Faldar ESB fréttir

Í dag fer fram fyrsta umræða um tvær þingályktunartillögur um hugsanlega aðild Íslands að ESB og verða þær sjálfsagt til meðferðar í þinginu fram á haust a.m.k.

Á sama tíma birtist hálf falin frétt hér á mbl.is um efnahagsþróun í ESB landinu Litháen, sem gekk í sambandið árið 2004 og hefur gjaldmiðil sinn bundinn við Evruna og er þar með bundið ákvörðunum Evrópska seðlabankans um peningamál.

Líklega á þessi setning í fréttinni að fegra eitthvað það sem í fréttinni sagði áður um niðursveifluna, en setningin er þessi:  "Mikill uppgangur hefur verið í Litháen á undanförnum árum eins og í hinum Eystrasaltslöndunum þremur. Þau gengu öll í Evrópusambandið árið 2004."

ESB sinnar halda því stöðugt fram, að aðild að sambandinu, jafnvel eingöngu aðildarumsókn, muni bjarga efnahagsmálum á Íslandi, eins og hendi væri veifað.

Ekki er Litháen, eða öðrum Evrulöndum, mikil hjálp í ESB aðildinni, því lokasetningin í fréttinni hjlóðar svona:  "Nú spáir seðlabanki landsins því að samdráttur á árinu öllu verði 15,6%."

Á Íslandi, þar sem heimskreppan á að vera dýpst og landið með sinn eigin gjaldmiðil, er samdráttur ársins 2009 áætlaður að verði 10%.

Samdráttur Evrulandsins verður sem sagt yfir 50% meiri en í Evrulausa landinu.

Hvað segja ESB prédikarar við því?


mbl.is Hagkerfi Litháen dróst saman um 13,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert skrítið að það hafi verið mikill uppgangur þarna í Litháen og hinum Eystrarsaltslöndunum á þessum árum. Evrópuríki fluttu mikið framleiðslu til þessara landa á þessum árum vegna lágra launa þar. T.d flutti Hampiðjan netahnýtinguna og kaðladeildina héðan. Einnig lagði hún niður þráðaframleiðsluna sem var í Portúgal frá 1990 og flutti til Litháen, hátt á annað hundrað störf. Ef ég man rétt þá fór 66Norður til Lettlands og einnig setti Byko þar upp tréverksmiðju að ég held. Þetta er bara lítið brot af öllum þeir Evrópuríkjum sem fóru með framleiðsluna sína þangað. Þannig að það er ekkert skrítið að það hafi verið uppgangur.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einmitt, Rafn, lágu launin í Eystrasaltsríkjunum áttu drýgstan hlutann í þessum mikla uppgangi þessara ára.  Nú, þegar þrengir að þeim, er Evrutengingin mikill dragbítur á efnahagslífið, því Evrópski seðlabankinn harðneitar þeim um að fella hjá sér gengið til að hjálpa útflutningsatvinnuvegum þeirra.

Það skilur á milli þeirra og okkar.  Gengisfellingin hérlendis er að bjarga því sem bjargað verður, þótt hún komi illa við heimilin, sérstaklega þau sem skulda myntkörfulánin.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband