Látum skynsemina ráða

Allt útlit er fyrir góða kjörsókn í Alþingiskosningunum í dag eins og mikil aukning utankjörfundaratkvæða gefur fyrirheit um og að um hádegi höfðu talsvert fleiri mætt á kjörstaði en um sama leyti í fyrra.

Eftir kosningarnar í fyrra tók margar vikur að mynda ríkisstjórn, en að lokum var mynduð þriggja flokka stjórn með aðild Bjartrar framtíðar, sem fljótlega sýndi að þar var um flokk að ræða sem hvorki hafði getu eða úthald til stjórnarsamvinnu.

Flokkurinn fór endanlega á taugum og hljópst frá ábyrgð sinni vegna slæms gengis í skoðanakönnunum.  Slíkt ábyrgðarleysi kunna kjósendur ekki að meta og því mun flokkurinn þurkast út og hverfa af þingi eftir kosningarnar í dag.

Sá stjórnmálaflokkur sem sýnt hefur og sannað undanfarna áratugi að sé sá eini sem treystandi er til að stjórna af festu og ábyrgð er Sjálfstæðisflokkurinn og er ótrúlegt annað en að kjósendur muni verðlauna hann með góðri kosningu og kasti ekki atkvæðum á ósamstæða smáflokka.  Slíkt yrði ávísun á nýja stjórnarkreppu sem að lokum myndi leiða til myndunar margra flokka ríkisstjórnar sem nánast yrði óstarfhæf frá fyrsta degi.

Á lokaspretti kosningabaráttunnar í sjónvarpinu í gær, þar sem fulltrúar flokkanna tókust á um stefnumál sín, sýndi og sannaði Bjarni Benediktsson enn og aftur að hann ber höfuð og herðar yfir aðra flokksleiðtoga og að engum sé betur treystandi til að leiða þjóðina inn í framtíðina og til áframhaldandi velferðar.

Bjarni átti gullkorn þáttarins þegar hann sagði:  "Það er ótrúlegt að heyra því haldið fram hér að það hafi verið eitthvað gefið eftir af skattstofnum, þegar við höfum verið að auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu.  Þetta er hugmyndafræðileg atriði, þegar við hugsum um vinnandi fólk, í Sjálfstæðisflokknum, þá sjáum við fyrir okkur harðduglega Íslendinga sem eru að framfleyta fjölskyldum.  Þegar vinstri menn hugsa um vinnandi fólk þá sjá þeir fyrir sér skattstofn."

Látum skynsemina ráða og setjum X við D á kjörseðlinum.


mbl.is Yfir 26 þúsund utankjörfundaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag Axel.

Þú lætur þína skynsemi ráða og ég mína þegar skundað verður á kjörstað. En ég get ekki orða bundist þegar þú kemur fram og með þína sýn á hvað gerðist í fráfarandi ríkisstjórn. Forsætisráðherra hélt einfaldlega að hann gæti ruðst áfram eins og gröfustjóri og rutt öllu og öllum frá því hann væri aðal. Síðan kom litla þúfan BF og lagði aðal á hliðina. Að sjálfsögðu þurfti aðal að finna ástæðu og því var því komið á kreik að skoðanakannanir hafi farið með ríkisstjórnina.

Síðan bendir þú á að Sjálfstæðisflokkurinn sé sá eini sem er treystandi.  UUUhhhh  bíddu nú aðeinns kallinn minn. Núverandi Dómsmálaráðherra með dóm á bakinu og ef ríkistjórnin væri ekki fallin væri hún væntanlega farin frá vegna vanhæfis í starfi. Fyrrverandi Ríkistjórn: Hanna Birna, aaa hvað gerðist þar???  Illugi Gunnars  óóóó  ekki gott. Panama- skjölin  Bjarni Ben, Ólöf Nordal.  

Sá stjórnmálaflokkur sem á Íslandsmet í spillingu er semsagt að þínu mati best rtreystandi til að stjórna landinu. Það er augljóst að við höfum fengið annaðhvort mismunandi með móðurmjólkinni eða að uppeldi okkar hefur verið æði mismunandi. Þar sem þú sérð sómafólk þar sé ég hrappa sem eiga ekki heima á Alþingi.

thin (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 14:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Yfirleitt eru nafnleysingjar og aðrir hugleysingjar ekki svaraverðir og því verður engu púðri eytt í þennan thin.  

Lepur upp allt sama slefið og róginn og notaður hefur verið til að reyna að ófrægja heiðvirt fólk, sem þó tekur árásunum með hógværð og sinnir störfum sínum af staðfestu og heiðarleika.

Það getur varla verið að það vefjist fyrir nokkrum manni hvílíkt ábyrgðar- og hugleysi BF varð til að sá flokkur hljópst frá ábyrgð sinni og framdi með því pólitískt harakíri.

Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2017 kl. 15:56

3 identicon

"Lepur upp allt sama slefið og róginn og notaður hefur verið til að reyna að ófrægja heiðvirt fólk" var Hanna Birna heiðvirð? Hvað með Bjarna Ben? 

Að þínu mati þá hljóta Hreiðar Már, Sigurður Einars, Ólafur Ólafs og margir fleiri vera mjög heiðvirðir. Hvenær sérð þú fólk sem er ekki heiðvirt?  Aldrei kannski?

FB sáu þetta því miður (þín  vegna) ekki með sínum heiðvirðu augum.

thin (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 18:18

4 identicon

Afsakið villuna en átti að vera: FB sáu þetta því miður (þín  vegna) ekki með ÞÍNUM heiðvirðu augum

thin (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 18:19

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þunnur (thin), þú hefur greinilega valið þér höfundarnafn sem smellpassar við skrifin.  Að láta sér detta í hug að líkja heiðarlegum stjórnmálamönnum við bankstera og útrásarvíkinga er svo þunnt að sá sem það gerir er greinilega ekki að láta skynsemi flækjast fyrir sér.

Ef þú, hr. þunnur, hefur ekkert málefnalegra og gagnlegra að leggja til þjóðfélagsumræðunnar ættir þú að láta vera að ausa dellunni yfir almennilegt fólk.

Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2017 kl. 19:06

6 identicon

Þakka þér fyrir hugvekjuna Jóhann. En skv. síðustu skoðanakönnun þá eru um 75% þjóðarinnar ekki sammála þér. Skyldi það vera að allt þetta fólk sé svona þunnt?

Og með vinsemd þá er þetta nú bara nafnið mitt, reyndar skammstafað,  og þakka ég falleg orð í minn garð.

thin (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband