"Fyrirvararnir stórbættu þetta mál" segir Ögmundur um þrælalögin

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, var eindreginn andstæðingur ríkisábyrgðarinnar vegna Icesaveskulda Landsbankans og lá ekki á þeirri skoðun sinni, að um algeran þrælasamning væri að ræða, sem aldrei skyldi samþykkja.  Félagi hans í VG og ríkisstjórninni, Steingrímur J., var á allt annarri skoðun og lét ekkert tækifæri ónotað, til þess að dásama samninginn, sem félagar hans, Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, gengu frá í flýti á föstudagskvöldi, áður en þeir skáluðu síðan við þrælakaupmennina frá Bretlandi og Hollandi.

Ögmundur beygði sig undir þrælalögin, eftir að Alþingi var búið að reyna í 10 vikur að berja saman fyrirvara við ríkisábyrgðina, til þess að reyna að draga úr áþján íslendinga í þrælahaldinu.  Í Tyrkjaráninu var tvö- til þrjúhundruð manns rænt og flutt í "Barbaríið", eins og það var kallað í þá daga, en þar var fólkið selt í þrældóm.  Nú er Ísland gert að Barbaríi fyrir Breta og Hollendinga og Íslendingar látnir þræla fyrir þessa nýju húsbændur í sínu eigin heimalandi.

Þó fyrirvararnir hafi stórbætt málið, eins og Ögmundur segir, verður Barbaríið lítið léttbærara fyrir þá sem þar þurfa að þræla næstu áratugi fyrir þrælahaldarana, bresku og hollensku.

 


mbl.is Ögmundur er ekki vonsvikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband