Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir í sjónvarpinu í gær að hennar fyrsta verk þegar hún myndi mæta í forsætisráðuneytið í morgun yrði að finna leiðir til þess að reka Davíð Oddsson.  Eins og ég hef sagt áður hlýtur það að vera einsdæmi í veröldinni að ríkisstjórn sé mynduð með það að fyrsta markmiði að reka einhvern embættismann.

Fyrsta verkið átti sem sagt ekki að vera að huga að vanda heimilanna eða fyrirtækjanna sem þó hljóta að teljast framar í forgangsröðinni.

Samkvæmt upplýsingum Framsóknarmanna voru engar raunhæfar tillögur tilbúnar við stjórnarmyndunina, en áfram á að vinna að þeim á næst vikum.  Einu úrræðin sem á að grípa til á næstunni eru þau sem þegar var búið að vinna og lágu tilbúin í ráðuneytum síðustu ríkisstjórnar.

Fyrir liggur að á næsta ári þarf að skera niður ríkisútgjöld um a.m.k. 60 milljarða króna (og annað eins hvort ár um sig 2011 og 2012).  Engar vísbendingar eru gefnar um afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til þessa, enda ætlar hún að ýta þessum vanda á undan sér fram yfir kosningar, enda verða þetta ekki vinsælar ráðstafanir.

Ekki er heldur talað mikið um skatta, en þó gefið í skyn að tekinn verði upp þrepaskiptur tekjuskattur.  Það yrðu mikil mistök, því það myndi eyðileggja staðgreiðslukerfið.  Betra væri að hækka persónuafsláttinn og hækka skatthlutfallið um 2 - 3%, en þannig myndu þeir tekjuhæstu taka á sig mestu hækkunina.

Sjálfsagt megum við líka eiga von á að eignaskattur verði endurvakinn, erfðafjárskattur hækkaður o.s.frv., en ekkert af þessu verður væntanlega rætt um fyrr en eftir kosningar.


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband