Frestun stjórnarmyndunar

Ekki tókst að mynda vinstri stjórnina í dag eins og búið var að boða að kynnt yrði við fótstall Jóns Sigurðssonar kl. 18:00 í dag, föstudag, heldur verður hún kynnt á hádegi á morgun, laugardag.

Þetta bendir til þess að snuðra hafi hlaupið á þráðinn varðandi stuðning Framsóknarflokksins.  Ef til vill er verið að möndla með framhaldslíf stjórnarinnar eftir kosningar, þ.e. að flokkarnir séu í raun ekki að mynda bráðabirgðaríkisstjórn, heldur ætli að bjóða fram "bundnir" í vorkosningunum.

 Líklega er það þess vegna sem ráðherrum verður fækkað og tveir ráðherranna verða ekki úr röðum þingmanna.  Eftir kosningar verða utanþingsmennirnir látnir hætta og Framsóknarmennirnir taki við, hvort sem sama ráðuneytaskipting verður látin halda sér eða breytingar verði þá gerðar.

Mín spá er sú, að um þetta sé verið að plotta núna í "reykfylltum bakherbergjum" og ekki verði sagt frá því, fyrr en nær dregur kosningum.


mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband