Verðtrygging og vextir

Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að verðtryggð lán geti aðeins hækkað um 4% á ári vegna verðtryggingar.  Þetta er göfugt markmið, svo langt sem það nær.  Vandamálið við verðtryggðu lánin er ekki verðtryggingin sem slík, heldur verðbólgan.  Alþingi gæti allt eins vel bannað allar verðhækkanir, umfram 4% á ári og ekki síður að banna ríkisstjórnum að stjórna efnahagsmálunum illa.

Með banni við verðtryggingu, eða með þaki á henni, myndu vextir einfaldlega hækka, því lánveitandi myndi aldrei lána út peninga, sem hann sæi fram á að tapa á.  Vextir af óverðtryggðum lánum núna eru miklu hærri en sem nemur verðbólgunni, allt að 22%, og á mörgum verðtryggðum lánum eru einnig okurvextir, t.d. bílalánum.

Verðbólgan er vandamálið.  Gegn henni þarf að berjast, enda er það eina varanlega lausnin.


mbl.is Verðtrygging verði 4% að hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Alveg rétt, verðbólgan er vandamálið ekki verðtryggingin. Við yrðum ekkert betur sett með verðbótavexti, sem yrðu ætíð hærri en verðbólgan. Lánveitendur mundu sjá til þess.

Bjarni Líndal Gestsson, 29.5.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband