Skattaæði án sparnaðar

Rekstrarhalli ríkissjóðs stefndi í að fara tuttugumilljörðum fram úr áður áætluðum halla fjárlaga, að upphæð 153 milljarða króna.  Er þar kennt um meira tekjufalli en reiknað var með og auknum útgjöldum vegna Atvinnuleysistryggingasjóðs.  Þessi skýring með Atvinnuleysistryggingasjóð hlýtur að vera hæpin, þar sem inneignir sjóðsins eiga að duga a.m.k. út Októbermánuð, þannig að halli hans vegna getur varla orðið meiri en 4 - 5 milljarðar. 

Alls ekki virðist mega skera nokkurn skapaðan hlut í ríkisrekstrinum, heldur skal ná öllum viðbótarhallanum með skattahækkunum, þar á meðal að ná inn tólf milljörðum til áramóta í hækkuðu Tryggingagjaldi.  Það verkur upp spurningu hvort eigi að nota þá tekjuaukningu sjóðsins til að greiða niður almenn rekstrarútgjöld ríkissjóðs.  Þessi hækkun Tryggingagjalds er sótt beint í vasa launþega, þar sem atvinnulífið mun greiða minni kauphækkanir til launafólks, sem nemur þessari hækkun.

Hækkun á bumbuskattinum, þ.e. hækkun virðisaukaskatts á gosdrykkjum og mæru ýmisskonar, fer beint inn í vísitölu neysluverðs og hækkar þar með verðtryggð lán heimila og fyrirtækja.

Það er ekki hægt að segja að ríkisvinnuflokkurinn sé skattaglaður.  Hann er skattaóður.


mbl.is Hallinn stefndi í 193 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband