Viđ Austurvöll - eđa úti á Austurvelli?

Katrín Jakobsdóttir, formađur VG, segist tilbúin til ađ leiđa fimm flokka ríkisstjórn, sem hún segir ađ sé sín óskaríkisstjórn, svo furđulega sem ţađ hljómar.

Ţriggja flokka ríkisstjórnir hafa yfirleitt ekki gefist vel hér á landi, jafnvel ekki tveggja flokka vinstristjórnir og nćgir ađ benda á hina "einu sönnu og tćru vinstri stjórn" sem sat viđ völd á síđasta kjörtímabili međ hörmulegum árangri.

Ýmsir vinstrisinnar eru byrjađir ađ ţylja áróđurinn um ađ allir flokkar sem fara í stjórnarsamstarf međ Sjálfstćđisflokki tapi á slíkri samvinnu, en ţó hafa engir flokkar beđiđ annađ eins afhrođ og Samfylkingin eftir stjórnarsamstarf viđ VG, sem reyndar stórtapađi líka á ţví samkrulli.

Ýmislegt sem öfgvavinstriđ hvefur látiđ frá sér fara á samfélagsmiđlunum eftir kosningar benda til ţess ađ annađhvort verđi VG í meirihlutasamstarfi innan Alţingishússins viđ Austurvöll, eđa leyniher vinstriöfgaaflanna verđi kallađur út međ sína potta, pönnur, lúđra og kröfuspjöld til ţess ađ gera hverri ţeirri ríkisstjórn lífiđ leitt sem VG myndi ekki eiga ađild ađ.

Samfylkingin er ein rjúkandi rúst eftir kosningarnar og ekki er hennar tap tilkomiđ vegna samstjórnar međ Sjálfstćđisflokknum, enda var hún í stjórnarandstöđu allt kjörtímabiliđ og í mikilli og góđri samvinnu viđ VG, Pírata og Bjarta framtíđ.  

Velgengni flokka og hrun ţeirra rćđst eingöngu af eigin vinnubrögđum ţeirra og trúverđugleika, en ekki hvort ţeir eru innan eđa utan ríkisstjórnar.  Sumir ţurfa bara ađ kenna öđrum en sjálfum sér um útkomu kosninga.

Einmitt vegna ţess ađ ýmsir ţola ekki ađ ađrir flokkar en ţeir sjálfir styđja starfi í ríkisstjórn er nánast öruggt ađ leyniherinn verđur rćstur út til ađ standa fyrir óspektum á Austurvelli verđi VG utan ríkisstjórnar, sem allt bendir raunar til ađ verđi.


mbl.is Fimm flokkar fyrsti kostur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband