Villandi skoðanakönnun

Fréttablaðið, sem styður aðild að ESB með ráð og dáð, gerði skoðanakönnun þann 28. júlí s.l., með spurningunni:   "Ert þú fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið?"  Spurningin, með þessu villandi orðalagi, er borin fram viku eftir að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB.

Ef spurningin hefði verið heiðarlega orðuð, t.d:  "Ert þú fylgjandi að Ísland gangi inn í ESB?" er nánast víst, að niðurstöður könnunarinnar hefðu orðið aðrar.  59% landsmanna svara spurningu Fréttablaðsins játandi, enda er vitað, að mjög margir halda að þessar viðræður snúist um það, hvað sé í boði fyrir Íslendinga, en séu ekki í raun alvöruviðræður um inngöngu Íslands í ESB.

Mogginn, eins og aðrir ESB miðlar, grípur þessa niðurstöðu á lofti og birtir hana, eins og stóran sannleik um áhuga Íslendinga á að ganga inn í stórríki framtíðarinnar í Evrópu. 

Þetta er villandi fréttaflutningur af villandi skoðanakönnun og engum fréttamiðli sæmandi.

Bíða verður eftir óháðri könnun um raunverulegan vilja þjóðarinnar til inngöngu í ESB.


mbl.is Meirihluti styður viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fréttablaðið hefur hingað til ávallt spurt að því í skoðanakönnunum sínum hvort vilji væri fyrir því að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu í stað þess að spyrja hvort vilji væri fyrir því að hefja aðildarviðræður. Spurningin „Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?“ var þannig t.a.m. notuð í öllum síðustu skoðanakönnunum Fréttablaðsins um Evrópumál, í marz, janúar, nóvember og október. Í nýjustu könnun blaðsins er gerð breyting á þessu og spurt: „Ert þú fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið?“

Spurningin um umsókn um aðild er klárlega sú rétta enda ljóst að áður en einhvers konar viðræður geta farið fram um hugsanlega inngöngu í sambandið þarf að senda inn umsókn um hana. Um það snerist enda einmitt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi og samþykkt naumlega. Tilgangurinn með könnuninni nú er væntanlega að kanna stuðning við þá aðgerð stjórnarinnar.

Það hefur sýnt sig að mikill munur er á því hvaða niðurstaða fæst eftir því hvor spurningin er notuð. Sé spurt um aðildarviðræður er allajafna meirihluti fyrir þeim en sé spurt um umsókn um aðild hefur yfirleitt verið meirihluti gegn henni. Þetta bendir til þess að fólk vilji einhvers konar könnunarviðræður við Evrópusambandið en ekki formlega umsókn með tilheyrandi skuldbindingum.

Stóra spurningin er hins vegar auðvitað sú hvers vegna Fréttablaðið ákvað allt í einu að breyta þeirri spurningu sem blaðið hefur notað allar götur til þessa? Var það gert í pólitískum tilgangi til þess að fá æskilegri niðurstöðu en ella? Það verður ekki séð að neitt annað geti útskýrt þessa skyndilegu breytingu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.7.2009 kl. 08:29

2 identicon

Ég aetla ad gefa thér heilraedi:  Leggdu höfudid á koddann og slappadu alvega af.  Ímyndadu thér ad thú sért ekki íslendingur heldur pólverji eda ungverji.  Ímyndadu thér jafnframt ad sért nýbúinn ad borda franskt braud og ost og drekka spánskt vín.

Ímyndadu thér ad thú búir í Thýskalandi.  Ég er sannfaerdur um ad í slíku hugarástandi skiptir littla Ísland og dvergthjódin íslenska ekki miklu máli. 

Ad vera íslendingur er einungis annarlegt hugarástand sem haegt er ad laekna.

Jóhannes í hvalnum (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Axel...þetta er bara fyndið að blogga svona af því þér líka ekki niðurstöðurnar...

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2009 kl. 09:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, gott að sjá að þú hefur húmorinn í lagi, en það er hins vegar ekki gott að hlæja á vitlausum stöðum, t.d. þegar verið er að sýna harmleiki.

Ef þú hefðir skoðað fyrri niðurstöður Fréttabalaðsins, sem Hjörtur vísar til í sinni athugasemd, þá hefðir þú séð að niðurstöðurnar eru aðrar, þegar spurt er um beina aðild, síðustu könnun getur þú séð hér með því að "skrolla" neðst á síðuna.

Axel Jóhann Axelsson, 30.7.2009 kl. 09:26

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnast þessir blindu andstæðingar grátlega fyndir þessa dagana... og það er örugglega að hlægja á réttum stað því niðurstaða um viðræður liggur fyrir á Alþingi og málið afgreitt.... það verða viðræður í framhaldi af þeirri umsókn sem þegar er búið að afgreiða.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2009 kl. 10:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sá hlær best, sem síðast hlær.

Axel Jóhann Axelsson, 30.7.2009 kl. 10:24

7 Smámynd: Pax pacis

Spurningin um aðildarviðræður er klárlega sú eina rétta því langfæstir geta svarað spurningunni um aðild játandi eða neitandi. 

Það væri þó fróðlegt að sjá spurninguna setta fram svona:

* Ert þú fylgjandi aðild að ESB? *

a) Já
b) Nei
c) Kannski, ef góður samningur fæst

Þá fengjum við úr því skorið hve margir bókstafstrúarmennirnir eru sem velja a) eða b)

Pax pacis, 30.7.2009 kl. 11:00

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nafni, ef sá hlær best sem síðast hlær, sem ég efa ekki, af hverju þá allur þessi hamagangur og vanstilling?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2009 kl. 12:13

9 identicon

Hamagangurinn og vanstillingin er vegna thess ad óstödugur hefur greinileg aerst.

Jóhannes í hvalnum (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 12:40

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þarf ekki íslenska andstæðinga ESB til að fjalla um galla sambandsins.  Það er t.d. hægt að lesa frásögnina af leiðara hins virta dagblaðs á Spáni, El País, sem segir að ESB líti betur út að utan en innan.  Um það er fjallað lítillega fjallað hérna

Axel Jóhann Axelsson, 30.7.2009 kl. 13:17

11 identicon

Jóhannes í hvalnum (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:38

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, já nafni, en það er ekki málið. Spurningin er af hverju er allur þessi hamagangur og vanstilling (vægt til orða tekið) ef sannfæringin er að þetta nái aldrei fram að ganga?

Jóhannes í hvalnum, Evrópa myndi rúmast mun betur í mínu rúmi, þó ekki fyrir annað en hvað ég er USA-legur sjálfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2009 kl. 14:15

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þið eruð gamansamir félagar.  Myndin gæti verið að segja okkur hvað kaninn hefur það gott og allir hafi nóg að borða, öfugt við þá evrópsku.  Eins mætti líka túlka þetta sem svo, að sú evrópska sé að "moona" framan í heiminn, en að það sé einfaldlega kominn matartími hjá þeirri amerísku.

Nafni, það má vel vera að sú evrópska taki minna pláss í rúmi, en kannski fengist meiri svefn með hinni.

Axel Jóhann Axelsson, 30.7.2009 kl. 14:49

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það kann rétt vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband