Fyrsta uppgötvun Evu Joly

Fyrsta dularfulla málið, sem virtist þurfa Evu Joly til að leysa, er hvarf Jóhönnu, ríkisverkstjóra, en ekkert hefur til hennar spurst undanfarnar vikur.  Eftir harðort viðtal við Evu Joly í Kastljósinu í gærkvöldi, kom Jóhanna skyndilega í leitirnar og er nú farin að gefa yfirlýsingar á Alþingi.

Þó að Jóhanna hafi fundist og taki undir hvert einast orð, sem Joly sagði í þættinum, gefur hún hins vegar engar skýringar á því, hvers vegna ekkert hafi verið gert með tillögur hennar síðustu tvo og hálfan mánuð.  Í svona rannsóknarvinnu getur hver vika skipt máli og því áríðandi að leggja allt það fé og mannskap, sem þarf, til að vinna við þessi mál geti unnist eins hratt og nokkur möguleiki er.  Öll heimsbyggðin býður í raun og veru eftir því að þessi mál verði upplýst.  Íslendingar bíða eftir því, að peningar endurheimtist og skúrkarnir verði settir bak við lás og slá.

Engin þjóð getur látið það um sig spyrjast, að hún hafi ekki efni á að upplýsa eina mestu fjárhagslegu svikamyllu, sem sögur fara af í nokkru landi.

Það er fagnaðarefni, að ríkisverkstjórinn skuli vera kominn úr felum og lofi að fara að vinna.


mbl.is Ríkisstjórn styður Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband