Syndir feðranna......

Björt framtíð hefur fundið sér tilefni til að hlaupa frá ríkisstórnarsamstarfi, sem flokkurinn hefur aldrei verið fær um að axla.  

Tilefnið sem flokkurinn nýtir er að fram hefur komið að faðir forsætisráðherra var einn "valinkunnra" manna sem vitnaði um að kynferðisafbrotamaður sem aplánað hafði sinn dóm hefði hagað sér skikkanlega, eftir því sem hann best vissi, eftir tugthússvistina.

Í allt sumar hefur verið mikil umræða í þjóðfélaginu um úrelt lög um "uppreist æru" glæpamanna ákveðnum árum eftir afplánun og vélræna afgreiðslu ráðuneytisins slíkra mála.  Fram að þeim tíma hafði þessum málum verið lítill gaumur gefinn í þjóðfélaginu, enda sami háttur verið hafður á slíkum málum áratugum saman og öll mál afgreidd á sama hátt, hver sem í hlut átti.

Eftir að umræðan fór af stað í sumar jókst krafa um að upplýst væri hverjir þessir "valinkunnu" menn væru í því máli sem hæst bar í umræðunni á þeim tíma.  Ráðuneytið taldi sig ekki geta upplýst um þessi mál, fyrr en eftir að kærunefnd upplýsingamála hefði lagt blessun sína yfir hvaða upplýsingar mætti veita vegna svona mála.  

Af einhverjum ástæðum stigu hinir "valinkunnu" ekki fram og einfaldlega skýrðu frá sinni aðkomu að málunum, enda fyrst og fremst um umsagnir um hegðun brotamannanna eftir afplánun að ræða. Hefðu hinir "valinkunnu" einfaldlega stigið fram er ólíklegt að umræðan um þeirra að komu hefði orðið eins og hún varð, með allri þeirri heift, stóryrðum og dylgjum og raunin varð.

Nú er komið í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna forsætisráðherra, var einn hinna "valinkunnu" vegna umsóknar kynferðisglæpamanns um "uppreist æru" og í fyrsta lagi er fuðulegt að hann skuli hafa lagt nafn sitt við slíka umsókn vegna stöðu sonarins og ekki síður að hann skuli þá ekki hafa stigið fram strax í sumar og birt það afsökunarbréf sem hann hefur nú sent frá sér.

Meðmæli föðurins hefur nú orðið til þess að Björt framtíð hefur gripið það sem hálmstrá til að slíta ríkisstjórninni.  

Þar með sannast enn og aftur að "syndir" feðranna bitna á börnum þeirra, eins óverðskuldað og það er nú alla jafna.


mbl.is Slíta samstarfi við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Baldursson

Mikið er ég sammála og ég þakka bara fyrir að við höfum þó stjórnmálamenn sem fara eftir lögum og reglum eins og Sig­ríðar Á. And­er­sen dómsmálaráðherra gerði í þessu máli og þá líka Bjarni.

Það er einhver munur á þeirra vinnubrögðum samaborið við sjóræningjana og bjarta framtið sem helst vilja hengja fólk opinberlega fyrir engar sakir. Þá á ég EKKI við kinferðisbrotamennina.

Vilhjálmur Baldursson, 15.9.2017 kl. 15:53

2 identicon

Bjarni var bara frábær í ræðunni áðan og ég sé hvergi neinn betri til að vera forsætisráðherra

Grímur (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 17:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já flottur.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 21:29

4 identicon

Ég er sammála þessu. Ég var annars að velta því fyrir mér í ljósi þess, að nú eru komnir fram einir þrír menn, sem segjast ekki hafa skrifað undir þá langloku, sem lögð var fram í þeirra nafni, enda hafi það aðeins verið tvær línur um, að maðurinn hafi verið áreiðanlegur og góður bílstjóri, sem þeir skrifuðu undir, og að það hafi greinilega verið bætt öllu mögulegu við, eftir að undirskrift var fengin, sem þeir kannast ekkert við og alls ekki frá þeim komin, hvort það geti ekki átt við um Benedikt Sveinsson líka. Það þyrfti að athuga það, og spyrja hann að því. Að láta menn skrifa undir tvær til þrjár línur í upphafi, og breyta síðan umsögninni og bæta öllu mögulegu við, sem þeir hefðu aldrei skrifað undir, hefði það staðið þar, þegar þeim var rétt plaggið, er alvarlegur hlutur, sem ber að rannsaka og kæra, og ég hefði talið vera alvarlegt brot á lögum. Það verður að athuga það í sambandi við Benedikt, hvort það, sem nafn hans stendur undir sé alfarið frá honum komið, eða hvort þessir óprúttnu aðilar, sem hafa safnað þessum undirskriftum, hafi breytt því, sem Benedikt skrifaði undir. Það myndi breyta öllu fyrir hann og Bjarna, finnst mér. Þetta verður að kanna sem fyrst, áður en það veldur meiri skaða, og draga þá til ábyrgðar, sem standa fyrir svona fölsunum. Þetta má ekki viðgangast hegningarlaust.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband