Atvinnuleysistryggingasjóður blankur

Samkvæmt því, sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, segir, fara tæplega 100 fyrirtæki á hausinn í hverri viku og væntanlega verða starfsmenn þeirra atvinnulausir þar með.  Í fréttum í dag kom einnig fram að reiknað væri með að aðeins myndu um 4000 starfsmenn verða eftir í byggingariðnaði í haust, en voru 16.000 þegar mest var.

Þetta eru skuggalegar tölur og ekki er reiknað með að atvinnuleysi fari að minnka að ráði fyrr en á árinu 2011 og þá mun draga afar rólega úr því.  Útgjöld Alvinnuleysistryggingasjóðs vegna atvinnuleysisbóta eru um 24 milljarðar á ári, eins og atvinnuleysið er núna og mun sú upphæð væntanlega verða hærri á næsta ári og jafnvel á árinu 2011.

Atvinnuleysissjóður mun tæmast í nóvember n.k., þannig að ríkið mun þurfa að taka á sig atvinnuleysisbæturnar að mestu leyti eftir það.  Fyrir liggur að nauðsynlegur sparnaður í ríkisfjármálum þarf að vera 60 milljarðar króna á árinu 2010, aftur 60 milljarðar árið 2011 og enn aftur 60 milljarðar árið 2012.  Upp í þetta verða skattar hækkaðir, en enginn fær að vita hve mikið, enda hefur ríkisstjórnin enga hugmynd um það sjálf, né hvernig á að skera niður kostnað.

Tuttugu milljarða árleg fjárvöntun Atvinnuleysistryggingasjóðs bætist við þennan niðurskurð og Árni ESB Árnason, félagsmálaráðherra, boðar lántökur fyrir fjárvöntun sjóðsins. 

Ætli ríkissjóður hafi einhversstaðar lánstraust?

 


mbl.is Vanskil hafa sextánfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Davíðsson

Ætli Tryggvi Þór sé að ýkja smá?-  Hér er önnur frétt á mbl.is frá í dag ...

85 fyrirtæki í þrot í apríl

það eru tæplega 5 á dag - hvað - eru ekki 5 virkir dagar í viku lengur (18 virkir dagar í apríl)?

Björn Davíðsson, 27.5.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband