Stjórnarkreppa?

Ef fram fer sem horfir, að Smáflokkafylkingin og VG verði álíka stórir flokkar eftir kosningarnar, er að verða útlit fyrir að hér geti orðið langvarandi stjórnarkreppa.  Afstaða flokkanna til ESB er svo algerlega ósamrýmanleg, að ef Smáflokkafylkingin ætlar að standa fast á aðildarumsókninni að ESB, er afar ólíklegt að saman náist um slíkt með VG, enda hefur VG verið að herðast í andstöðinni á síðustu dögum kosningabaráttunnar.

VG er farin að sýna klærnar, svo um munar, eftir því sem styrkur þeirra verður stöðugri í skoðanakönnunum.  Neitun Ögmundar um staðfestingu þjónustutilskipunar ESB, sýnir að VG er jafnvel tilbúinir til að fórna samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, svo mikil er andstaða þeirra við ESB tengslin, eða eins og segir í fréttinni:  "Flokksráð VG hefur lagt til að neitunarvaldi verði beitt í EES til að hindra innleiðingu tilskipunarinnar vegna áhrifa á velferðarþjónustu."

Dettur einhverjum í hug lengur, að VG muni nokkurn tíma, í samstarfi við Smáflokkafylkinguna, samþykkja aðildarumsókn að ESB?  Með inngöngu í ESB verður ekkert neitunarvald í höndum VG.

Þeir Sjálfstæðismenn, sem hafa hugsað sér að kjósa Smáflokkafylkinguna, vegna afstöðu hennar til ESB, ættu að hugsa sinn gang vandlega, því með því eru þeir líklega að stuðla að langvarandi stjórnarkreppu, sem er síst það sem þjóðin þarfnast nú um stundir.  Auð atkvæði stuðla að því sama.

Það sem getur haft veruleg áhrif á gang mála, þjóðinni til heilla, er að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur út úr þessum kosningum.


mbl.is VG stoppaði ESB-lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Það sem getur haft veruleg áhrif á gang mála, þjóðinni til heilla, er að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur út úr þessum kosningum."

Það hefur einmitt verið vandamálið eins og glöggt er nú, við skulum vona að sagan endurtaki sig ekki

Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband