Enn ein lygin um ágæti ESB aðildar

Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. segir að miðað við reynslu Finna af inngöngu í ESB, megi gera ráð fyrir að kjúklingar lækki í verði um 70%, egg og mjólkurvörur um 55-60% og svínakjöt um 35% vegna afnáms tolla.  Þá segir að matvöruverð út úr búð sé að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér á landi.

Allt er þetta gott og blessað, nema ekki kemur fram við hvaða gengi Evrunnar er miðað, þegar útreikningur um 30% lægra vöruverð er gerður.  Ekki er heldur tekið fram hvernig flutningskostnaður spilar inn í vöruverðið.

Allar eru þessar upplýsingar góðar og blessaðar, en segja auðvitað ekki nema hálfan sannleikann.  Sá hálfi sannleikur er sá, að þessar tollalækkanir sem Finnar fengu við inngöngu í ESB, gátu Finnar allar fengið án inngöngunnar.  Þeir hefðu getað breytt sínum tollalögum einhliða og fengið allar þessar landbúnaðarvörur tollfrjálsar, án inngöngu í ESB.

Það er ein langlífasta lygi ESB sinna, að með inngöngu í bandalagið muni matvöruverð lækka umtalsvert á Íslandi daginn sem gengið verði í Evrópusambandið.  Alla þá tollalækkun sem Ísland verður skyldað til með inngöngu í ESB, geta Íslendingar fengið með einfaldri breytingu á tollalögum og þurfa ekki að ræða um það við nokkra aðra.  Þetta getur Alþingi gert strax á morgun, ef áhugi væri fyrir því.  Flutningskostnaður mun samt ávallt hækka innfluttar vörur nokkuð, burtséð frá ESB.

Einnig hefur þeirri lygi verið haldið á lofti af ESB sinnum, að allt myndi lækka í verði og nánast öll vandamál verða fyrir bí, eingöngu með því að taka upp Evru í stað krónu.  Aldrei kemur þó fram á hvaða gengi á að skipta um gjaldmiðilinn, en það er þó það sem skiptir auðvitað höfuðmáli.

Í dag verða væntanlega greidd atkvæði á Alþingi um aðildarumsókn að ESB.

Vonandi greiða alþingismenn ekki atkvæði sem byggt verður á sjálfsblekkingum og lygi.


mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er rétt sem thú segir.  Einnig jókst álagning í öllum löndum sem tóku upp evruna.

Dolli (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Mofi

Góðir punktar Axel. Skil ekki alveg af hverju fólk hefur svona algjörlega keypt hugmyndina að ef við værum að nota Evrur þá væri allt miklu betra. Mæli með að fólk kynni sér þessa mynd hérna sem fjallar um baráttuna um að fá að prenta peninga í gegnum aldirnar, sjá: The Money Masters

Mofi, 16.7.2009 kl. 11:22

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ekkert víst að við fáum ódýrari matvöru ..Ísland er á gjörgæsludeild  og ekki í stakk búið að taka stórar ákvarðanir .Hefðum átt að taka upp dollar fyrir löngu.Þurfum fyrst að laga bókhaldið.

Hörður Halldórsson, 16.7.2009 kl. 12:25

4 identicon

Nei nei nei Hördur minn.  Ad taka upp dollar er náttúrulega bara kjaftaedi.  Dollar er skrípógjaldmidill í mikilli haettu.  Evran er miklu betri kostur en dollar.   Mikil ....MJÖG MIKIL haetta er nú á ódaverdbólgu í USA vegna RISAHALLA á fjárlögum og RISASKULDA Bandaríkjanna.

Ég er ansi hraeddur um ad dollarinn eigi eftir ad hrapa í verdi.

Thessi stríd Bandaríkjamanna KOSTA!!

http://www.youtube.com/watch?v=4q0r4qcOBWk

http://www.youtube.com/watch?v=DnyhhDM6yjQ

Dolli (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:39

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hverjir stjórna heiminum?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband