Vit sett í umsóknarferlið

Með tillögu Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna um að fela Utanríkismálanefnd að skilgreina helstu hagsmuna- og álitamál varðandi mögulega umsókn Íslands að ESB, virðist vera reynt að koma einhverju viti í málið áður en sótt væri um aðild að sambandinu.

Tillaga Össurar, grínara, um að sækja fyrst um aðild og skilgreina svo samningsmarkmiðin jafnóðum og viðræðum vindi fram, er algerlega út úr kortinu og í raun alger öfugmæli.

Best væri að leita beint til almennings, með þjóðaratkvæðagreiðslu, um hvort yfirleitt sé áhugi meðal þjóðarinnar á því að sækja um aðild að þessu fyrirhugaða stórríki.  Ástæðulaust er að eyða nokkrum árum í aðildarviðræður til þess eins að láta þjóðina fella samningsdrögin, þegar þau lægju fyrir.  Afar ólíklegt er að Íslendingar samþykki nokkurn tíma að ganga til liðs við þetta skrímsli, sem ESB er.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvort hið nýkjörna þing velur að nota skynsemi við afgreiðslu þessa máls. Það myndi heyra til tíðinda. 

 


mbl.is Utanríkismálanefnd í lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband