Búsáhaldagrænir

Svandís Svavarsdóttir er sigurvegari forvals VG í Reykjavík og er henni óskað til hamingju með það.  Hún er mikill skörungur og verðugur andstæðingur í pólitíkinni, virðist ekki alveg jafn mikill öfgasinni og t.d. Kolbrún Halldórsdóttir, sem beið afhroð í forvalinu.  Ef til vill er þessi niðurstaða merki um að VG sé að færast nær nútímanum, en ef það er svo, eru það mikil tíðindi.

Afar athyglisvert er að fram kemur hjá Svandísi að VG hafi staðið fyrir "búsáhaldabyltingunni" og er það í fyrsta sinn sem forystumaður í VG viðurkennir það, þótt það hafi svo sem verið á allra vitorði, enda lauk þeirri "byltingu" um leið og Vinstri grænir komust í ríkisstjórn.  Svandís talar um að listinn sé sterk blanda reyndra þingmanna og fulltrúa sem voru áberandi í "búsáhaldabyltingunni".

Þar með er það opinberlega viðurkennt hvaða meðulum VG eru tilbúnir að beita til að komast til valda.


mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband