Rólegheit á Alþingi

Þingfundur var felldur niður í gær vegna þess að Viðskiptanefnd þingsins ákvað að skoða fleiri gögn sem tengjast málefninu.  Þar með voru engin mál til þess að ræða á löggjafarþingi Íslendinga, þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu og allir bíði spenntir eftir "björgunarpakkanum".

Í dag er þingfundur og seðlabankafrumvarpið tekið af dagskrá aftur og svo einkennilega vill til að ekki eitt einasta mál nýju ríkisstjórnarinnar er á dagskrá.  Eina stjórnarfrumvarpið sem er til umræðu í dag er frumvarp um  "Uppbyggingu og rekstur fráveitna" og var það frumvarp lagt fram fyrir áramót af umhverfisráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar.  Önnur mál sem eru á dagskrá eru frumvörp og þingsályktunartillögur þingmanna og eru fæst alveg ný af nálinni.

Frá því að "aðgerðaríkisstjórnin" komst til valda hefur ekki ein einustu lög tekið gildi og engar hugmyndir hennar fyrir hendi fyrir þingið að ræða um.  Ef einhver þingmaður dirfist að hafa sjálfstæða skoðun á verkum "aðgerðarstjórnarinnar" er hann úthrópaður sem svikari og handbendi Sjálfstæðisflokksins eða sem ennþá hryllilegra er:  Vinur Davíðs Oddssonar.

Svo er talað um að efla þingræðið á kostnað ráðherraræðisins. 


mbl.is Seðlabankafrumvarp tekið af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband