Ótrúlegur blekkinga- og siðleysisvefur

Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans afhjúpar ótrúlega bíræfinn og útsmoginn blekkingarvef Ólafs Ólafssonar, sem yfirleitt er kenndur við Samskip, til að sannfæra fulltrúa ríkissjóðs, seðlabanka, ríkisendurskoðunar og almenning um að þýskur banki væri stór þátttakandi í kaupunum, en aðkoma erlends banka var eitt af skilyrðum sölunnar.

Fyrstu fréttir herma að bankanum hafi verið "mútað", eða greidd umboðslaun að upphæð eitt hundrað milljónir dollara og Ólafur hafi náð beint til sín a.m.k. fimmtíu milljónum dollara, sem hann mun hafa stungið í eigin vasa.  Að vísu voru allar þessar "þóknanir" greiddar í gegn um óteljandi aflandsfélög til þess að hylja slóðina og jafnvel mætti trúa því að "gleymst" hafi að tilgreina öll þessi viðskipti á skattskýrslum og öðrum greinargerðum til hins opinbera.

Ólafur Ólafsson ber við algeru minnisleysi í þessu máli og lýsir sig algerlega saklausan af öllum áburði um óheiðarleg viðskipti, eins og reyndar í öllum öðrum málum sem hann hefur komið nálægt á "viðskiptaferli" sínum og jafnvel verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir.  

Sameiginlegt átak opinberra aðila og almennings hlýtur að verða það, að koma Ólafi Ólafssyni og öðrum álíka banksterum út úr öllu viðskiptalífi landsins og helst að ná af þeim illa fengnum gróða þessara og annarra álíka svikamylla í gegn um tíðina.  Nýjustu fréttir af viðskiptaháttum Samskipa, t.d. frá Hollandi og víðar, benda ekki til þess að viðskiptasiðferðið hafi nokkuð skánað með árunum.

"Viðskiptajöfra" af þessari gerð kærir sig enginn um í þjóðfélaginu.


mbl.is Fléttan stærri en nefndin bjóst við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru bankaræningjar ekki settir í fangelsi og fjármunirnir gerðir upptækir?

thin (IP-tala skráð) 29.3.2017 kl. 16:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ræningjarnir þurfa þá að nást innan fyrningarfrests og þýfið að finnast.  Hvorugt virðist hafa tekist í þessu tilfelli.

Axel Jóhann Axelsson, 29.3.2017 kl. 21:14

3 identicon

Sæll Axel.

Það er fyrst og fremst löggjöfin sjálf sem
þarf að endurskoða og setja þar þá varnagla
að hvorki stjórnmálamenn né fjárfestar geti
leikið lausum hala með þessum hætti.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.3.2017 kl. 00:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu þurfa lög og reglur að vera bæði afdráttarlaus og skýr svo enginn geti leikið lausum hala og jafnvel mætti endurskoða fyrningarlög, þannig að hægt væri að koma afbrotamönnum undir lás og slá þó svik þeirra, prettir, þjófnaðir og aðrir glæpir uppgötvist ekki fyrr en áratugum eftir framkvæmdina.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2017 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband