Bakari hengdur fyrir smið

Það er merkilegt að nokkrir mótmælendur skyldu beina mótmælum sínum að því, að reyna að hindra viðtal blaðamanns mbl.is við Hannes Hólmstein Gissurarson, í stað þess að láta ekkert trufla sig frá aðalatriði málsins, sem var að mótmæla samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave skulda Landsbankans.

Þó Hannes hafi haft umdeildar skoðanir á efnahagsmálum undanfarna áratugi, var hann hvorki banka- eða útrásarvíkingur, en það voru þeir, sem komu þjóðinni í þann efnahagsskít, sem hún er nú djúpt sokkin í.  Þó Hannes hafi barist fyrir frelsi á öllum sviðum og ekki síst í viðskiptum, er ekki vitað til þess að hann hafi varið glæpastarfsemi á þeim vettvangi.

Það voru ekki skoðanir Hannesar eða hans hugsjónir, sem réðu ferðinni í efnahagslífinu undanfarin ár, heldur byggðist kerfið fyrst og fremst upp eftir regluverki ESB í gegnum þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu og eins og allir vita, verða Íslendingar að taka tilskipanir ESB inn í sína löggjöf.

Mótmæli verða að beinast í réttar áttir. 


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hárrétt.

Ef menn sjá sig knúna til að finna sök, þá er auðvitað sökin hjá þeim sem STOFNUÐU til þessara skulda, og auðvitað þeir sem samþykktu þennan hræðilega samning.

stefán (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:46

2 identicon

Einhver sagði að Hannes hafi verið sá sem færði vinstri menn inn á miðjuna. Það má til sannsvegar færa.

Auðvitað reyna þessir mótmælendur að snúa út úr því sem Hannes var að segja. Hann talaði um að þessi ríkisstjórn hefði komist til valda með ofbeldi. Það er rétt hjá honum. Samfylking sem myndaði ríkisstjórn ásamt sjálfstæðisflokki fór á taugum þegar mótmælin síðasta haust náðu hámarki. Maður spyr sig hvað gerist núna í haust þegar mótmæli fara af stað aftur. Ætlar þá Össur og Ragnheiður Ásta að slíta þessu ríkisstjórnarsamstarfi, og stofna aðra minnihlutastjórn með framsókn í þetta skiptið? Það er ekki mikil staðfesta á því heimilinu.

Ástandið í þjóðfélaginu er mun verra en það var um síðustu áramót. Vextir hafa sáralítið lækkað. Verðbólga er hærri, atvinnuleysi hærra, gengi krónunnar hefur hríðfallið að undanförnu og engin lán sem var búið að lofa Íslendingum hafa enn ekki borist. Að auki, og það sem kannski er alvarlegast í þessu öllu saman, er ríkisstjórnin út og suður í sinni ákvarðanatöku. Virðist ekki vera sammála í einu einasta máli. Þarf á stuðningi minnihlutans að halda í hverju málinu á fætur öðru til að þoka málum í gegn, og til að setja ekki þjóðina á hausinn yfir höfuðið sbr þetta blessaða Ice-save mál.

Menn eru nefninlega búnir að gleyma að það voru stjórnarþingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem börðust hvað harðast fyrir því að ríkisábyrgðin vegna þessa samnings myndi rúlla gegnum þingið möglunarlaust. Mótmæli stjórnarandstöðunnar hafa sparað íslenskri alþýðu hundruðum milljarða króna, ef Bretar gangast að þeim skilmálum sem stjórnarandstaðan náði að koma inn í samkomulagið, og það gegn vilja forsvarsmanna stjórnarflokkanna. Þetta er líklega einn svartasti blettur íslenskrar stjórnmálasögu og sagan mun dæma þetta fólk í VG og SF sem vildi samþykkja Icesave möglunarlaust, út í hin ystu myrkur.

joi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:10

3 identicon

Tek undir með þér. Hvar er lýðræðið? Eru bara sumir sem hafa rétt til þess að mótmæla, en aðrir ekki?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband