Umboðslaus Gylfi

Samkvæmt yfirlýsingu Viðskiptaráðuneytisins hefur ríkisstjórnin ekki tekið neina ákvörðun um að hætta við að stefna Bretum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þrátt fyrir yfirlýsingar Gylfa Magnússonar, starfandi viðskiptaráðherra, um annað í Breskum fjölmiðlum.

Þetta er allt hið einkennilegasta mál, fyrst gefur starfandi viðskiptaráðherra yfirlýsingar í erlendum fjölmiðlum og síðan dregur Viðskiptaráðuneytið allt saman til baka.  Eru embættismenn ráðuneytisins að setja ofaní við starfandi ráðherra með þessu, eða er hann sjálfur að draga ummæli til baka?  Það kemur ekki fram í yfirlýsingunni.

Enn og aftur opinberast klaufa- og vandræðagangur ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Engin stefnubreyting varðandi aðra möguleika málshöfðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna stendur að engar líkur séu á skaðabótum. Ok, hvað með prinsippið þá? Gætum við unnið án þess að til skaðabóta komi? Búa til athygli á þessu? Ýta betur á illa komin bresk stjórnvöld?

Spekingur (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:00

2 identicon

Af hverju er ekki bara boðið bretunum að fá landsbankann og eignir hans og þeir afskrifa Icesave og sagt bretunum að þetta sé það besta sem við bjóðum? Þessir alþingismenn eru meiri helv.... kveifarnar, það vantar einhvern eða einhverja menn á þing sem eru með hreðjar og láta ekki valta svona yfir Ísland og Íslendinga alla.

Geir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband