Meirihlutinn vill skynsamlega leið

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup, sem gerð var 28/05-04/06, segja 76,3% svarenda að það skipti miklu, eða mjög miklu máli, að fram fari skoðanakönnun um það, hvort sækja eigi um ESB aðild, eða ekki.  Aðeins 17,8% töldu það skipta litlu, eða mjög litlu máli.

Þetta er svo afgerandi niðurstaða, að það væri glapræði af Alþingi að samþykkja aðildarumsókn að ESB, án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.  Svona mikill meirihluti í þessari könnum gefur talsverðar vísbendingar um, að samningur um inngögnu í ESB yrði felldur í atkvæðagreiðslu þjóðarinnar, eftir undirritun.

Þessi úrslit eru mikið og þungt kjaftshögg fyrir Smáflokkafylkinguna og aðra ESB aðdáendur.

Þessi könnun bergmálar rödd skynseminnar. 

Á þá rödd ætti Smáflokkafylkingin að hlusta, þó ekki væri nema í þessu máli.


mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband