Þorskastríðanna hefnt

Mikil hlýtur ógleði Steingríms J. Sigfússonar að vera þessa dagana, eftir að hann hefur þurft að éta ofaní sig og yfir sig stóryrðin og kjaftháttinn frá undangengnum mánuðum, bæði varðandi Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og deiluna við Breta vegna hryðjuverkalaganna. 

Eftir að vinstri grænir komust í ríkisstjórn eru þeir orðnir eins og umskiptingarnir í þjóðsögunum.  Þetta eru gjörsamlega óþekkjanlegir menn frá því sem áður var.  Nú eru spöruð stóryrðin og þeir koma fram í fjölmiðlum stroknir, sakleysislegir og blíðmálgir.  Reyndar nokkuð veiklulegir vegna ógleðinnar sem hrjáir þá eftir ofaníátið.

Hvernig stendur á því að bráðabirgðaríkisstjórn, sem fyrst og fremst var mynduð til að koma á brýnustu björgunaraðgerðum vegna efnahags atvinnulífs og heimila og undirbúa kosningar, skuli geta afgreitt svona stórmál, án nokkurrar umræðu?  Bretar virðast túlka yfirlýsingu Gylfa, bráðabirgðaráðherra svona:

"Í dálknum Alphaville í Financial Times segir, að með þessari niðurstöðu sé lokið einni hörðustu deilu Íslands og Bretlands frá því þorskastríðunum lauk á áttunda áratug síðustu aldar."

Getur bráðabirgðaráðherra, sem ekkert umboð hefur frá almenningi, afgreitt hörðustu deilu Íslands og Bretlands frá þorskastríðunum upp á sitt eindæmi?

Ef svo er hafa Bretar nú hefnt þorskastríðanna og hljóta að hlægja sig máttlausa yfir aumingjaskap Íslendinga nútímans.


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

How childish........................

Eirikur , 25.2.2009 kl. 10:29

2 identicon

Leyfist manni að spyrja: Hvað er nú orðið af öllum stóru orðunum og upphrópunum? Og nú heyrist enginn VG hrópa; Einkavinavæðing! Er það orð allt í einu dottið úr tísku, einmitt núna, þegar daglega og oft á dag koma fréttir um bullandi einkavina-væðingu, sem aldrei fyrr!!

Högni V.G. (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Steingrímur er orðinn Drusla og gunga líkt og hann kallaði Davíð forðum daga.

Sævar Einarsson, 25.2.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband