Ríkisstjórnin riðar til falls

Nú er svo komið, að ekki er hægt að halda áfram þingstörfum vegna þess að óeiningin og samstöðuleysið er orðið slíkt innan stjórnarflokkanna og milli þeirra, að meirihluti næst ekki um neitt mál í þinginu, sem máli skiptir.

Beiðnin um inngögnu í ESB var ekki samþykkt með stuðningi allra stjórnarliða og gekk mikið á innan Samfylkingarinnar vegna þeirra þingmanna Vinstri grænna, sem "sviku" ríkisstjórnina í því máli.  Ekki er illskan minni innan Samfylkingarinnar út í VG núna, vegna ríkisábyrgðarinnar á skuldum Landsbankans, en engin von er til þess að stjórnarandstaðan bjargi ríkisstjórninni úr þeirri snöru.

Jafnvel innan Samfylkingarinnar minnkar stöðugt stuðningurinn við ríkisábyrgðina, því jafvel þingmenn hennar eru margir hverjir farnir að gera sér grein fyrir því, að sá skuldaklafi, sem hún setur á þjóðina, er nánast óbærilegur.  Einnig vex þeirri skoðun fylgi innan stjórnarflokkanna, að greiðsluskylda þjóðarinnar á fjárglæfrum Landsbankans á sér enga lagastoð í tilskipunum Evrópusambandsins, né í íslenskum lögum.

Á blaðamannafundi í morgun sögðu Jóhanna og Steingrímur, að þau ættu sér ennþá von um að úr málum gæti ræst.

Von þjóðarinnar um starfhæfa ríkisstjórn, sem hefur getu til að taka á málunum, minnkar dag frá degi.


mbl.is Þingfundum frestað um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvad viltu ad taki vid?  Er thad draumur thinn ad sjá Bjána Ben mynda nýja stjórn?  Eda kannski DO?  Hvada hópur thjódfélagsins tharf á nýrri stjórn ad halda mest og hvers vegna? 

smákökur (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 14:38

2 Smámynd: Skríll Lýðsson

þar er ég sammála smákökunum, hvaða stjórnmálaafl er í boði annað, það er óeining innan Vg um stór mál og samfylkingin er að verða jafnvanhæf sjálfstæðisflokknum til stjórnarsetu, hvað er annað í boði; framsókn og borgarahreyfingin ?

Skríll Lýðsson, 31.7.2009 kl. 14:49

3 identicon

"-Nú er svo komið, að ekki er hægt að halda áfram þingstörfum"- Þú ættir að laga þessa byrjun. Það er nefnilega þannig að þingstörf skiptast í þingfundi og nefndarfundi. Annað var það ekki.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband