Rassskelling ráðherra

Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Kolbrúnu Halldórsdóttur um bann við rassskellingum.  Á sama tíma og þetta frumvarp bíður afgreiðslu rassskellir þingið viðskiptaráðherrann lausráðna með því að svo gott sem slátra frumvarpi hans um breytingu á lögum um fjármálamarkaðinn, eða eins og segir í lok fréttarinnar:

"Átta greinar af sextán burt

Þá segir viðskiptanefnd að ekki finnist fordæmi erlendis fyrir niðurfellingarreglum vegna brota á fjármálamarkaði. Nefndin telur að þrátt fyrir að einhver brot kunni að upplýsast ef mælt verður fyrir um niðurfellingu í lögum, séu niðurfellingarákvæði afar varhugaverð.

Viðskiptanefnd leggur því til að allar greinar sem lúta að niðurfellingu veðri felldar úr frumvarpinu, eða 8 af 16 greinum frumvarpsins. Hins vegar telur nefndin eðlilegt að FME hafi heimildir til að lækka stjórnvaldssektir eða falla frá þeim. Úrræði af því tagi geti leitt til þess að mál verði upplýst án þess að vikið sé frá meginreglum um meðferð ákæruvalds."

Vonandi er þetta merki þess að Alþingi taki ekki lengur við hvaða vitleysu, sem vinnuflokki Jóhönnu dettur í hug að henda inn í þingið, illa unnu og vanhugsuðu.

Verst fyrir Gylfa að frumvarpið um rassskellingabannið skuli ekki hafa tekið gildi ennþá.


mbl.is FME fái ekki heimild til að falla frá saksókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að viðurkenna ég skil ekki rökin þín með krónunni. Ég skil að tilfinningarök með krónunni en ekki þessi rök þín. Ég hef reyndar ekki heyrt það frá þessum ríkjum sem þú nefnir að þau vilji fella gengi gjaldmiðils síns, það kann þó að vera. Kannski er stóra spurningin hvort þau vilji henda Evrunni út og taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil að nýju.

Ég skil þó að lágt gengi krónunar hjálpi útflutningsfyrirtækjum alveg eins og sterk króna hjálpi þeim sem vilji kaupa vörur erlendis frá. Um leið er hægt að segja að hátt gengi krónunar hafi valdið því að almenningur hafi ofmetið kaupgetu sína. Núna sitja margir eftir í skuldasúpu verðtryggðra lána sem og lána í erlendri mynt. Stöðugleiki er forsenda áætlunargerða í viðskiptum sem öðru....gæti verið að með Evrunni fengjum við stöðugleika?

Einnig væri nú gott að geta borið saman verð á vörum og þjónustu á milli landa og frá degi til dags. Er ekki þægilega að samræma þetta svolítið. ..eða ganga alla leið og gefa okkar stolltu þjóð eigið og sérÍslenskt metrakerfi.

Gjaldmiðill er ekkert annað en ávísun á verðmæti. Enginn vill stunda viðskipti með ávísun sem er ekkert að marka. Það stendur 5000kr á seðlinum núna en hvers virði er hann? í dag eða á morgun. Þetta er okkar vandi

Ef við í okkar litla samfélagi viljum sérstakan gjaldmiðil, hvers vegna þurfum við ekki okkar eigið metrakerfi. Það gæti verið sveigjanlegt til þess að mæta Íslenskum aðstæðum, T.d árstíðum. Ef það er kallt í veðri væri meterinn styttri, því allir vita að það er óþægilegra að ganga langt í köldu veðri.

Andri (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er einmitt málið, að mörg Evrópuríkin vildu helst geta tekið upp sinn gamla gjaldmiðil að nýju, nú síðast Lettar (sem eru bundnir Evru) og AGS ráðlagði þeim að gera það en EBS lagðist alfarið gegn því, enda væri slíkt fordæmi endanlegur dauðadómur yfir Evrunni.  Hennar dauði frestast kannski um einhverja mánuði eða ár, en hún er ekki gjaldmiðill til framtíðar.

Annað í þínu svari er dæmigerður verðbólguhugsunarháttur og þú lætur eins og verðbólga sé tengd krónunni sem slíkri.  Ef verðbólga hér væri á "eðlilegum" nótum væri sjálfsagt enginn að tala um að krónan væri dauð, nema ESB sinnar sem hafa snúið öllum sínum áróðri gegn krónunni.  Krónan er bara mælikvarði á efnahagsástandið á hverjum tíma og ef menn treysta sér til þess að stjórna efnahagsmálunum eins og þarf með Evrunni, ættu þeir alveg eins að hafa stjórn á þeim með krónunni.

Hins vegar er það alvörumál, en menn skilja ekki sinn eingin gjaldmiðil og tengsl hans við framleiðslu þjóðarbúsins, en halda að hægt sé að reka sig á erlendum lánum út í hið óendanlega.  Ekki þarf Ísland á sérstöku metrakerfi að halda þó við tölum íslensku, en ekki t.d. þýsku eða frönsku.

Aldrei kemur fram hjá þeim sem vilja taka upp Evru, á hvaða gengi þeir ætla að reikna skiptin.

Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er einmitt málið, að mörg Evrópuríkin vildu helst geta tekið upp sinn gamla gjaldmiðil að nýju, nú síðast Lettar (sem eru bundnir Evru) og AGS ráðlagði þeim að gera það en EBS lagðist alfarið gegn því, enda væri slíkt fordæmi endanlegur dauðadómur yfir Evrunni.  Hennar dauði frestast kannski um einhverja mánuði eða ár, en hún er ekki gjaldmiðill til framtíðar.

Annað í þínu svari er dæmigerður verðbólguhugsunarháttur og þú lætur eins og verðbólga sé tengd krónunni sem slíkri.  Ef verðbólga hér væri á "eðlilegum" nótum væri sjálfsagt enginn að tala um að krónan væri dauð, nema ESB sinnar sem hafa snúið öllum sínum áróðri gegn krónunni.  Krónan er bara mælikvarði á efnahagsástandið á hverjum tíma og ef menn treysta sér til þess að stjórna efnahagsmálunum eins og þarf með Evrunni, ættu þeir alveg eins að hafa stjórn á þeim með krónunni.

Hins vegar er það alvörumál, ef menn skilja ekki sinn eingin gjaldmiðil og tengsl hans við framleiðslu þjóðarbúsins, en halda að hægt sé að reka sig á erlendum lánum út í hið óendanlega.  Ekki þarf Ísland á sérstöku metrakerfi að halda þó við tölum íslensku, en ekki t.d. þýsku eða frönsku.

Aldrei kemur fram hjá þeim sem vilja taka upp Evru, á hvaða gengi þeir ætla að reikna skiptin.

Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband