Jóhanna snýr öllu á hvolf

Jóhanna Sigurðardóttir, meintur forsætisráðherra, sneri öllu á hvolf í ræðu sinni um ríkisábyrgðina á Icesave skuldum Landsbankans.  Í fyrsta lagi sagði hún að allt of mikið hefði verið gert út göllum samningsins, sem hún hefur alltaf sagt, ásamt Steingrími J., að væri sá besti, sem mögulegur væri.  Ef samningurinn var svona góður, til hvers var þingið þá að eyða tíu vikum í að reyna að finna leiðir til þess að bjarga klúðrinu?

Einnig sagði Jóhanna, að aldrei í sögu Alþingis hefði nokkurt mál verið kynnt og rætt á jafn opinskáan og gegnsæjan hátt og þetta mál.  Það er reyndar ekki ríkisstjórninni að þakka, því hún lagði málið upphaflega þannig fram, að þingið átti að greiða atkvæði um ríkisábyrgðina án þess að fá að sjá samninginn, hvað þá að lesa hann.  Bæði samninginn og öll fylgigögn þurfti að toga út úr ríkisstjórninni með töngum og reyndi hún endalaust að fela sig bak við það, að þetta væri allt saman trúnaðarmál.

Vitleysisgangur ríkisstjórnarinnar í þessu máli er með endemum.   Fyrst er sett algerlega vanhæf samninganefnd í málið, síðan er reynt að leyna hennar lélegu niðurstöðu og fela öll gögn varðandi málið, þá er hörfað í það vígi, að samningurinn sé vel viðunandi og nú er reynt að blekkja þjóðina með því að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir fyrirvörunum, sem nú eru settir við þrælasamninginn.

Það sem er rétt í þessu, er að í fyrsta sinn í sögunni tók Alþingi völdin af ríkisstjórninni og reyndi að bjarga því sem bjargað varð.  Því miður situr þjóðin í súpunni, eftir sem áður.


mbl.is 10 vikna umfjöllun að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband