Styrkur af ESB?

Á Íslandi varð nánast kerfishrun í október 2008, eins og allir vita og með þeim afleiðingum, sem alkunnar eru.  Atvinnuleysi er orðið svo mikið (8,3%) að Íslendingar þekkja varla annað eins og búist er við 10% samdrætti í þjóðarframleiðslu á árinu 2009.  Einn stjórnmálaflokkur og einstaklingar í fleiri flokkum, hafa haldið þeirri firru að þjóðinni að innganga í ESB væri eina von þjóðarinnar til þess að komast út úr þessari kreppu, því aðildin væri öruggt skjól fyrir fjárhagslegum áföllum.

Hins vegar skýtur skökku við, að sífellt berast fréttir af fleiri og fleiri löndum innan ESB, sem sökkva dýpra og dýpra í fjárhagsvandamál, eða eins og t.d. segir í fréttinni af Litháen:

"Hagkerfi Litháens dróst saman um 12,5% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil árið 2008, að sögn hagstofu landsins í dag. Er þetta mesti samdráttur, sem orðið hefur frá því byrjað var að halda skrár yfir hagvöxt árið 1995."

Einnig kemur fram að:  „Efnahagslífið okkar er að hrapa ofan í djúpa gryfju og ég sé engar jákvæðar vísbendingar," sagði Gitanas Nauseda, sérfræðingur hjá SEB Bank í Vilnius. 

Hvernig ætli standi á því að maðurinn sjái engar jákvæðar vísbendingar í veru landsins innan ESB og með gjaldmiðil þjóðarinnar tengdan við Evru?  Hvað geta Íslendingar séð jákvætt við ESB, ef ESB lönd sjá ekkert jákvætt við aðildina?

Fréttin endar á þennan veg:  "Sérfræðingar spá því, að hagkerfi hinna Eystrasaltsríkjanna tveggja, Eistlands og Lettlands, muni einnig dragast saman um yfir 10%.  Fjármálaráðuneyti Lettlands hefur raunar spáð 15% samdrætti í ár." 

Nú verða ESB sinnar á Íslandi að fara að skýra út fyrir þjóðinni, hvaða bjargráð þeir sjá í ESB.

Persónuárásir á ESB andstæðinga og hreinir útúrsnúningar ganga ekki lengur.

 

 


mbl.is 12,5% samdráttur í Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér.

Það er nú undarlegt hvað heyrist lítið í ESB-sinnum út af þessari frétt.

Hitt er annað mál og nokkuð sem er alvarlegt, atvinnuleysi er 8,5% hér á landi.  Það er eins gott fyrir okkur að fara að venjast því, því svona verður það alltaf og jafnvel meira ef við göngum í ESB.

Snorri Ö. Svavarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það er undarlegt hvað heyrist lítið frá ESB sinnum vegna frétta af þessu tagi.  Einnig er athyglisvert, að þessi frétt stoppaði afar stutt á forsíðu mbl.is og ekki einu sinni birt í listanum yfir erlendar fréttir.

Að vísu er Mogginn fylgjandi ESB aðild, svo þessi stutta birting er náttúrlega bara tilviljun???????

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Samfylkingin heldur því ekki fram að ESB sé eina von okkar út úr þessari kreppu.

Það er hægt að auka hér vinnu og hagvöxt utan ESB.  Samfylkingin er á þeirri skoðun að innan ESB muni það ganga hraðar og betur fyrir sig.

Dæmin um Eystrasaltsríkin, Spán og Írland sýna að það verður enn að huga að því að vanda hagstjórn, koma í veg fyrir bólur og gífurlega erlenda skuldsetningu, sérstaklega ef um er að ræða skammtímalán.

Það er hægt að lifa hátt á lánum en það má ekki gleyma því að þau þarf að greiða til baka með einum eða öðrum hætti.

Lúðvík Júlíusson, 28.4.2009 kl. 20:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lúðvík.  Smáflokkafylkingin heldur því einmitt fram að aðildarumsókn að ESB, ein og sér, muni skapa svo mikið traust á Íslendingum og krónunni, að hér kæmist á stöðugleiki, nánast samstundis.  Þess vegna er ESB málið væntanlega í algerum forgangi hjá SMF.

Hvað er það sem við ætlum að sækja til ESB, umfram samninginn um EES, annað en lán?  Ekki kemur ESB, sem slíkt, þeim ESB ríkjum til bjargar, sem eru þegar innan sambandsins og ekki er Evran bjargvættu þeirra heldur.

Ætli lokasetningin þín segi ekki það sem segja þarf.  Íslendingar verða að lifa á eigin aflafé, sem kemur frá útflutningsgreinunum, og yfirráð yfir þeim má ekki setja í hendur útlendinga.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2009 kl. 08:39

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Axel,

þú segir:"Persónuárásir á ESB andstæðinga og hreinir útúrsnúningar ganga ekki lengur."  Svo kallar þú Samfylkinguna 'Smáflokkafylkinguna'!

Umræðan þarf að komast á hærra plan.

Það er rétt hjá þér, að eina leiðin úr þessari stöðu er með vinnu.

Auðlindir verða ekki settar í hendur útlendinga.  Ég treysti samninganefnd okkar til að standa vörð um þær og  Íslendingum til þess að tryggja það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lúðvík Júlíusson, 29.4.2009 kl. 09:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samfylkingin er fylking margra smáflokka, t.d. Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Þjóðvaka, Kvennalista, Íslandshreyfingar o.fl. 

Þess vegna er hún kölluð Smáflokkafylkingin og varla nokkur sem getur tekið það sem persónuárásir.

Meira að segja vinur okkar Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, segir að við munum ekki fá neina sérmeðferð í aðildarviðræðum.  Það þýðir að auðlindirnar fara í hendur útlendinga og eina leiðin til að fyrirbyggja það, er að fella alla samninga við ESB, umfram það sem við höfum með samningnum um EES.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband