Bindi ţeir innlán sín í 5 ár, fá ţeir fasta nafnvexti á innstćđum sínum í 5 ár. Ţegar nafnvextir eru ákveđnir, ţá er tekiđ miđ af vćntanlegri verđbólgu nćstu 5 árin. Verđi raunveruleg verđbólga lćgri en gert var ráđ fyrir, ţá grćđa sparifjáreigendur og lántakendur tapa - verđi hún hćrri, ţá tapa sparifjáreigendur og lántakendur grćđa. Ţetta heitir áhćttudreifing mill lánveitenda og lántaka - og er ţađ kerfi sem flestum öđrum löndum en Íslandi finnst eđlilegt ađ nota.

Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráđ) 4.9.2009 kl. 14:19

6 Smámynd: Finnur Bárđarson

Hvernig rćđst mađur gegn verđbólgu viđ okkar ađstćđur ?

Finnur Bárđarson, 4.9.2009 kl. 14:19

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Í löndum međ ţróađan peningamarkađ eins og Svíţjóđ er ţađ sem Lilja segir hér alveg rétt.  Á Íslandi er engin leiđ ađ spá fyrir um verđbólgu nćstu 5 árin svo ég get ekki séđ hvernig lántakendur og sparifjáreigendur eiga ađ koma sér saman um viđunandi vaxtakjör til svo langs tíma.  Sem sparifjáreigandi myndi ég aldrei festa fé til 5 ára viđ núverandi ađstćđur.  Ţetta snýst ekki ađeins um vexti heldur öryggi.  Er tryggt ađ festa fé í fimm ár í íslenskum banka?

Viđ getum ekki losnađ viđ verđtrygginguna fyrr en sparifjáreigendur treysta Seđlabanka Íslands til ađ halda verđbólgunni í skefjum. Ţessar ákvarđanir eiga ekki ađ vera pólitískar heldur teknar af óháđum Seđlabanka.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.9.2009 kl. 17:26

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lilja segist greiđa 15,5 % vexti af fasteignaláninu sínu (11% verđbólga + 4,5% raunvextir), en svarar ţví hins vegar ekki hvađ hún vćri tilbúinn til ađ semja um  háa fasta vexti til fimm ára.  Ef verđbólgumarkmiđ Seđlabankans nćđist einhvern tíma og verđbólga yrđi ađ jafnađi 2,5% á ári, yrđu heidarvextir og verđbćtur af láninu 7%.  Dettur nokkrum manni í hug, ađ lánastofnanir myndu semja um ţá vexti til fimm ára.  Jafnvel ţó áćtlanir myndu gera ráđ fyrir ţessu, ţá eru fimm ár nokkuđ langur tími og líklegra er ađ enginn myndi semja um minna en 10-12% vexti, ţví lánastofnanir eru ekki reknar til ţess ađ tapa peningum.

Kaupmáttaraukning til langs tíma, hefur veriđ talsvert meiri en verđbólgan, ţannig ađ ţrátt fyrir verđtrygginguna, hefur greiđslubyrđi fasteignalána minnkađ međ tímanum, en ekki aukist, eins og margir virđast halda.  Hver hefur tapađ á fasteignalánum undanfarin ţrjátíu ár?  Svariđ er einfalt, ţví enginn hefur tapađ á ţeim, hvorki lánveitandinn né lántakandinn.

Ţess vegna á ríkisstjórnin ađ einbeita sér ađ ţví ađ vinna bug á verđbólgunni, en ekki ađ auka hana međ ţeirri brjálćđislegri skattheimtu, sem nú er bođuđ á nćstu vikum og mánuđum.

Axel Jóhann Axelsson, 5.9.2009 kl. 14:41

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Axel,

Eins og Lilja segir bjóđa lánastofnanir ekki upp á fimm ára lán nema ţeim takist ađ selja 5 ára skuldabréf međ föstum vöxtum og fasta innlánsreikninga međ föstum vöxtum til 5 ára.  Ert ţú tilbúinn ađ festa ţinn sparnađ í 5 ár?  Á hvađa vöxtum?

Ţađ er ekki hćgt í eđlilegum hagkerfum ađ bjóđa upp á útlán nema mađur hafi innlán. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.9.2009 kl. 14:53

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ţetta er ein af grunvallarreglum í bankarekstri sem íslensku bankarnir pössuđu ekki nóg upp á og er kallađ á ensku "matching principle of assets and liabilities"

Bankar ţurfa ađ passa upp á ađ fjármögnun ţeirra sé í jafnvćgi viđ útlán hvađ varđar inn og útflćđi fjármagns í tíma og gjaldmiđli.  

Ađ lána til langs tíma en vera međ fjármögnun til skamms tíma er mjög hćttulegt og er ein ástćđa ţess ađ bankarnir féllu ásamt ţví ađ taka ekki traustar tryggingar.

Ţví má segja ađ íslensku bankarnir féllu vegna ţess ađ ţeir pössuđu ekki upp á tvćr grundvallarreglur í bankarekstri.  Ótrúlegt en satt!

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.9.2009 kl. 15:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband