Fámenni í greiðsluaðlögun

Á haustdögum og fram eftir vetri börðu nokkur þúsund manns mataráhöld sín undir forystu ungliðahreyfingar VG, þingmanna VG og Öskru, félags byltingarsinnaðra stúdenta, vegna þess að nánast öll heimili landsins væru að verða gjaldþrota og engu yrði bjargað fyrr en VG kæmist í ríkisstjórn.

Jóhanna, ríkisverkstjóri, og vinnuflokkur hennar taldi fólki trú um að verið væri að vinna, með forgangi, að því að leysa þjóðina úr skuldasnörunni.  Eftir mikið japl og jaml og fuður koma lög um greiðsluaðlögun og látið fylgja að gert sé ráð fyrir að 100- 200 manns þurfi að notfæra sér þessa leið.  Hvort skyldi vandinn hafa verið ofmetinn, eða það sé ríkisstjórnin sem er veruleikafyrrt?  Svari hver fyrir sig, en svarið er líklega að hvort tveggja sé rétt.

Af þessu tilefni má að minnsta kosti segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi lítil mús.


mbl.is Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lafðin

Þú meinar lítil lús

Lafðin, 31.3.2009 kl. 13:58

2 identicon

Þetta máltæki er greinilega í mikilli tísku þessa dagan :)  :

"Af þessu tilefni má að minnsta kosti segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi lítil mús."

JC (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband