Ætli þetta sé Pírötunum að þakka?

Matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat ríkissjóðs Íslands um tvo flokka og er það nú í A-flokki og þar með sett á stall með öðrum ríkjum sem vel er stjórnað fjárhagslega og horfur taldar góðar í þeim efnum í næstu framtíð.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, er ein þeirra sem tjáð hafa sig um þennan einstæða árangur ríkisstjórnarinnar og segir þetta stórhækkaða lánshæfismat ekki koma á óvart, miðað við stöðu ríkissjóðs og góða efnahagsstjórn undanfarinna ára.

Ásdís segir m.a:  "Batn­andi láns­hæfi end­ur­spegl­ar hversu sterk staðan er orðin í ís­lensku hag­kerfi, þá eru efna­hags­horf­ur góðar, rík­is­sjóður áform­ar að skila af­gangi á rekstri sín­um á kom­andi árum, skuld­ir rík­is­ins hafa lækkað og gert er ráð fyr­ir þær muni lækka enn frek­ar á næstu árum."

Stutt er nú til kosninga og vonandi gera kjósendur sér grein fyrir því hverjir hafa komið ríkissjóði í þessa góðu stöðu og láti t.d. flokk fjármálaráðherrans njóta þess þegar í kjörklefann kemur.  Aðrir flokkar reyna að gera lítið úr þessum árangri og þykjast hæfir til að taka við stjórnartaumunum og þá muni smjör fara að drjúpa af hverju strái og allt verði gert fyrir alla án nokkurrar fyrirhafnar eða skattpíninga.

Þó furðulegt sé, eru Píratar ennþá í öðru sæti, á eftir Sjálfstæðisflokki, í niðurstöðum skoðanakannana fyrir komandi kosninga, þó þar fari flokkur sem ólíklegastur er allra að verða til stórræðna við stjórn landsins og þarf þá ekki annað en að líta til frammistöðu fulltrúa þess flokks á líðandi kjörtímabili.

Staða ríkisstjóðs og batnandi kjör landsmanna hafa komist í núverandi hæðir án aðkomu Píratanna og vonandi muna kjósendur eftir að þakka þeim er þakka ber þegar tækifæri gefst til þess í komandi kosningum.


mbl.is Kom skemmtilega á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem hafa komið ríkissjóði í þá stöðu sem hann er í eru skattgreiðendur. Þeir eru ekki allir í Sjálfstæðisflokknum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2016 kl. 14:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þarf samt að stjórna ríkinu og leggja fram fjárlög.  Það gerir fjármálaráðherrann, reyndar í umboði skattgreiðenda. Eftir sem áður ber hann ábyrgðina á stjórnun málanna.

Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2016 kl. 15:16

3 identicon

Sæll Axel.

Moody´s gaf líka AAA+ 28. ágúst 2007!

(ætli gildi ekki um þetta hæfismat sem allar
skoðanakannanir að ekkert er þetta að marka, -
eins og þeir sögðu í A-Þýzkalandi: Alles ist Politik!
Tók mig 10 ár að fatta jókinn!!)

Húsari. (IP-tala skráð) 2.9.2016 kl. 16:33

4 identicon

Skyldi það vera núverandi Stjórnarflokkum að þakka? Nei þeir hafa ekkert gert, alls ekkert. Sem betur fer segja kannski margir. Fingraför núverandi stjórnar eru engin þar sem þeir hafa ekkert gert. Þeir mega þakka gríðarlegri aukningu á ferðamönnum til landsins, sagt er að það renni í Ríkissjóð 1,5 milljarður á dag, 1.500 milljónir og ótrúlega lítið framkvæmt í kringum ferðamenn. Jú ef stjórnameirihlutinn ætlar að berja sér á brjóst þá má alveg eins þakka Forsetanum fyrir

thin (IP-tala skráð) 2.9.2016 kl. 18:11

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg stórmerkilegt að ríkisstjórninni er kennt um allt sem fólki þykir ekki nógu gott í þjóðfélaginu, en þegar vel gengur dettur því sama fólki ekki til hugar að þakka stjórnmálamönnunum þá velgengni.  Ótrúlegur tvískinnungur.

Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2016 kl. 23:20

6 identicon

Ég get nú ekki annað en verið sammála Húsara. Hvernig var lánshæfismatið daginn fyrir hrun? Við erum alveg að komast þangað. Svo er það "thin" það er hárrétt sem hann segir. En síðuhafi, hverslags málflutningur er þetta eiginlega. Fjármálaráðherra er á fullu að gefa einkavinum bitastæð ríkisfyrirtæki, ef eitthvað er að marka fréttir. Nei 2007 er mætt aftur, nema nú nær það bara ekki alveg niður til fátækustu, því það er búið að stippa þá off. Þetta er bara viðbjóður og ekkert annað.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 02:33

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steindór, hvaða fyrirtæki eru þetta sem fjármálaráðherrann hefur verið á fullu við að gefa einkavinum?

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2016 kl. 10:38

8 identicon

Ég náði því ekki hvaða fyrirtæki það var, því fréttinni var að ljúka þegar ég kveikti á sjónvarpinu. En þegar ég kveikti var fréttamaður að margspyrja Bjarna, Hverjir hefðu keypt. En hann vék sér undan að svara. Hann sagði þrálátlega að það hefði bara verið selt á hlutabréfamarkaði og á gangverði og ef það er rétt þá er það í fyrsta skipti í sögunni sem sem ríksfyrtæki eða hlutur í ríkisfyrtæki er seldur en ekki gefinn. En þar sem ég er upptekinn við að þræla fyrir baunadiskinum, þá hef ég ekki gefið mér tíma til að skoða þetta nákvæmlega.

En reynslan sýnir okkur að þessir gjörningar eru alltaf, ekki bara stundum alltaf meira en lítið vafasamir. Ég er ekkert hrifinn af öðrum flokkum en þessir ríkissjóðsþjófnaðir í formi gjafa til einkavina, það er bara ekki boðlegt.

Og ef við förum aftur til einkavæðingar Bankanna þá er af nógu að taka. Við vitum að líka að flestir þeir sem keypt hafa kvóta undanfarin ár, hafa greitt svo hátt verð fyrir hann að það hefur verið útilokað fyrir þá að borga hann. þá hafa komið til afskriftir. Svo er það nú einu sinni þannig að ég lít á þetta allt sem sömu svikamylluna. Þ.E. sjálfstæðisflokk, framsóknarflokk, bankarnir, útgerðin, olíufélögin , trygginafélögin og allt sem er bitastætt í þjóðfélaginu. Og allt er þetta stolið, með pappírsleikfimi. Ætlarðu t.d. að segja mér það að frændi Bjarna hafi farið á frystitogara til að vinna fyrir Borgun. Nei vinur minn, allt stolið.

Auðvitað fær venjulegur maður eins og ég ekki aðgang að hvernig allir þessir gjörningar fara fram í smáatriðum. En að þessir menn hafi farið á frystitogara til að vinna fyrir þessum eigum. Viltu virkilega að ég trúi því.

Ég lít á öll þessi gjöld sem við borgum, þ.e. skattar, tryggingar, fasteignagjöld og hvað það nú allt þetta heitir sem við erum að borga. Þetta er ekkert annað en skattur til Elítunnar og ef við skoðum það frá því sjónarhorni. Þá er það lítið annað en skattur sem laun almennings fara í. Svo er það bara "happa og glappa" hvort skatturinn fer í ríkissjóð eða einkavasa.

Það sem brennur mest á Guðlaugi Þór, þessa dagana er að einkavæða Ísavía og á Bjarna Ben að einkavæða Landsbankann, ef eitthvað er að marka fréttir.

Trúir þú því að þetta lið sem setti allt á hausinn 2008 sé eitthvað að lagast. Ég vildi að það væri rétt hjá þér en því miður er ekkert sem bendir til þess.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 12:05

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hálf, svo ekki sé meira sagt, er það lélegur málflutingur að dylgja um gerðir stjórnmálamanna eftir fréttir sem maður heyrir ekki og veit ekkert um hvað snúast.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2016 kl. 19:07

10 identicon

Já það má vel vera rétt hjá þér Axel. En málið er að almenningur verður að gera það þó að við fáum alla fréttina. Samanber, við vissum ekki sannleikann um sölu Bankanna fyrr en allt var farið á hausinn. Það er bara "happa glappa", hvaða fréttir eru réttar og hvaða fréttir rangar.

Trúir þú því kannski enn að Landsbankinn hafi verið borgaður með Rússagulli? 

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 19:15

11 identicon

Svo er það nú bara einusinni þannig að ef ég væri að sýsla með annara fé, hvort sem það væri sala á hlutabréfum eða eitthvað annað, þá myndi ég vita hver kaupandinn væri. Annað er gjörsamlega ábyrgðarlaust. En þetta finnst Fjármálaráðherra landsins í fínu lagi. Er ekki einhver fnykur af þessu?

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 19:19

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sem betur fer, a.m.k. fyrir fjármálaráðherrann, hvorki þarf, getur eða á ráðherrann að yfirfara hverjir kaupa hvað, hvenær og á hvað í kauphöllinni frá degi til dags.  Ekki síður hlýtur það að vera mun betra fyrir skattgreiðendur og aðra þjóðfélagsþegna að hann fari betur með tíma sinn en að liggja yfir tölum yfir viðskipti á þeim markaði.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2016 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband