Skattar hollir fyrir heilsuna

Hugmyndasmiðir ríkisvinnuflokksins keppast nú við að finna ný nöfn á alla þá skatta, sem á að leggja á neysluvörur almennings á næstunni.  Hlægilegast er þegar reyna á að koma því inn hjá fólki, að skattlagningin verði til að vernda heilsu landsmanna.  Sykur- gosdrykkja- karamellu- brjóstsykurs- vínarbrauðaskattur og hvað sem skattarnir verða látnir heita, eru auðvitað ekki til að bjarga heilsu eins eða neins, annars en ríkissjóðs.

Teflt er fram hinum og þessum nytsamlegum sakleysingjum í lækna- og heilsugeiranum til þess að fegra þessa skatta, því sykur skemmir tennur og er fitandi, þar að auki, eins og allir vita.  Það er líka óhollt að borða hvítt hveiti og feitt kjöt, þannig að næst hljóta að verða settir á hveitiskattar og fituskattar á kjötið, smjörið og franskbrauðið. 

Svona mætti halda áfram að skattleggja, þangað til öll þjóðin væri komin í kjörþyngd og allir hefðu a.m.k. úthald í hálft maraþon.

Látum skattana bara heita skatta. 

Þeir gera ekkert fyrir heilsu fólks, annað en að veikja það andlega.

 


mbl.is Hitaeiningasnautt gos sykurskattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki verið meira sammála.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:50

2 identicon

Þar sem að ein helsta röksemdarfærslan fyrir þessum "sykurskatti" á gosdrykki er sú að þetta hafi slæm áhrif á tannheilsu barna og unglinga, þá velti ég upp þessari spurningu:
Fá vínveitingastaðir endurgreiddan þennan skatt í samræmi við það að því er hart fylgt fram að það sé enginn einstaklingur þar inni yngri en 18 ára eftir kl. 20 á kvöldin? Nú kaupa þessir veitingastaðir þúsundir lítra af gosi á ári, og eru þeir ekki einungis notaðir í bland við áfengi, heldur einnig seldir bindindisfólki og allavega, en á það að verða til þess að hækka verðið til neytanda sem þarf að verða orðinn sjálfráða til að geta verið þar inni?

Ef að þeim er alvara með að þetta sé til þess gert að vernda heilsu barna, þá sé ég ekki annað en að þeir sjái fyrir þessa endurgreiðslu eða hvað?

Kv. Eyjólfur.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:56

3 identicon

Vá, hvað allir virðast vera fúlir út í þennan skatt. Ég skil ykkur ekki alveg. Þið vitið að það er kreppa, ekki satt? Við þurfum að skera niður (alveg helling) og hækka skatta (líka helling). Nú er verið að ræða um skatt sem ég fæ að ráða hvort ég borga eða ekki, og ég styð það heilshugar. Þar að auki er möguleiki á því að þessi skattur stuðli að bættri heilsu og þannig verði sparnaður í heilbrigðiskerfinu þannig að kannski verður aðeins minna skorið þar niður. Ég sé ekki ókost við þennan skatt, þó finnst mér eins og ég heyri í Karíusi og Baktusi veina "Ekki gera eins og mamma þín segir þér Jens!" :)

Ágústa (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágústa, það sést að þessi áróður um óhollustuskatta virkar á einhverja.  Maður ræður þá alveg jafnt hvaða aðra neysluskatta maður borgar, það gerist einfaldlega með því að hætta að fara út í búð. 

Það vita allir að það er kreppa og skattar verða hækkaðir.  Það á bara ekki að kalla þá neitt annað en skatta.  Ekki á að nota eina krónu af "sykurskattinum" til forvarna í heilbrigðismálum, hvað þá að greiða niður tannlæknakostnað barna.  Þessi skattur, eins og aðrir skattar, á bara að fara í ríkissjóð, til að stoppa í gatið og gæti allt eins heitið föndurskattur.

Axel Jóhann Axelsson, 12.6.2009 kl. 14:49

5 identicon

Ágústa, allar álögur á neysluvörur, hvort sem það heitir áfengi, tóbak, sykur, hveiti eða hvað sem er, þá stórhækka íbúðalánin, því öll eru þau tengd neysluvísitölunni illræmdu. Finnst þér það sanngjarnt og bara allt í lagi að leggja ennþá þyngri byrðar á íbúðalánaþrælana?

Er ekki nóg komið af sköttum og álögum sem þyngja greiðslubyrði fólks, því við skuldum í íbúðum okkar þurfum að borga hærra verð fyrir vöruna PLÚS hækkun á höfuðstól lána.  Þannig að það er of snemmt að fagna þessari hækkun Ágústa.  Ef það á að hækka álögur, þá VERÐUR að taka þessa verðtryggingarbullvísitölu úr sambandi!! 

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband