Menn, mýs og rottur

Í þessu bloggi í morgun var því velt upp að það væru hvorki menn eða mýs, sem réðu ferðinni í seðlabankanum, en niðurstaðan var sú, að þar væru á ferðinni rottur sem nöguðu sundur undirstöður efnahagslífsins, hratt og örugglega, enda yrði afleiðingin dýpri og langvarandi kreppa en annars hefði orðið.

Nú hefur Peningastefnunefnd seðlabankans svarað fyrir þessa nánast enga stýrivaxtalækkun, en í greinargerð hennar kemur m.a. fram að:  "Eins og fram kom í maí telur peningastefnunefndin viðeigandi að samspil efnahagsaðgerða færist í átt til aukins aðhalds í fjármálum hins opinbera og slökunar peningalegs aðhalds, að því marki sem það samrýmist gengisstöðugleika. Fyrstu aðhaldsaðgerðir í fjármálum hins opinbera hafa þegar verið samþykktar á Alþingi. Eftir því sem fleiri aðgerðir koma til framkvæmda mun peningastefnunefndin meta áhrif þeirra og afleiðingar fyrir mótun stefnunnar í peningamálum. Nefndin telur að ákvarðanir um aðhaldsaðgerðir sem koma til framkvæmda í ár og skýr skuldbinding stjórnvalda um aðhaldsaðgerðir á árunum 2010-2012 séu grundvöllur þess að endurheimta traust markaðarins og skapa þannig svigrúm til áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds."

Samkvæmt þessari yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar, er rottan sem er að eyðileggja alla möguleika á stýrivaxtalækkunum sjálf ríkisstjórnin, enda gefur nefndin engin fyrirheit um frekari stýrivaxtalækkanir, fyrr en ríkisvinnuflokkurinn hættir að skemma fyrir.

Þetta er dapurleg lýsing á ríkisvinnuflokknum af hendi seðlabankans (og AGS).


mbl.is Seðlabankinn einangrar sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér sýnist Axel, að fjármálum okkar sé nú stjórnað af bjarnafjölskyldu. Þannig togar Einbjörn (ríkisstjórnin) í "aukið aðhald í fjármálum hins opinbera", Tvíbjörn (Seðlabankinn) togar í Einbjörn og "slakar út peningalegu aðhaldi) og Þríbjörn (Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn) togar í Tvíbjörn og "losar um þumalskrúfu alþjóðlegu lánanna".

Ekki má svo gleyma Fjórbirni (Gordon Bulldog Brown), sem hefur "hreðja-tök á Alþjóða gjaldeyrissjóðnum".

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.6.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband