Suðurlandsvegur

Sunnlenskir sveitastjórar krefjast þess að Suðurlandsvegur verði allur tvöfaldur í stað 2+1, eins og vegagerðin hefur boðað.  Umferðin um Suðurlandsveg er ekki meiri en svo, að 2+1 vegur er vel fullnægjandi og kostar langt innan við helming þess sem tvöfaldur vegur kostar.  Menn voru með alls kyns draumóra um framkvæmdir í "góðærinu" og voru ekkert að láta útreikninga á kostnaði vekja sig upp af draumunum.

Nú árar hins vegar þannig að liggja þarf yfir öllum kostnaðartölum og eins og komið hefur fram þjónar 2+1 vegur umferðarþunganum um Suðurlandsveg fullkomlega.  Hugmyndir um að fresta mislægum gatnamótum á veginum um tíma er ekki heldur góð hugmynd.  Betra hefði verið að stinga upp á að mislægum gatnamótum verði algerlega sópað út af borðinu, því þau eru allt of dýr og vel hægt að haga gatnamótum á einni hæð þannig að fullnægjandi sé.

Sveitarstjórar og aðrir sveitarstjórnarmenn verða að fara að láta sér skiljast að nú ríkir kreppa og velta verður hverri krónu margoft, áður en henni er eytt.


mbl.is Tvöföldun Suðurlandsvegar er forgangsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband