Læknar flýja til kreppulanda

Fyrirsögnin á fréttinni, "Læknar flýja kreppuland", er bæði ruddaleg og villandi í ljósi þess að nú er heimskreppa og ef læknar flytja úr einu landi í annað, eru þeir í raun að flytja milli kreppulanda.

Fréttin er að öðru leyti sú sama og árlega birtist, þegar undirbúningur fjárlaga fyrir næsta ár er að hefjast.  Um þetta leyti á hverju ári birtast fréttir af því að sjúkrahúsin séu í mannahallæri, ekki séu til nægir peningar fyrir lyfjum, tækjum, launum, skúringarfötum eða nokkru öðru, sem nauðsynlegt er til reksturs heilbrigðiskerfis.  Nákvæmlega eins fréttir berast frá nánast öllum geirum hins opinbera á þessum árstíma og allir hljóta að vera búnir að sjá í gegnum þetta væl, enda sami söngurinn kyrjaður á hverju vori.

Afar auðvelt er að fá fjölmiðlana til að spila þessa plötu fyrir landslýð og hún er spiluð öll ár, hvernig sem árferðið er í fjármálum hins opinbera.  Á þessu ári má gera ráð fyrir að plötuspilarinn verði stilltur "í botn", enda niðurskurður  nauðsynlegur á öllum sviðum og það "sársaukafullur niðurskurður", eins og það heitir á máli stjórnmálamanna.

Nú er kominn tími til að snúa þessari hljómplötu við og spila lagið sem er á B hliðinni.

 


mbl.is Læknar flýja kreppuland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband